Íslenski boltinn

Oliver og Þórður Jón semja við AGF í Danmörku

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þórður Jón í æfingagalla Ajax í Amsterdam.
Þórður Jón í æfingagalla Ajax í Amsterdam. Mynd/doddihamar.blogspot.com
Oliver Sigurjónsson úr Breiðabliki og Þórður Jón Jóhannesson úr Haukum eru á leið til danska félagsins AGF. Oliver og Þórður Jón, sem eru fæddir árið 1995, voru í landsliði Íslands 17 ára og yngri sem varð Norðurlandameistari um síðustu helgi.

Fotbolti.net greinir frá þessu í dag. Rætt er við Oliver sem segir tækifærið frábært. Þeir séu ekki búnir að skrifa undir en það verði gert innan tíðar í Danmörku.

Oliver og Þórður Jón hafa farið til nokkurra erlendra félaga á reynslu. Oliver tvívegis til AC Milan og Þórður Jón til Anderlecht, Ajax og Reading. Þórður Jón hefur reyndar haldið út skemmtilegri bloggsíðu síðan hann fór til West Ham árið 2009. Þar sem hann hefur fjallað um ferðalög sín í fótboltanum. Síðuna má lesa hér.

Aron Jóhannsson leikur með aðalliði AGF og þá er Arnar Aðalgeirsson í unglingaliði félagsins en hann er uppalinn í Haukum líkt og Þórður Jón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×