Íslenski boltinn

Aðeins fjögur lið af ellefu hafa breytt silfri í gull

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Grétar Sigfinnur Sigurðarson mótmælir vítaspyrnudómi í úrslitaleiknum í fyrra.
Grétar Sigfinnur Sigurðarson mótmælir vítaspyrnudómi í úrslitaleiknum í fyrra. Mynd/Daníel
KR og Þór Akureyri mætast í úrslitaleik Valtorsbikarsins á Laugardalsvellinum klukkan 16.00 í dag. KR-ingar eru mættir í Laugardalinn annað árið í röð en Þór er komið þangað í fyrsta sinn.

Sjö af ellefu silfurliðum sem hafa komist aftur í bikarúrslitin árið eftir, eins og KR-ingar í ár, hafa tapað bikarúrslitaleiknum annað árið í röð.

Þar á meðal er KR-liðið frá 1990. ÍBV (1981), Fram (1985 og 1987) og ÍA (2000) eru einu liðin sem hefur tekist að breyta silfri í gull.

Hér fyrir neðan er listi yfir silfurliðin sem hafa komist í úrslitaleikinn árið eftir:

ÍA 1963-1964

1963: 4-1 tap fyrir KR

1964: 4-0 tap fyrir KR

ÍA 1974-1976

1974: 4-1 tap fyrir Val

1975: 1-0 tap fyrir Keflavík

1976: 3-0 tap fyrir Val

Valur 1978-1979

1978: 1-0 tap fyrir ÍA

1979: 1-0 tap fyrir Fram

ÍBV 1980-1981

1980: 2-1 tap fyrir Fram

1981: 3-2 sigur á Fram

Fram 1984-1985

1984: 2-1 tap fyrir ÍA

1985: 3-1 sigur á keflavík

Fram 1986-1987

1986: 2-1 tap fyrir ÍA

1987: 5-0 sigur á Víði

KR 1989-1990

1989: 3-1 tap fyrir Fram

1990: Tap í vítakeppni í aukaleik fyrir Val

ÍBV 1996-1997

1996: 2-1 tap fyrir ÍA

1997: Tap í vítakeppni í aukaleik fyrir Keflavík

ÍA 1999-2000

1999: 3-1 tap fyrir KR

2000: 2-1 sigur á ÍBV

Fjölnir 2007-2008

2007: 2-1 tap fyrir FH

2008: 1-0 tap fyrir KR




Fleiri fréttir

Sjá meira


×