Björgólfur: Hvers vegna eru ekki fleiri gjaldþrota? 8. september 2011 10:21 Björgólfur Thor í London, þar sem hann starfar sem fjárfestir. „Einkavæðing bankanna árið 2002 var veikburða ferli og sýktist af pólitík. Það var röng ákvörðun að einkavæða báða ríkisbankana á sama tíma," segir Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir, í erindi sem hann hélt á málþingi í Kaupmannahöfn á vegum danska viðskiptablaðsins Börsen og Norðurlanda í brennidepli. Erindið flutti hann í gær ásamt Lars Christensen, yfirmanni greiningardeildar Danske Bank og Helga Hjörvar, alþingismanni og formanni efnahags- og skattanefndar Alþingis, en þar spyr hann meðal annars hvernig það geti verið að aðeins þrír áberandi fjárfestar hafi orðið gjaldþrota. Í erindi Björgólfs, sem hann birtir á heimasíðu sinni, segir hann einkavæðingarferli bankanna hafa verið „sýkt af pólitík". Hann segir meðal mistaka þáverandi ríkisstjórnar, sem samanstóð af Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokki, hafi verið að krefjast ekki hærra eiginfjárhlutfalls til að tryggja fjárhagslega sterkari kaupendur. Um afleiðingar þess að krefjast ekki hærra eiginfjárhlutfall skrifar Björgólfur: „Til að halda mikilvægum aðilum ánægðum ákvað ríkisstjórnin að selja báða bankana á sama tíma og um leið var ákveðið að fara ekki fram á hátt eiginfjárhlutfall. Þetta var gert til að liðka fyrir fjárvana, pólitískum bandamönnum, sem gátu nýtt pólitísk tengsl sín til að fá lán fyrir bankanum. Salan á Landsbankanum varð að forskrift fyrir sölu á Búnaðarbankanum". Björgólfur segist hafa haft ýmislegt við ferlið að athuga á sínum tíma. „ Ég velti fyrir mér að hætta við kaupin og ég hefði átt að ganga á brott þegar ég áttaði mig á að verið var að hagræða ferlinu, til hagsbóta fyrir meinta kaupendur Búnaðarbankans. En ég ýtti eigin efasemdum frá mér og það reyndust mestu mistök sem ég hef gert," skrifar Björgólfur, sem var meðal eiganda Landsbankans þegar bankinn fór á hausinn í bankahruninu veturinn 2008. Björgólfur setur líka spurningamerki um eftirleik hrunsins. Hann spyr: „Hvernig stendur á því að þeir sem voru mest áberandi eru ekki gjaldþrota? Aðeins þrír þeirra hafa lýst yfir gjaldþroti; báðir fyrrum viðskiptafélagar mínir í Landsbanka og einn framkvæmdastjóri hjá Baugi. Það er allt og sumt. Enginn annar, ekki einn af öllum þeim sem skulduðu sem mest í Kaupþingi, Glitni og Landsbanka, aðeins þessir þrír. Hvers vegna? Er þetta eðlilegt?" Erindi Björgólfs er hægt að lesa hér. Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
„Einkavæðing bankanna árið 2002 var veikburða ferli og sýktist af pólitík. Það var röng ákvörðun að einkavæða báða ríkisbankana á sama tíma," segir Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir, í erindi sem hann hélt á málþingi í Kaupmannahöfn á vegum danska viðskiptablaðsins Börsen og Norðurlanda í brennidepli. Erindið flutti hann í gær ásamt Lars Christensen, yfirmanni greiningardeildar Danske Bank og Helga Hjörvar, alþingismanni og formanni efnahags- og skattanefndar Alþingis, en þar spyr hann meðal annars hvernig það geti verið að aðeins þrír áberandi fjárfestar hafi orðið gjaldþrota. Í erindi Björgólfs, sem hann birtir á heimasíðu sinni, segir hann einkavæðingarferli bankanna hafa verið „sýkt af pólitík". Hann segir meðal mistaka þáverandi ríkisstjórnar, sem samanstóð af Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokki, hafi verið að krefjast ekki hærra eiginfjárhlutfalls til að tryggja fjárhagslega sterkari kaupendur. Um afleiðingar þess að krefjast ekki hærra eiginfjárhlutfall skrifar Björgólfur: „Til að halda mikilvægum aðilum ánægðum ákvað ríkisstjórnin að selja báða bankana á sama tíma og um leið var ákveðið að fara ekki fram á hátt eiginfjárhlutfall. Þetta var gert til að liðka fyrir fjárvana, pólitískum bandamönnum, sem gátu nýtt pólitísk tengsl sín til að fá lán fyrir bankanum. Salan á Landsbankanum varð að forskrift fyrir sölu á Búnaðarbankanum". Björgólfur segist hafa haft ýmislegt við ferlið að athuga á sínum tíma. „ Ég velti fyrir mér að hætta við kaupin og ég hefði átt að ganga á brott þegar ég áttaði mig á að verið var að hagræða ferlinu, til hagsbóta fyrir meinta kaupendur Búnaðarbankans. En ég ýtti eigin efasemdum frá mér og það reyndust mestu mistök sem ég hef gert," skrifar Björgólfur, sem var meðal eiganda Landsbankans þegar bankinn fór á hausinn í bankahruninu veturinn 2008. Björgólfur setur líka spurningamerki um eftirleik hrunsins. Hann spyr: „Hvernig stendur á því að þeir sem voru mest áberandi eru ekki gjaldþrota? Aðeins þrír þeirra hafa lýst yfir gjaldþroti; báðir fyrrum viðskiptafélagar mínir í Landsbanka og einn framkvæmdastjóri hjá Baugi. Það er allt og sumt. Enginn annar, ekki einn af öllum þeim sem skulduðu sem mest í Kaupþingi, Glitni og Landsbanka, aðeins þessir þrír. Hvers vegna? Er þetta eðlilegt?" Erindi Björgólfs er hægt að lesa hér.
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira