Segir Breivik leika á fjölmiðla og almenningsálitið eins og píanó 31. júlí 2011 18:58 Fyrrum skólafélagar og vinir norska hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik kannast ekki við að hann sé veikur á geði. Breivik, sem hefur 77 mannslíf á samviskunni, notar tímann í einangrun í fangelsinu til að skrifa ræður á milli þess sem hann er í skýrslutökum hjá lögreglu. Fyrrverandi vinir Breiviks segja í samtali við breska dagblaðið The Telegraph í dag að ekkert í hegðun hans og framkomu hafi bent til þess að hann væri veikur á geði. Peter Svaar, gamall skólafélagi hans, segir allt sem gerst hafi eftir ódæðisverkin í Osló og Útey virðist hafa fylgt áætlun Breiviks. Hann segist óttast að hann sé að leika á fjölmiðla og almenningsálitið eins og píanó. Átta dögum eftir árásina virðist Breivik enn sem fyrr afar upptekinn af ímynd sinni og útliti. Hann hefur neitað að láta taka mynd af sér í fangelsinu af ótta við að nýjar myndir af sér þaðan verði þá birtar í stað þeirra sem hann setti sjálfur á veraldarvefinn, en á þeim er hann vel til hafður og greiddur, ýmist prúðbúinn eða í einkennisfatnaði. Breivik krafðist þess að fá að klæðast sérstökum hermanna einkennisklæðnaði í fangelsinu en ekki var orðið við þeirra kröfu. Óskaði hann því eftir því að klæðast rauðri Lacoste peysu, bæði í dómssalnum og hjá lögreglu og er hann var fluttur til og frá fangelsinu. Fyrrum vinir Breiviks segja hann hafa verið afar upptekinn útliti sínu og einn vinur hans segir hann hafa viðurkennt fyrir sér í samkvæmi fyrir nokkrum árum að hafa farið í lýtaðgerð í Bandaríkjunum, þar sem hann hafi látið laga bæði nef sitt og höku. Lýtaðgerð fyrir Breivik, sem þá var aðeins 21 árs, virðist hafa verið rökrétt næsta skref til að ná útlitslegri fullkomnun. Breivik, sem enga iðrun hefur sýnt, viðurkenndi í skýrslutöku í gær að hafa ætlað til Úteyjar á meðan Gro Harlmen Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra dvaldist í eynni en hún flutti þar ávarp á samkomu ungliðahreyfingar verkamannaflokksins. Aftenposten greindi frá því að umferðaröngþveiti vegna bílslyss í Osló og vegaframkvæmdir hefðu seinkað áformum Breiviks og leiða megi að því líkum að tafirnar hafi bjargað mörgum mannslífum en Brundtland var farin úr eynni þegar Breivik mætti þangað og hóf skothríð á norsk ungmenni. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Það er mjög sársaukafullt að fá yfir sig piparúða“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Sjá meira
Fyrrum skólafélagar og vinir norska hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik kannast ekki við að hann sé veikur á geði. Breivik, sem hefur 77 mannslíf á samviskunni, notar tímann í einangrun í fangelsinu til að skrifa ræður á milli þess sem hann er í skýrslutökum hjá lögreglu. Fyrrverandi vinir Breiviks segja í samtali við breska dagblaðið The Telegraph í dag að ekkert í hegðun hans og framkomu hafi bent til þess að hann væri veikur á geði. Peter Svaar, gamall skólafélagi hans, segir allt sem gerst hafi eftir ódæðisverkin í Osló og Útey virðist hafa fylgt áætlun Breiviks. Hann segist óttast að hann sé að leika á fjölmiðla og almenningsálitið eins og píanó. Átta dögum eftir árásina virðist Breivik enn sem fyrr afar upptekinn af ímynd sinni og útliti. Hann hefur neitað að láta taka mynd af sér í fangelsinu af ótta við að nýjar myndir af sér þaðan verði þá birtar í stað þeirra sem hann setti sjálfur á veraldarvefinn, en á þeim er hann vel til hafður og greiddur, ýmist prúðbúinn eða í einkennisfatnaði. Breivik krafðist þess að fá að klæðast sérstökum hermanna einkennisklæðnaði í fangelsinu en ekki var orðið við þeirra kröfu. Óskaði hann því eftir því að klæðast rauðri Lacoste peysu, bæði í dómssalnum og hjá lögreglu og er hann var fluttur til og frá fangelsinu. Fyrrum vinir Breiviks segja hann hafa verið afar upptekinn útliti sínu og einn vinur hans segir hann hafa viðurkennt fyrir sér í samkvæmi fyrir nokkrum árum að hafa farið í lýtaðgerð í Bandaríkjunum, þar sem hann hafi látið laga bæði nef sitt og höku. Lýtaðgerð fyrir Breivik, sem þá var aðeins 21 árs, virðist hafa verið rökrétt næsta skref til að ná útlitslegri fullkomnun. Breivik, sem enga iðrun hefur sýnt, viðurkenndi í skýrslutöku í gær að hafa ætlað til Úteyjar á meðan Gro Harlmen Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra dvaldist í eynni en hún flutti þar ávarp á samkomu ungliðahreyfingar verkamannaflokksins. Aftenposten greindi frá því að umferðaröngþveiti vegna bílslyss í Osló og vegaframkvæmdir hefðu seinkað áformum Breiviks og leiða megi að því líkum að tafirnar hafi bjargað mörgum mannslífum en Brundtland var farin úr eynni þegar Breivik mætti þangað og hóf skothríð á norsk ungmenni.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Það er mjög sársaukafullt að fá yfir sig piparúða“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Sjá meira