Hjörtur Logi: Ætla að vinna mér fast sæti í landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2011 10:30 Hjörtur Logi Valgarðsson. Mynd/Vilhelm Hjörtur Logi Valgarðsson átti flottan leik þegar Ísland tapaði á móti Norðmönnum í Osló á föstudaginn var en Ólafur Jóhannesson gaf honum þá sitt fyrsta tækifæri í alvöru landsleik. „Þetta var allt í lagi hjá okkur. Við spiluðum fínan varnarleik en það vantaði upp á við þorðum að halda boltanum og spila honum. Ég er sáttur með að fá tækifærið og tel mig hafa staðið mig þokkalega þarna," segir Hjörtur Logi. „Ég er búin að vera í 21 árs landsliðinu og nú er næsta skrefið að komast upp í A-landsliðið. Það er búið að vera markmiðið hjá mér að komast upp í A-landsliðið og það var mjög fínt að fá þetta tækifæri. Nú er bara að halda áfram og reyna að festa mig í þessari stöðu," segir Hjörtur en íslenska liðið mætir Kýpur í kvöld sem er síðasti heimaleikur liðsins í undankeppni EM 2012. „Kýpverjarnir eru ekki með neitt slakt lið og þeir eru mjög öflugir. Við þurfum að eiga mjög góðan leik til að vinna þá hérna. Við þurfum að leggja okkur alla fram. Þeir eru engin sýnd veiði. Við þurfum að fá hundrað prósent framlag frá hverjum einasta leikmanni til þess að vinna þennan leik," segir Hjörtur sem fær vonandi að koma eitthvað meira fram á völlinn í kvöld en í leiknum í Osló. „Við ætlum að reyna að leggja upp með það að spila aðeins meiri sóknarleik, reyna að halda boltanum og spila honum á milli. Það vantaði á móti Norðmönnum en við ættum að fá fleiri tækifæri til þess á morgun sérstaklega þar sem við erum á heimavelli. Vonandi fær maður aðeins meiri þátt í sóknarleiknum," segir Hjörtur Logi og bætir við: „Kýpur er með sterkt lið og það má ekkert vanmeta þá. Við verðum að eiga mjög góðan leik til að vinna þá. Þetta fer að verða síðasta tækifærið til þess að vinna leik í þessum riðli. Við eigum síðan eftir útileik á móti Portúgölum þannig að þetta er nánast síðasti möguleikinn til þess að vinna leik. Ég held að allir séu mjög einbeittir og vilji virkilega vinna einn leik í þessum riðli aðeins til að lyfta upp ímyndinni hjá landsliðinu," segir Hjörtur Logi. Hjörtur Logi kemur fullur sjálfstraust en hann hefur verið að standa sig vel með sænska liðinu IFK Gautaborg. „Það hefur gengið vel í Svíþjóð og ég nýti mér það. Ég er reynslumeiri og tel mig hafa bætt mig mikið þar. Ég set stefnuna á að vinna mér fast sæti í vinstri bakverðinum í landsliðinu," sagði Hjörtur Logi að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Fleiri fréttir Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Sjá meira
Hjörtur Logi Valgarðsson átti flottan leik þegar Ísland tapaði á móti Norðmönnum í Osló á föstudaginn var en Ólafur Jóhannesson gaf honum þá sitt fyrsta tækifæri í alvöru landsleik. „Þetta var allt í lagi hjá okkur. Við spiluðum fínan varnarleik en það vantaði upp á við þorðum að halda boltanum og spila honum. Ég er sáttur með að fá tækifærið og tel mig hafa staðið mig þokkalega þarna," segir Hjörtur Logi. „Ég er búin að vera í 21 árs landsliðinu og nú er næsta skrefið að komast upp í A-landsliðið. Það er búið að vera markmiðið hjá mér að komast upp í A-landsliðið og það var mjög fínt að fá þetta tækifæri. Nú er bara að halda áfram og reyna að festa mig í þessari stöðu," segir Hjörtur en íslenska liðið mætir Kýpur í kvöld sem er síðasti heimaleikur liðsins í undankeppni EM 2012. „Kýpverjarnir eru ekki með neitt slakt lið og þeir eru mjög öflugir. Við þurfum að eiga mjög góðan leik til að vinna þá hérna. Við þurfum að leggja okkur alla fram. Þeir eru engin sýnd veiði. Við þurfum að fá hundrað prósent framlag frá hverjum einasta leikmanni til þess að vinna þennan leik," segir Hjörtur sem fær vonandi að koma eitthvað meira fram á völlinn í kvöld en í leiknum í Osló. „Við ætlum að reyna að leggja upp með það að spila aðeins meiri sóknarleik, reyna að halda boltanum og spila honum á milli. Það vantaði á móti Norðmönnum en við ættum að fá fleiri tækifæri til þess á morgun sérstaklega þar sem við erum á heimavelli. Vonandi fær maður aðeins meiri þátt í sóknarleiknum," segir Hjörtur Logi og bætir við: „Kýpur er með sterkt lið og það má ekkert vanmeta þá. Við verðum að eiga mjög góðan leik til að vinna þá. Þetta fer að verða síðasta tækifærið til þess að vinna leik í þessum riðli. Við eigum síðan eftir útileik á móti Portúgölum þannig að þetta er nánast síðasti möguleikinn til þess að vinna leik. Ég held að allir séu mjög einbeittir og vilji virkilega vinna einn leik í þessum riðli aðeins til að lyfta upp ímyndinni hjá landsliðinu," segir Hjörtur Logi. Hjörtur Logi kemur fullur sjálfstraust en hann hefur verið að standa sig vel með sænska liðinu IFK Gautaborg. „Það hefur gengið vel í Svíþjóð og ég nýti mér það. Ég er reynslumeiri og tel mig hafa bætt mig mikið þar. Ég set stefnuna á að vinna mér fast sæti í vinstri bakverðinum í landsliðinu," sagði Hjörtur Logi að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Fleiri fréttir Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki