Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum hefur meinað fyrrum frjálsíþróttakappanum Carl Lewis að bjóða sig fram í kosningum til öldungadeildar New Jersey-fylkis.
Lewis hugði bjóða sig fram fyrir Demókrataflokkinn en frambjóðendur þurfa hins vegar að hafa verið til heimilis í fylkinu í fjögur ár til að geta gefið kost á sér. Dómstólinn úrskurðaði að Lewis uppfyllti ekki þau skilyrði.
Lewis ætlar þó ekki að leggja árar í bót og hyggst áfrýja dómnum. Hann er uppalinn í New Jersey en sótti háskóla í Texas og fluttist svo til Kaliforníu. Hann hefur átt heimili í New Jersey síðan 2005 en einnig greitt skatta í Kaliforníu, þar sem hann kaus síðast árið 2009.
Demókratar eiga á brattann að sækja í New Jersey og voru miklar vonir bundnar við framboð Lewis.
Lewis er einn frægasti íþróttamaður Bandaríkjanna frá upphafi en hann vann alls níu gullverðlaun á Ólympíuleikum á ferlinum.
