Landsliðið í andspyrnu tapaði fyrir Norðmönnum Stefán Árni Pálsson skrifar 11. september 2011 17:45 Frá leik Íslands og Noregs í andspyrnu í gær. Mynd. / andspyrna.is Íslenska landsliðið í andspyrnu þurfti að lúta í gras fyrir því norska í gær en leikurinn fór fram á Tungubakkavelli í Mosfellsbæ. Andspyrna hefur sprottið upp hér á Íslandi að undanförnu en um er að ræða ástralskan fótbolta. Um var að ræða fyrsta landsleikinn í andspyrnu á íslenskri grundu en landslið Íslands hefur áður tekið þátt í tveimur alþjóðlegum mótum erlendis. Ísland byrjaði leikinn í gær betur og skoraði fyrsta markið. Gestirnir svöruðu um hæl og komust síðan yfir stuttu síðar. Í hálfleik munaði aðeins þremur mörkum, en þegar upp var staðið unnu Norðmenn sannfærandi sigur með 61 stigi gegn 28. Norska liðið er mest megnis skipað af brottfluttum Áströlum sem eru búsettir í Noregi og því er þetta feikna sterkt lið á Evrópskum mælikvarða. Andspyrna hefur verið stunduð hér á landi síðastliðin tvö ár og er í mikilli sókn. Eyjólfur Bjarni Sigurjónsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var nokkuð ánægður með leik sinna manna í gær en ekki svo sáttur við úrslitin. „Þetta var frábær skemmtun þar sem við náðum oft á tíðum að sýna ágætis leik og veita norska liðinu harða keppni“. „Það kom þó í ljós mikill styrkleikamunur í síðari hálfleik þegar þeir sigu fram úr okkur og kláruðu leikinn örugglega,“ sagði Eyjólfur við vefsíðuna andspyrna.is eftir leikinn í gær. Innlendar Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Fleiri fréttir De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Sjá meira
Íslenska landsliðið í andspyrnu þurfti að lúta í gras fyrir því norska í gær en leikurinn fór fram á Tungubakkavelli í Mosfellsbæ. Andspyrna hefur sprottið upp hér á Íslandi að undanförnu en um er að ræða ástralskan fótbolta. Um var að ræða fyrsta landsleikinn í andspyrnu á íslenskri grundu en landslið Íslands hefur áður tekið þátt í tveimur alþjóðlegum mótum erlendis. Ísland byrjaði leikinn í gær betur og skoraði fyrsta markið. Gestirnir svöruðu um hæl og komust síðan yfir stuttu síðar. Í hálfleik munaði aðeins þremur mörkum, en þegar upp var staðið unnu Norðmenn sannfærandi sigur með 61 stigi gegn 28. Norska liðið er mest megnis skipað af brottfluttum Áströlum sem eru búsettir í Noregi og því er þetta feikna sterkt lið á Evrópskum mælikvarða. Andspyrna hefur verið stunduð hér á landi síðastliðin tvö ár og er í mikilli sókn. Eyjólfur Bjarni Sigurjónsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var nokkuð ánægður með leik sinna manna í gær en ekki svo sáttur við úrslitin. „Þetta var frábær skemmtun þar sem við náðum oft á tíðum að sýna ágætis leik og veita norska liðinu harða keppni“. „Það kom þó í ljós mikill styrkleikamunur í síðari hálfleik þegar þeir sigu fram úr okkur og kláruðu leikinn örugglega,“ sagði Eyjólfur við vefsíðuna andspyrna.is eftir leikinn í gær.
Innlendar Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Fleiri fréttir De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Sjá meira