Karl hvetur presta til að minnast á norsku þjóðina á morgun 23. júlí 2011 15:48 Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands Mynd/Valli Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sendi í dag prestum bréf og hvatti til þess að norsku þjóðarinnar sé sérstaklega minnst í guðsþjónustum morgundagsins. Sérstök minningarathöfn verður einnig í Dómkirkjunni í Reykjavík í guðsþjónustu klukkan 11 þar sem biskup Íslands predikar og sendifulltrúi Norðmanna á Íslandi, Silje Arne Kleiv flytur ávarp. Í bréfi biskups til presta og kirkjufólks segir: „Komum saman í samhug og fyrirbæn fyrir augliti Guðs. Minnumst þeirra sem létu lífið og þeirra sem lifðu hryllinginn af og takast nú á við afleiðingarnar. Minnumst þeirra sem syrgja. Heiðrum þau sem á þessum skelfilegu tímum sýna náungakærleika og hugrekki í því að hjálpa og líkna þeim sem líða og þjást. Biðjum um visku til handa stjórnvöldum og leiðtogum þjóðarinnar og öllum þeim sem bera ábyrgð á öryggismálefnum og löggæslu. Tjáum virðingu okkar og vinarþel til norsku þjóðarinnar og réttum norskum vinum og grönnum og samferðarfólki hollan huga og hlýja hönd samstöðu og fyrirbænar andspænis ógn og ótta. Þessi óskiljanlegu grimmdarverk hafa afhjúpað grundvallar varnarleysi okkar, bæði sem einstaklinga og samfélag. Hatrið og hefndin má ekki ná undirtökunum, óttinn og varnaleysið má ekki lama hið opna samfélag. Það er vilji hefndarverkamannsins. Látum hann ekki ná markmiðum sínum! Styrkjum ásetning okkar og vilja til að taka höndum saman við allt góðviljað fólk í baráttunni fyrir því opna og góða samfélagi þar sem virðing og náungakærleikur ræður og ríkir. Við játum trú á þann mátt sem þjáist í samlíðan með þeim sem líða, sem gekk í dauðann fyrir okkur öll, sem reis af dauðum og lifir. Máttur hans mun sigra alla ógn og alla vá. Fyrirætlanir Guðs eru fyrirætlanir fyrirgefningar en ekki endurgjalds, friðar en ekki ófriðar, réttlætis en ekki ranglætis, lífs en ekki dauða. Og sú vitund og vissa ber uppi von okkar og trú. Áhyggjur allar og kvíða, sorg og söknuð og órólegar hugsanir fáum við að leggja í hendur hans. Þær hendur eru merktar sárum krossfórnarinnar. Hann þekkir sárin lífs og sálar. Og hann mun vel fyrir sjá. Í Guðs friði Karl Sigurbjörnsson“ Og bænin sem fylgir bréfinu hljómar svo:Guð allrar huggunar og vonar, minnstu í mildi þinni norsku þjóðarinnar. Rétt út hönd þína til þeirra sem þjást vegna hinna ólýsanlegu grimmdarverka, hugga þau sem syrgja, líkna þeim sem örvænta, styrk þau sem líkna og hugga og sinna löggæslu og öryggismálum. Blessa norsku þjóðina andspænis ógn og öryggisleysi, lát alla sem leita þín og oss öll styrk og finna návist þína, vernd og hlífð fyrir Jesú Krist, Drottin vorn. Friðarins Guð, þú sem ert uppspretta alls friðar, gef friðvana heimi frið. Hindra ofbeldi og ill ráð ofstopamanna. Ver í verki með þeim sem semja sátt og flytja frið milli þjóða, kynþátta og trúarbragða. Gef oss og öllum jarðarbörnum þann sanna frið sem heimurinn megnar hvorki að veita né frá oss taka. Fyrir Jesú Krist, Drottin vorn. Hryðjuverk í Útey Noregur Þjóðkirkjan Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sendi í dag prestum bréf og hvatti til þess að norsku þjóðarinnar sé sérstaklega minnst í guðsþjónustum morgundagsins. Sérstök minningarathöfn verður einnig í Dómkirkjunni í Reykjavík í guðsþjónustu klukkan 11 þar sem biskup Íslands predikar og sendifulltrúi Norðmanna á Íslandi, Silje Arne Kleiv flytur ávarp. Í bréfi biskups til presta og kirkjufólks segir: „Komum saman í samhug og fyrirbæn fyrir augliti Guðs. Minnumst þeirra sem létu lífið og þeirra sem lifðu hryllinginn af og takast nú á við afleiðingarnar. Minnumst þeirra sem syrgja. Heiðrum þau sem á þessum skelfilegu tímum sýna náungakærleika og hugrekki í því að hjálpa og líkna þeim sem líða og þjást. Biðjum um visku til handa stjórnvöldum og leiðtogum þjóðarinnar og öllum þeim sem bera ábyrgð á öryggismálefnum og löggæslu. Tjáum virðingu okkar og vinarþel til norsku þjóðarinnar og réttum norskum vinum og grönnum og samferðarfólki hollan huga og hlýja hönd samstöðu og fyrirbænar andspænis ógn og ótta. Þessi óskiljanlegu grimmdarverk hafa afhjúpað grundvallar varnarleysi okkar, bæði sem einstaklinga og samfélag. Hatrið og hefndin má ekki ná undirtökunum, óttinn og varnaleysið má ekki lama hið opna samfélag. Það er vilji hefndarverkamannsins. Látum hann ekki ná markmiðum sínum! Styrkjum ásetning okkar og vilja til að taka höndum saman við allt góðviljað fólk í baráttunni fyrir því opna og góða samfélagi þar sem virðing og náungakærleikur ræður og ríkir. Við játum trú á þann mátt sem þjáist í samlíðan með þeim sem líða, sem gekk í dauðann fyrir okkur öll, sem reis af dauðum og lifir. Máttur hans mun sigra alla ógn og alla vá. Fyrirætlanir Guðs eru fyrirætlanir fyrirgefningar en ekki endurgjalds, friðar en ekki ófriðar, réttlætis en ekki ranglætis, lífs en ekki dauða. Og sú vitund og vissa ber uppi von okkar og trú. Áhyggjur allar og kvíða, sorg og söknuð og órólegar hugsanir fáum við að leggja í hendur hans. Þær hendur eru merktar sárum krossfórnarinnar. Hann þekkir sárin lífs og sálar. Og hann mun vel fyrir sjá. Í Guðs friði Karl Sigurbjörnsson“ Og bænin sem fylgir bréfinu hljómar svo:Guð allrar huggunar og vonar, minnstu í mildi þinni norsku þjóðarinnar. Rétt út hönd þína til þeirra sem þjást vegna hinna ólýsanlegu grimmdarverka, hugga þau sem syrgja, líkna þeim sem örvænta, styrk þau sem líkna og hugga og sinna löggæslu og öryggismálum. Blessa norsku þjóðina andspænis ógn og öryggisleysi, lát alla sem leita þín og oss öll styrk og finna návist þína, vernd og hlífð fyrir Jesú Krist, Drottin vorn. Friðarins Guð, þú sem ert uppspretta alls friðar, gef friðvana heimi frið. Hindra ofbeldi og ill ráð ofstopamanna. Ver í verki með þeim sem semja sátt og flytja frið milli þjóða, kynþátta og trúarbragða. Gef oss og öllum jarðarbörnum þann sanna frið sem heimurinn megnar hvorki að veita né frá oss taka. Fyrir Jesú Krist, Drottin vorn.
Hryðjuverk í Útey Noregur Þjóðkirkjan Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira