Djokovic fór illa með Berlocq Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. september 2011 11:30 Efsti maður heimslistans, Novak Djokovic, var í banastuði á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í nóttþegar hann lagði Argentínumanninn Carlos Berlocq í þremur settum 6-0, 6-0 og 6-2. Spilamennska Djokovic þótti á köflum svo góð að áhorfendur vorkenndu Berlocq sem spilaði afar vel en átti ekki möguleika gegn sjóðandi heitum Serbanum. „Tvö fyrstu settin voru fullkomin. Ég gæti ekki spilað betur. Ég svaraði öllum skotum hans, ég kláraði stigin þegar þess þurfti og vann mörg stig þar sem hann átti ekkert svar við skotum mínum. Uppgjöfin var í lagi og svör mín við uppgjöfum hans voru frábær,“ sagði Serbinn að leik loknum. Litlu munaði að Berlocq yrði fyrsti keppandinn í 24 ár til þess að tapa leik án þess að vinna lotu. Argentínumaðurinn, sem er númer 74 á heimslistanum, náði að bjarga andlitinu og vinna tvær lotur í lokasettinu. „Ég vorkenndi honum á köflum í þriðja settinu því hann reyndi eins og hann gat að komast aftur inn í leikinn. Ég verð að virða hann fyrir að hafa reynt,“ sagði Djokovic sem kominn er í 3. umferð mótsins. Í myndbandinu má sjá baráttu Djokovic og Berlocq um stig í leiknum. Svo virðist sem Djokovic sé hreinlega að leika sér að Berlocq. Roger Federer er einnig kominn í 3. umferð eftir öruggan sigur á Dudi Sela frá Ísrael 6-3, 6-2 og 6-2. Federer hefur fimm sinnum staðið uppi sem sigurvegari á mótinu. Erlendar Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Sjá meira
Efsti maður heimslistans, Novak Djokovic, var í banastuði á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í nóttþegar hann lagði Argentínumanninn Carlos Berlocq í þremur settum 6-0, 6-0 og 6-2. Spilamennska Djokovic þótti á köflum svo góð að áhorfendur vorkenndu Berlocq sem spilaði afar vel en átti ekki möguleika gegn sjóðandi heitum Serbanum. „Tvö fyrstu settin voru fullkomin. Ég gæti ekki spilað betur. Ég svaraði öllum skotum hans, ég kláraði stigin þegar þess þurfti og vann mörg stig þar sem hann átti ekkert svar við skotum mínum. Uppgjöfin var í lagi og svör mín við uppgjöfum hans voru frábær,“ sagði Serbinn að leik loknum. Litlu munaði að Berlocq yrði fyrsti keppandinn í 24 ár til þess að tapa leik án þess að vinna lotu. Argentínumaðurinn, sem er númer 74 á heimslistanum, náði að bjarga andlitinu og vinna tvær lotur í lokasettinu. „Ég vorkenndi honum á köflum í þriðja settinu því hann reyndi eins og hann gat að komast aftur inn í leikinn. Ég verð að virða hann fyrir að hafa reynt,“ sagði Djokovic sem kominn er í 3. umferð mótsins. Í myndbandinu má sjá baráttu Djokovic og Berlocq um stig í leiknum. Svo virðist sem Djokovic sé hreinlega að leika sér að Berlocq. Roger Federer er einnig kominn í 3. umferð eftir öruggan sigur á Dudi Sela frá Ísrael 6-3, 6-2 og 6-2. Federer hefur fimm sinnum staðið uppi sem sigurvegari á mótinu.
Erlendar Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Sjá meira