Norðmenn minnast fórnarlambanna 24. júlí 2011 09:26 Þjóðarsorg er í Noregi Mynd/AFP Minningarathafnir fara nú fram í flestum kirkjum Noregs til að minnast þeirra nítíu og tveggja sem staðfest er að féllu í sprengju og skotárásum í landinu á föstudag. Haraldur fimmti Noregskonungur og Sonja drottning eru við minningarathöfn í dómkikrjunni í Osló. Jens Stoltenberg forsætisráðherra flutti ávarp við athöfnina nú skömmu fyrir klukkan tíu. Þar minntist hann þeirra sem féllu og þá sérstaklega átta manns sem voru persónulegir vinir hans. Á hörmungartímum eins og nú væru í Noregi, væri hann stoltur af æðruleysi þjóðarinnar sem sýndi styrk sinn í verki og væri staðráðin í að verja þau gildi sem Noregur stendur fyrir. Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands hefur beint því til sókna í landinu að þeir sem féllu í Noregi verði minnst í guðsþjónustum í dag. Biskupinn þjónar fyrir altari í dómkirkjunni í Reykjavík og sendifulltrúi Norðmanna á Íslandi, Silje Arne Kleiv flytur ávarp. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands sækir minningarguðsþjónustu í Skálholtskirkju ásamt Dag Wernö Holte sendiherra Noregs á Íslandi sem mun flytja hugvekju. Í bréfi Karls Sigurbjörnssonar til presta og kirkjufólks hvetur hann fólk til að koma saman í samhug og fyrirbæn til að minnast þeirra sem létu lífið og þeirra sem lifðu hryllinginn af og takast nú á við afleiðingarnar. Minnumst þeirra sem syrgja, segir biskup Íslands og heiðrum þau sem á þessum skelfilegu tímum sýna náungakærleika og hugrekki í því að hjálpa og líkna þeim sem líða og þjást. "Biðjum um visku til handa stjórnvöldum og leiðtogum þjóðarinnar og öllum þeim sem bera ábyrgð á öryggismálefnum og löggæslu. Tjáum virðingu okkar og vinarþel til norsku þjóðarinnar og réttum norskum vinum og grönnum og samferðarfólki hollan huga og hlýja hönd samstöðu og fyrirbænar andspænis ógn og ótta. Þessi óskiljanlegu grimmdarverk hafa afhjúpað grundvallar varnarleysi okkar, bæði sem einstaklinga og samfélag. Hatrið og hefndin má ekki ná undirtökunum, óttinn og varnaleysið má ekki lama hið opna samfélag," segir Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Minningarathafnir fara nú fram í flestum kirkjum Noregs til að minnast þeirra nítíu og tveggja sem staðfest er að féllu í sprengju og skotárásum í landinu á föstudag. Haraldur fimmti Noregskonungur og Sonja drottning eru við minningarathöfn í dómkikrjunni í Osló. Jens Stoltenberg forsætisráðherra flutti ávarp við athöfnina nú skömmu fyrir klukkan tíu. Þar minntist hann þeirra sem féllu og þá sérstaklega átta manns sem voru persónulegir vinir hans. Á hörmungartímum eins og nú væru í Noregi, væri hann stoltur af æðruleysi þjóðarinnar sem sýndi styrk sinn í verki og væri staðráðin í að verja þau gildi sem Noregur stendur fyrir. Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands hefur beint því til sókna í landinu að þeir sem féllu í Noregi verði minnst í guðsþjónustum í dag. Biskupinn þjónar fyrir altari í dómkirkjunni í Reykjavík og sendifulltrúi Norðmanna á Íslandi, Silje Arne Kleiv flytur ávarp. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands sækir minningarguðsþjónustu í Skálholtskirkju ásamt Dag Wernö Holte sendiherra Noregs á Íslandi sem mun flytja hugvekju. Í bréfi Karls Sigurbjörnssonar til presta og kirkjufólks hvetur hann fólk til að koma saman í samhug og fyrirbæn til að minnast þeirra sem létu lífið og þeirra sem lifðu hryllinginn af og takast nú á við afleiðingarnar. Minnumst þeirra sem syrgja, segir biskup Íslands og heiðrum þau sem á þessum skelfilegu tímum sýna náungakærleika og hugrekki í því að hjálpa og líkna þeim sem líða og þjást. "Biðjum um visku til handa stjórnvöldum og leiðtogum þjóðarinnar og öllum þeim sem bera ábyrgð á öryggismálefnum og löggæslu. Tjáum virðingu okkar og vinarþel til norsku þjóðarinnar og réttum norskum vinum og grönnum og samferðarfólki hollan huga og hlýja hönd samstöðu og fyrirbænar andspænis ógn og ótta. Þessi óskiljanlegu grimmdarverk hafa afhjúpað grundvallar varnarleysi okkar, bæði sem einstaklinga og samfélag. Hatrið og hefndin má ekki ná undirtökunum, óttinn og varnaleysið má ekki lama hið opna samfélag," segir Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent