Kínverjar segja Ronaldo vera hrokagikk Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. ágúst 2011 11:30 Ronaldo gaf aðeins meira af sér við þennan unga dreng en blaðamenn í Kína. Nordic Photos / AFP Kínverskir fjölmiðlamenn og knattspyrnuáhugamenn eru allt annað en ánægðir með frammistöðu Cristiano Ronaldo á blaðamannafundi þar í landi á dögunum. Félag Ronaldo, Real Madrid, er nú á keppnisferðalagi í Kína þar sem knattspyrnuáhuginn er mikill og Ronaldo í uppáhaldi hjá mörgum. Hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Guangzhou í gær fyrir leik liðsins gegn Guangzhou Evergrande. Ronaldo þótti einfaldlega leiðinlegur í tilsvörum sem voru stutt og snubbótt. „Hann virðist eigingjarn og hrokafullur," sagði Yan Qiang, varaforseti fjölmiðlafyrirtækis í Kína, Titan Media. „Það er alveg ljóst að framkoma hans mun ekki gera honum neina greiða í Kína." Hann var til að mynda spurður hvernig ástandið væri á Kaka, liðsfélaga Ronaldo hjá Real. „Perfecto," sagði Ronaldo og lét þar við sitja. Annar blaðamaður reyndi þá að brydda upp á öðru og léttara umræðuefni og spurði hvort hann væri duglegur að skipta um bleiur á ungum syni sínum. „Já. Það er mér sem föður eðlilegt að skipta um bleiur," sagði Ronaldo án þess að stökkva bros. Spurður um hvort hann myndi mögulega einn daginn snúa aftur til Englands og þá Manchester United sagði kappinn: „Kannski. Af hverju ekki? Maður veit aldrei." Hann var einnig spurður um álit sitt á borðtennis og hvort hann þekkti einhverja kínverska knattspyrnumenn. Sömuleiðis spurðu blaðamenn hann hvað honum þætti um Guangzhou og var svarið einfalt; „Það er heitt." Ronaldo var staddur hér á landi í október síðastliðnum þegar að Ísland mætti Portúgal í undankeppni EM 2012 en lét það vera að ræða við íslenska fjölmiðlamenn. Spænski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Sjá meira
Kínverskir fjölmiðlamenn og knattspyrnuáhugamenn eru allt annað en ánægðir með frammistöðu Cristiano Ronaldo á blaðamannafundi þar í landi á dögunum. Félag Ronaldo, Real Madrid, er nú á keppnisferðalagi í Kína þar sem knattspyrnuáhuginn er mikill og Ronaldo í uppáhaldi hjá mörgum. Hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Guangzhou í gær fyrir leik liðsins gegn Guangzhou Evergrande. Ronaldo þótti einfaldlega leiðinlegur í tilsvörum sem voru stutt og snubbótt. „Hann virðist eigingjarn og hrokafullur," sagði Yan Qiang, varaforseti fjölmiðlafyrirtækis í Kína, Titan Media. „Það er alveg ljóst að framkoma hans mun ekki gera honum neina greiða í Kína." Hann var til að mynda spurður hvernig ástandið væri á Kaka, liðsfélaga Ronaldo hjá Real. „Perfecto," sagði Ronaldo og lét þar við sitja. Annar blaðamaður reyndi þá að brydda upp á öðru og léttara umræðuefni og spurði hvort hann væri duglegur að skipta um bleiur á ungum syni sínum. „Já. Það er mér sem föður eðlilegt að skipta um bleiur," sagði Ronaldo án þess að stökkva bros. Spurður um hvort hann myndi mögulega einn daginn snúa aftur til Englands og þá Manchester United sagði kappinn: „Kannski. Af hverju ekki? Maður veit aldrei." Hann var einnig spurður um álit sitt á borðtennis og hvort hann þekkti einhverja kínverska knattspyrnumenn. Sömuleiðis spurðu blaðamenn hann hvað honum þætti um Guangzhou og var svarið einfalt; „Það er heitt." Ronaldo var staddur hér á landi í október síðastliðnum þegar að Ísland mætti Portúgal í undankeppni EM 2012 en lét það vera að ræða við íslenska fjölmiðlamenn.
Spænski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Sjá meira