Sjaldan jafn auðvelt hjá Djokovic - Nadal þurfti að hafa fyrir hlutunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2011 13:30 Djokovic slær bakhönd í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Novak Djokovic, efsti maður heimslistans í tennis, er kominn í 2. umferð á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Það tók Djokovic aðeins 44 mínútur að leggja Írann Conor Niland að velli í nótt en sá síðarnefndi þurfti að gefa leikinn vegna veikinda þegar staðan var 6-0, 5-1 Serbanum í vil. Djokovic er eflaust feginn hversu lítið hann þurfti að beita sér í sínum fyrsta leik. Serbinn þurfti að gefa úrslitaleik sinn gegn Andy Murray á Cincinnati-mótinu fyrir skömmu vegna meiðsla á öxl. Öxlin virtist þó í toppstandi gegn Niland í gær þær 44 mínútur sem leikurinn varði. Spánverjinn Rafael Nadal, sem á titil að verja, lagði Andrey Golubev frá Kasakstan í þremur settum; 6-3, 7-6 og 7-5. Eins og tölurnar gefa til kynna þurfti Nadal, næstefstur á heimslistanum, að hafa fyrir hlutunum. Úrslitin í fyrstu umferð mótsins hafa flest verið eftir bókinni bæði í karla- og kvennaflokki. Caroline Wozniacki vann öruggan sigur á Nuriu Llagostera Vives frá Spáni 6-3 og 6-1. Daninn, sem vermir efsta sæti heimslistans, hefur enn ekki unnið sigur á risamóti í íþróttinni. Serena Williams, sem röðuð er númer 28 í mótið enda nýkominn á völlinn eftir langa fjarveru vegna meiðsla, vann sannfærandi sigur gegn Serbanum Bojönu Jovanovski 6-1 og 6-1. Li Na frá Kína, sigurvegari á Opna franska meistaramótinu fyrr á árinu, datt úr leik eftir 6-2, 7-5 tap gegn Simonu Halep frá Rúmeníu. Úrslitin eru þau óvæntustu á mótinu til þessa. „Tilfinningin er hrikaleg. Tvö ár í röð hef ég dottið út í fyrstu umferð á mótinu,“ sagði Na við fjölmiðla. Erlendar Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Norris með aðra höndina á titlinum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Novak Djokovic, efsti maður heimslistans í tennis, er kominn í 2. umferð á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Það tók Djokovic aðeins 44 mínútur að leggja Írann Conor Niland að velli í nótt en sá síðarnefndi þurfti að gefa leikinn vegna veikinda þegar staðan var 6-0, 5-1 Serbanum í vil. Djokovic er eflaust feginn hversu lítið hann þurfti að beita sér í sínum fyrsta leik. Serbinn þurfti að gefa úrslitaleik sinn gegn Andy Murray á Cincinnati-mótinu fyrir skömmu vegna meiðsla á öxl. Öxlin virtist þó í toppstandi gegn Niland í gær þær 44 mínútur sem leikurinn varði. Spánverjinn Rafael Nadal, sem á titil að verja, lagði Andrey Golubev frá Kasakstan í þremur settum; 6-3, 7-6 og 7-5. Eins og tölurnar gefa til kynna þurfti Nadal, næstefstur á heimslistanum, að hafa fyrir hlutunum. Úrslitin í fyrstu umferð mótsins hafa flest verið eftir bókinni bæði í karla- og kvennaflokki. Caroline Wozniacki vann öruggan sigur á Nuriu Llagostera Vives frá Spáni 6-3 og 6-1. Daninn, sem vermir efsta sæti heimslistans, hefur enn ekki unnið sigur á risamóti í íþróttinni. Serena Williams, sem röðuð er númer 28 í mótið enda nýkominn á völlinn eftir langa fjarveru vegna meiðsla, vann sannfærandi sigur gegn Serbanum Bojönu Jovanovski 6-1 og 6-1. Li Na frá Kína, sigurvegari á Opna franska meistaramótinu fyrr á árinu, datt úr leik eftir 6-2, 7-5 tap gegn Simonu Halep frá Rúmeníu. Úrslitin eru þau óvæntustu á mótinu til þessa. „Tilfinningin er hrikaleg. Tvö ár í röð hef ég dottið út í fyrstu umferð á mótinu,“ sagði Na við fjölmiðla.
Erlendar Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Norris með aðra höndina á titlinum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira