Björn Bergmann: Miklu skemmtilegra að skora sjálfur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2011 20:15 Strákarnir fagna hér Birni Bergmann Sigurðarsyni eftir fyrra markið hans. Mynd/Vilhem Björn Bergmann Sigurðarson var hetja íslenska 21 árs landsliðsins í 2-1 sigri á Belgum á Vodafonevellinum í kvöld en þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2013. Björn Bergmann skoraði bæði mörkin þar af sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok. „Það var alveg geðveikt að byrja fyrsta leikinn svona og að ná að skora tvö mörk þótt að aðalatriðið hafi verið að vinna leikinn," sagði Björn Bergmann Sigurðarson, ánægður í leikslok. „Við duttum svolítið djúpt í seinni hálfleik sem við áttum ekki að gera en það virkaði á endanum reyndar. Það var þvílíkur léttir þegar markið kom," sagði Björn Bergmann sem hafði fengið mjög gott færi nokkru áður. „Ég ætlaði þá að setja hann undir markvörðinn en hann bara settist á hann," sagði Björn Bergmann sem bætti fyrir það með því að skora sigurmarkið úr öðru svipuðu færi. „Við ætluðum að gefa allt í þetta, halda boltanum og spila honum. Ef að það væri eitthvað vesen þá áttu menn að dúndra honum upp völlinn og við áttum síðan að reyna að vinna boltana frammi," sagði Björn Bergmann. „Við sem vorum frammi gerðum okkar besta í því að ógna með hlaupum allan tímann," sagði Björn Bergmann og það var einmitt eitt slíkt sem skilaði sigurmarkinu í lokin. Björn Bergmann var aðeins einn af þremur leikmönnum í liðinu í dag sem var með í úrslitakeppni EM í Danmörku í sumar. „Það er alveg bókað að við ætlum í annað ævintýri í þessari keppni. Þetta eru frábærir strákar og þeir eru ekkert síðri heldur en hinn hópurinn. Við reynum að fara að fara alla leið," sagði Björn Bergmann og hann var ánægður með mörkin sín. „Ég er ekki búinn að vera að skora mikið með félagsliðinu mínu og var ekki búinn að skora í síðustu fimm leikjum. Það komu tvö núna og það er alveg geðveikt," sagði Björn Bergmann sem hefur þó lagt upp ófá mörkin fyrir félaga sína í Lilleström í sumar. „Það telur líka en það er miklu skemmtilegra að skora sjálfur," sagði Björn Bergmann léttur að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Sjá meira
Björn Bergmann Sigurðarson var hetja íslenska 21 árs landsliðsins í 2-1 sigri á Belgum á Vodafonevellinum í kvöld en þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2013. Björn Bergmann skoraði bæði mörkin þar af sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok. „Það var alveg geðveikt að byrja fyrsta leikinn svona og að ná að skora tvö mörk þótt að aðalatriðið hafi verið að vinna leikinn," sagði Björn Bergmann Sigurðarson, ánægður í leikslok. „Við duttum svolítið djúpt í seinni hálfleik sem við áttum ekki að gera en það virkaði á endanum reyndar. Það var þvílíkur léttir þegar markið kom," sagði Björn Bergmann sem hafði fengið mjög gott færi nokkru áður. „Ég ætlaði þá að setja hann undir markvörðinn en hann bara settist á hann," sagði Björn Bergmann sem bætti fyrir það með því að skora sigurmarkið úr öðru svipuðu færi. „Við ætluðum að gefa allt í þetta, halda boltanum og spila honum. Ef að það væri eitthvað vesen þá áttu menn að dúndra honum upp völlinn og við áttum síðan að reyna að vinna boltana frammi," sagði Björn Bergmann. „Við sem vorum frammi gerðum okkar besta í því að ógna með hlaupum allan tímann," sagði Björn Bergmann og það var einmitt eitt slíkt sem skilaði sigurmarkinu í lokin. Björn Bergmann var aðeins einn af þremur leikmönnum í liðinu í dag sem var með í úrslitakeppni EM í Danmörku í sumar. „Það er alveg bókað að við ætlum í annað ævintýri í þessari keppni. Þetta eru frábærir strákar og þeir eru ekkert síðri heldur en hinn hópurinn. Við reynum að fara að fara alla leið," sagði Björn Bergmann og hann var ánægður með mörkin sín. „Ég er ekki búinn að vera að skora mikið með félagsliðinu mínu og var ekki búinn að skora í síðustu fimm leikjum. Það komu tvö núna og það er alveg geðveikt," sagði Björn Bergmann sem hefur þó lagt upp ófá mörkin fyrir félaga sína í Lilleström í sumar. „Það telur líka en það er miklu skemmtilegra að skora sjálfur," sagði Björn Bergmann léttur að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki