Íslenski boltinn

Glódís Perla: Klikkuð reynsla að spila svona leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Fésbókarsíða KSÍ
Glódís Perla Viggósdóttir og félagar hennar í 17 ára landsliðinu urðu í fjórða sæti á Evrópumótinu eftir 2-8 tap fyrir geysisterku þýsku liði í leiknum um þriðja sætið í dag. Glódís Perla var í viðtali hjá Írisi Björk Eysteinsdóttur, fjölmiðlafulltrúa íslenska liðsins, eftir leikinn.

„Þær trúðu meira á þetta en við. Það er miklu meiri hefð hjá þeim að vera hérna. Þær voru bara betri í þessum leik. Öll skot heppnuðust vel hjá þeim. Vio voru ekki að halda bolta nógu vel í fyrri hálfleik en við vorum að reyna. Sýndum amiklu meiri karakter og stemningu en síðast. Það þarf gott lið til að stíga upp eftir 4:0 tap," sagði Glódís Perla sem vildi taka það góða úr ferðinni með heim til íslands.

„Það er geðveikt að vera komnar hingað. Góð umgjörð, fallegt og svo var gaman að taka þátt í verðlaunaafhendingu eins og í Meistaradeildinni þar sem við fórum í stúkuna og tókum við verðlaunarpeningum. Klikkuð reynsla að spila svona leik sem við munum horfa á allt okkar líf. Við náðum allavega að sýna í dag að við eigum heima hérna. Við munum koma mun sterkari hingað aftur á næsta ári, við ætlum að komast aftur í lokakeppni," sagði Glódís Perla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×