Niðurlæging í Búdapest Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. ágúst 2011 16:48 Jóhann Berg Guðmundsson í leiknum í kvöld. Nordic Photos / AFP Ungverjaland vann 4-0 sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Búdapest í kvöld. Óhætt er að segja að strákarnir hafi fengið slæma útreið í kvöld en leikurinn var einn sá allra versti undir stjórn Ólafs Jóhannessonar. Ólafur tók við starfi landsliðsþjálfara í lok árs 2007 en þangað til í kvöld hafði Ísland aldrei fengið á sig fjögur mörk í einum leik undir hans stjórn. Segir það margt um gæði íslenska liðsins í kvöld - þau voru nánast ekki til staðar. Fyrri hálfleikur var skömminni skárri en sá síðari. Íslendingar náðu á köflum ágætis spili á fyrsta hálftímanum en jafn oft var það klaufalegt og tilviljunakennt. Ungverjar komust svo yfir á 32. mínútu og fór að halla verulega undan fæti eftir það. Íslensku leikmennirnir gerðu sig seka um klaufaleg mistök hvað eftir annað og kostuðu sum þeirra mörk - önnur ekki. Ungverjar bættu við öðru marki í lok fyrri hálfleiksins og staðan því 2-0 að honum loknum. Ólafur hefur náð að koma einhverju skipulagi á leik íslenska liðsins í leikhlénu því liðið átti sæmilegan kafla í upphafi síðari hálfleiks. En þegar Ungverjar skoruðu svo þriðja markið datt botninn endanlega úr leik íslenska liðsins. Heimamenn gengu á lagið og yfirburðir þeirra algerir síðasta hálftímann. Að sama skapi var vonleysi Íslendinga algert. Landsliðið hefur verið í frjálsu falli á styrkleikalista FIFA undanfarin misseri og því miður bar þessi leikur sorglegan vitnisburð um stöðu þess. Ólafur hefur ekki náð miklum árangri með liðið en gat þó í það minnsta borið fyrir sig að liðið hafi verið að spila þokkalega undir hans stjórn. En það var ekki tilfellið í kvöld. Það var fátt sem benti til framfaraskrefa í leik íslenska liðsins í kvöld og ljóst að breytinga er þörf. Það eina sem má teljast jákvætt við leikinn er að í honum fengu margir ungir leikmenn að spreyta sig og er óskandi að þeir geti dregið einhvern lærdóm af þeirri reynslu.Ungverjaland - Ísland 4-0 Dómari: Wolfgang Stark, Þýskalandi. Skot (á mark): 18–8 (10-1) Varin skot: Bogdán 1 – Stefán Logi 4 Hornspyrnur: 8–5 Aukaspyrnur fengnar: 13–12 Rangstöður: 3–2 Íslenski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira
Ungverjaland vann 4-0 sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Búdapest í kvöld. Óhætt er að segja að strákarnir hafi fengið slæma útreið í kvöld en leikurinn var einn sá allra versti undir stjórn Ólafs Jóhannessonar. Ólafur tók við starfi landsliðsþjálfara í lok árs 2007 en þangað til í kvöld hafði Ísland aldrei fengið á sig fjögur mörk í einum leik undir hans stjórn. Segir það margt um gæði íslenska liðsins í kvöld - þau voru nánast ekki til staðar. Fyrri hálfleikur var skömminni skárri en sá síðari. Íslendingar náðu á köflum ágætis spili á fyrsta hálftímanum en jafn oft var það klaufalegt og tilviljunakennt. Ungverjar komust svo yfir á 32. mínútu og fór að halla verulega undan fæti eftir það. Íslensku leikmennirnir gerðu sig seka um klaufaleg mistök hvað eftir annað og kostuðu sum þeirra mörk - önnur ekki. Ungverjar bættu við öðru marki í lok fyrri hálfleiksins og staðan því 2-0 að honum loknum. Ólafur hefur náð að koma einhverju skipulagi á leik íslenska liðsins í leikhlénu því liðið átti sæmilegan kafla í upphafi síðari hálfleiks. En þegar Ungverjar skoruðu svo þriðja markið datt botninn endanlega úr leik íslenska liðsins. Heimamenn gengu á lagið og yfirburðir þeirra algerir síðasta hálftímann. Að sama skapi var vonleysi Íslendinga algert. Landsliðið hefur verið í frjálsu falli á styrkleikalista FIFA undanfarin misseri og því miður bar þessi leikur sorglegan vitnisburð um stöðu þess. Ólafur hefur ekki náð miklum árangri með liðið en gat þó í það minnsta borið fyrir sig að liðið hafi verið að spila þokkalega undir hans stjórn. En það var ekki tilfellið í kvöld. Það var fátt sem benti til framfaraskrefa í leik íslenska liðsins í kvöld og ljóst að breytinga er þörf. Það eina sem má teljast jákvætt við leikinn er að í honum fengu margir ungir leikmenn að spreyta sig og er óskandi að þeir geti dregið einhvern lærdóm af þeirri reynslu.Ungverjaland - Ísland 4-0 Dómari: Wolfgang Stark, Þýskalandi. Skot (á mark): 18–8 (10-1) Varin skot: Bogdán 1 – Stefán Logi 4 Hornspyrnur: 8–5 Aukaspyrnur fengnar: 13–12 Rangstöður: 3–2
Íslenski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira