Björgólfur: Hvers vegna eru ekki fleiri gjaldþrota? 8. september 2011 10:21 Björgólfur Thor í London, þar sem hann starfar sem fjárfestir. „Einkavæðing bankanna árið 2002 var veikburða ferli og sýktist af pólitík. Það var röng ákvörðun að einkavæða báða ríkisbankana á sama tíma," segir Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir, í erindi sem hann hélt á málþingi í Kaupmannahöfn á vegum danska viðskiptablaðsins Börsen og Norðurlanda í brennidepli. Erindið flutti hann í gær ásamt Lars Christensen, yfirmanni greiningardeildar Danske Bank og Helga Hjörvar, alþingismanni og formanni efnahags- og skattanefndar Alþingis, en þar spyr hann meðal annars hvernig það geti verið að aðeins þrír áberandi fjárfestar hafi orðið gjaldþrota. Í erindi Björgólfs, sem hann birtir á heimasíðu sinni, segir hann einkavæðingarferli bankanna hafa verið „sýkt af pólitík". Hann segir meðal mistaka þáverandi ríkisstjórnar, sem samanstóð af Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokki, hafi verið að krefjast ekki hærra eiginfjárhlutfalls til að tryggja fjárhagslega sterkari kaupendur. Um afleiðingar þess að krefjast ekki hærra eiginfjárhlutfall skrifar Björgólfur: „Til að halda mikilvægum aðilum ánægðum ákvað ríkisstjórnin að selja báða bankana á sama tíma og um leið var ákveðið að fara ekki fram á hátt eiginfjárhlutfall. Þetta var gert til að liðka fyrir fjárvana, pólitískum bandamönnum, sem gátu nýtt pólitísk tengsl sín til að fá lán fyrir bankanum. Salan á Landsbankanum varð að forskrift fyrir sölu á Búnaðarbankanum". Björgólfur segist hafa haft ýmislegt við ferlið að athuga á sínum tíma. „ Ég velti fyrir mér að hætta við kaupin og ég hefði átt að ganga á brott þegar ég áttaði mig á að verið var að hagræða ferlinu, til hagsbóta fyrir meinta kaupendur Búnaðarbankans. En ég ýtti eigin efasemdum frá mér og það reyndust mestu mistök sem ég hef gert," skrifar Björgólfur, sem var meðal eiganda Landsbankans þegar bankinn fór á hausinn í bankahruninu veturinn 2008. Björgólfur setur líka spurningamerki um eftirleik hrunsins. Hann spyr: „Hvernig stendur á því að þeir sem voru mest áberandi eru ekki gjaldþrota? Aðeins þrír þeirra hafa lýst yfir gjaldþroti; báðir fyrrum viðskiptafélagar mínir í Landsbanka og einn framkvæmdastjóri hjá Baugi. Það er allt og sumt. Enginn annar, ekki einn af öllum þeim sem skulduðu sem mest í Kaupþingi, Glitni og Landsbanka, aðeins þessir þrír. Hvers vegna? Er þetta eðlilegt?" Erindi Björgólfs er hægt að lesa hér. Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
„Einkavæðing bankanna árið 2002 var veikburða ferli og sýktist af pólitík. Það var röng ákvörðun að einkavæða báða ríkisbankana á sama tíma," segir Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir, í erindi sem hann hélt á málþingi í Kaupmannahöfn á vegum danska viðskiptablaðsins Börsen og Norðurlanda í brennidepli. Erindið flutti hann í gær ásamt Lars Christensen, yfirmanni greiningardeildar Danske Bank og Helga Hjörvar, alþingismanni og formanni efnahags- og skattanefndar Alþingis, en þar spyr hann meðal annars hvernig það geti verið að aðeins þrír áberandi fjárfestar hafi orðið gjaldþrota. Í erindi Björgólfs, sem hann birtir á heimasíðu sinni, segir hann einkavæðingarferli bankanna hafa verið „sýkt af pólitík". Hann segir meðal mistaka þáverandi ríkisstjórnar, sem samanstóð af Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokki, hafi verið að krefjast ekki hærra eiginfjárhlutfalls til að tryggja fjárhagslega sterkari kaupendur. Um afleiðingar þess að krefjast ekki hærra eiginfjárhlutfall skrifar Björgólfur: „Til að halda mikilvægum aðilum ánægðum ákvað ríkisstjórnin að selja báða bankana á sama tíma og um leið var ákveðið að fara ekki fram á hátt eiginfjárhlutfall. Þetta var gert til að liðka fyrir fjárvana, pólitískum bandamönnum, sem gátu nýtt pólitísk tengsl sín til að fá lán fyrir bankanum. Salan á Landsbankanum varð að forskrift fyrir sölu á Búnaðarbankanum". Björgólfur segist hafa haft ýmislegt við ferlið að athuga á sínum tíma. „ Ég velti fyrir mér að hætta við kaupin og ég hefði átt að ganga á brott þegar ég áttaði mig á að verið var að hagræða ferlinu, til hagsbóta fyrir meinta kaupendur Búnaðarbankans. En ég ýtti eigin efasemdum frá mér og það reyndust mestu mistök sem ég hef gert," skrifar Björgólfur, sem var meðal eiganda Landsbankans þegar bankinn fór á hausinn í bankahruninu veturinn 2008. Björgólfur setur líka spurningamerki um eftirleik hrunsins. Hann spyr: „Hvernig stendur á því að þeir sem voru mest áberandi eru ekki gjaldþrota? Aðeins þrír þeirra hafa lýst yfir gjaldþroti; báðir fyrrum viðskiptafélagar mínir í Landsbanka og einn framkvæmdastjóri hjá Baugi. Það er allt og sumt. Enginn annar, ekki einn af öllum þeim sem skulduðu sem mest í Kaupþingi, Glitni og Landsbanka, aðeins þessir þrír. Hvers vegna? Er þetta eðlilegt?" Erindi Björgólfs er hægt að lesa hér.
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira