Ragnheiður safnar fyrir sundinu með fyrirsætustörfum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2011 08:00 Sundkonan Ragnheiður Ragnarsdóttir er nýkomin heim af HM í sundi í Sjanghæ í Kína. Ragnheiður er á leiðinni aftur út en framundan eru æfingar hjá henni í Suður-Afríku og svo gæti farið að hún yrði úti allt fram að Ólympíuleikunum í London á næsta ári. „Ég er að fara í næsta mánuði til Pietermaritzburg í Suður-Afríku. Ég ætla að vera þar í smá tíma og æfa og sjá hvernig það gengur. Svo kem ég kannski ekkert heim fyrir leikana," sagði Ragnheiður í samtali við Ásgeir Erlendsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. „Markmiðið er að byrja á því að taka lágmörkin fyrir Ólympíuleikana og svo að æfa það vel að það verði ekki markmiðið lengur heldur að reyna að vera komast í undanúrslit eða úrslit á leikunum," sagði Ragnheiður metnaðarfull. „Ég er búin að æfa ein hérna heima og er eiginlega ekki með neinn þjálfara. Ég var að leita að góðum þjálfara, góðu veðri og góðum stað þar sem maður getur farið og einbeitt sér. Ég fann þennan þjálfara eftir að hafa verið að skoða nokkra staði. Mér leyst mjög vel á þetta og það er koma sumar þar sem er ágætt til að nenna að mæta á morgunæfingar klukkan fimm," sagði Ragnheiður en nýi þjálfari hennar er Wayne Riddin. „Ég er ekki að fara gera neitt annað og þetta snýst um að gera bara einbeitt mér að sundinu. Það er góð ástæða hérna heima og góðir þjálfarar en fyrir mig var bara næsta skref að fara út og gera þetta á fullu," sagði Ragnheiður. „Þetta er að fara kosta sitt og ég er í hörku betli út um allt til að finna styrki og svona. Það gengur ágætlega en það á eftir að koma í ljós hvort ég get verið út í heilt ár eða ekki. Vonandi fæ ég fleiri styrki og fleiri verkefni til þess að geta fjármagnað þetta," sagði Ragnheiður sem grípur í fyrirsætustörfin til að safna pening fyrir sundinu. „Ég er að reyna allt til þess að fá peninga fyrir því sem ég er að gera. Ég er að sitja fyrir í auglýsingum og fleira. Það er ýmislegt um að vera og ég er að reyna að finna meira af slíkum verkefnum. Vonandi getur maður kannski átt eitthvað afgangs eftir þetta allt," sagði Ragnheiður í léttum tón. „Mér finnst rosalega gaman að vera í fyrirsætustörfunum og það væri svolítið leiðinlegt að vera bara að synda. Það er gaman að fá svona verkefni með og ég kvarta ekki yfir því," sagði Ragnheiður. „Ég held að það sé alveg öruggt mál að ég verð búin að ná lágmörkunum á leikana fyrir árslok. Ég er mjög nálægt því í 50 metra skriðsundi. Það er ekkert sem ætti að standa í vegi fyrir því þegar ég er kominn í góða þjálfun og með góðan þjálfara, sem ýtir aðeins í mig og fær mig til að æfa betur," sagði Ragnheiður sem ætlar að hætta í sundinu eftir Ólympíuleikana í London á næsta ári. „Ég veit ekkert hvort ég get það eða ekki en það er planið að taka sér frí eða að hætta. Það er samt svo gaman að taka þátt í Ólympíuleikum. Maður fer einu sinni og síðan verður maður bara að fara aftur," sagði Ragnheiður að lokum. Innlendar Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Sjá meira
Sundkonan Ragnheiður Ragnarsdóttir er nýkomin heim af HM í sundi í Sjanghæ í Kína. Ragnheiður er á leiðinni aftur út en framundan eru æfingar hjá henni í Suður-Afríku og svo gæti farið að hún yrði úti allt fram að Ólympíuleikunum í London á næsta ári. „Ég er að fara í næsta mánuði til Pietermaritzburg í Suður-Afríku. Ég ætla að vera þar í smá tíma og æfa og sjá hvernig það gengur. Svo kem ég kannski ekkert heim fyrir leikana," sagði Ragnheiður í samtali við Ásgeir Erlendsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. „Markmiðið er að byrja á því að taka lágmörkin fyrir Ólympíuleikana og svo að æfa það vel að það verði ekki markmiðið lengur heldur að reyna að vera komast í undanúrslit eða úrslit á leikunum," sagði Ragnheiður metnaðarfull. „Ég er búin að æfa ein hérna heima og er eiginlega ekki með neinn þjálfara. Ég var að leita að góðum þjálfara, góðu veðri og góðum stað þar sem maður getur farið og einbeitt sér. Ég fann þennan þjálfara eftir að hafa verið að skoða nokkra staði. Mér leyst mjög vel á þetta og það er koma sumar þar sem er ágætt til að nenna að mæta á morgunæfingar klukkan fimm," sagði Ragnheiður en nýi þjálfari hennar er Wayne Riddin. „Ég er ekki að fara gera neitt annað og þetta snýst um að gera bara einbeitt mér að sundinu. Það er góð ástæða hérna heima og góðir þjálfarar en fyrir mig var bara næsta skref að fara út og gera þetta á fullu," sagði Ragnheiður. „Þetta er að fara kosta sitt og ég er í hörku betli út um allt til að finna styrki og svona. Það gengur ágætlega en það á eftir að koma í ljós hvort ég get verið út í heilt ár eða ekki. Vonandi fæ ég fleiri styrki og fleiri verkefni til þess að geta fjármagnað þetta," sagði Ragnheiður sem grípur í fyrirsætustörfin til að safna pening fyrir sundinu. „Ég er að reyna allt til þess að fá peninga fyrir því sem ég er að gera. Ég er að sitja fyrir í auglýsingum og fleira. Það er ýmislegt um að vera og ég er að reyna að finna meira af slíkum verkefnum. Vonandi getur maður kannski átt eitthvað afgangs eftir þetta allt," sagði Ragnheiður í léttum tón. „Mér finnst rosalega gaman að vera í fyrirsætustörfunum og það væri svolítið leiðinlegt að vera bara að synda. Það er gaman að fá svona verkefni með og ég kvarta ekki yfir því," sagði Ragnheiður. „Ég held að það sé alveg öruggt mál að ég verð búin að ná lágmörkunum á leikana fyrir árslok. Ég er mjög nálægt því í 50 metra skriðsundi. Það er ekkert sem ætti að standa í vegi fyrir því þegar ég er kominn í góða þjálfun og með góðan þjálfara, sem ýtir aðeins í mig og fær mig til að æfa betur," sagði Ragnheiður sem ætlar að hætta í sundinu eftir Ólympíuleikana í London á næsta ári. „Ég veit ekkert hvort ég get það eða ekki en það er planið að taka sér frí eða að hætta. Það er samt svo gaman að taka þátt í Ólympíuleikum. Maður fer einu sinni og síðan verður maður bara að fara aftur," sagði Ragnheiður að lokum.
Innlendar Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Sjá meira