Chelsea gerði jafntefli á Spáni en Arsenal vann - öll úrslit kvöldsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. september 2011 16:07 Juan Mata sækir gegn sínum gömlu félögum í Valencia í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Chelsea og Valencia gerðu í kvöld 1-1 jafntefli í Meistaradeild Evrópu en Arsenal vann kærkominn sigur á Olympiakos á heimavelli sínum, 2-1. Barcelona og AC Milan unnu bæði þægilega sigra í H-riðli en Þýskalandsmeistarar Dortmund lentu í miklum vandræðum í Frakklandi þar sem liðið steinlá fyrir Marseille, 3-0. Fyrri hálfleikur Chelsea og Valencia olli vonbrigðum en bæði lið fengu þó bæði sín færi. Chelsea byrjaði svo mun betur í síðari hálfleik og var það aðeins markverðinum Diego Alves að þakka að Chelsea komst ekki yfir. Alves varði glæsilega í tvígang frá Fernando Torres sem og Ramires. En hann gat þó ekki komið í veg fyrir hnitmiðað skot Frank Lampard sem kom Chelsea yfir á 56. mínútu eftir fyrirgjöf Florent Malouda. Valencia sótti í sig veðrið eftir þetta og uppskáru sanngjarnt jöfnunarmark þegar að hendi var dæmd á varamanninn Salomon Kalou, sem var þá nýkominn inn á fyrir Frank Lampard. Roberto Soldado skoraði úr vítspyrnunni. Nicolas Anelka fékk svo dauðafæri til að tryggja Chelsea sigurinn en enn og aftur var markvörður Valencia, Diego Alves, vel á verði. Þegar dómari leiksins, Nicola Rizzoli frá Ítalíu, flautaði leikinn af voru leikmenn Chelsea afar ósáttir þar sem þeir áttu þá eftir að taka aukaspyrnu á vallarhelmingi Valencia. Fengu þeir Juan Mata, sem var að spila á sínum gamla heimavelli í kvöld, og Ashley Cole að líta gula spjaldið fyrir mótmæli sín. Arsenal vann nauman sigur á Olympiakos frá Grikklandi en öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. Alex Oxlade-Chamberlain kom liðinu yfir í upphafi leiks en André Santos tvöfaldaði forystuna stuttu síðar. Grikkirnir létu þó líka mikið að sér kveða en Mikel Arteta náði að verja á marklínu Arsenal í stöðunni 1-0. Þeir náðu svo að minnka muninn með marki David Fuster á 27. mínútu eftir slakan varnarleik hjá heimamönnum. Bæði lið héldu áfram að sækja eftir þetta en ekki urðu mörkin fleiri. Síðari hálfleikur reyndist ekki eins fjörlegur og var Arsene Wenger, stjóra Arsenal sem var í banni í kvöld, greinilega létt í leikslok. Zlatan Ibrahimovic lék með AC Milan á ný eftir meiðsli í kvöld og skoraði ásamt Antonio Cassano í 2-0 sigri á Viktoria Plzen. Þá fóru Börsungar hamförum í Hvíta-Rússlandi með 5-0 sigri á BATE Borisov þar sem Lionel Messi skoraði tvö mörk.Úrslit og markaskorarar kvöldsins:E-riðill:Valencia - Chelsea 1-1 0-1 Frank Lampard (56.), 1-1 Roberto Soldado, víti (87.).Bayer Leverkusen - Genk 2-0 1-0 Lars Bender (30.), 2-0 Michael Ballack (91.).F-riðill:Arsenal - Olympiacos 2-1 1-0 Alex Oxlade-Chamberlain (8.), 2-0 André Santos (20.), 2-1 David Fuster (27.).Marseille - Dortmund 3-0 1-0 André Ayew (20.), 2-0 Loïc Rémy (62.), 3-0 André Ayew, víti (69.).G-riðill:Zenit - Porto 3-1 0-1 James Rodriguez (10.), 1-1 Roman Shirokov (20.), 2-1 Roman Shirokov (63.), 3-1 Danny (72.).Shakhtar Donetsk - Apoel Nicosia 1-1 1-0 Ivan Trickovski (61.), 2-0 Jadson (64.)H-riðill:Bate Borisov - Barcelona 0-2 0-1 Aleksandr Volodko, sjálfsmark (19.), 0-2 Pedro (22.), 0-3 Lionel Messi (38.), 0-4 Lionel Messi (55.), 0-5 David Villa (90.).AC Milan - Viktoria Plzen 2-0 1-0 Zlatan Ibrahimovic, víti (53.), 2-0 Antonio Cassano (66.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Chelsea og Valencia gerðu í kvöld 1-1 jafntefli í Meistaradeild Evrópu en Arsenal vann kærkominn sigur á Olympiakos á heimavelli sínum, 2-1. Barcelona og AC Milan unnu bæði þægilega sigra í H-riðli en Þýskalandsmeistarar Dortmund lentu í miklum vandræðum í Frakklandi þar sem liðið steinlá fyrir Marseille, 3-0. Fyrri hálfleikur Chelsea og Valencia olli vonbrigðum en bæði lið fengu þó bæði sín færi. Chelsea byrjaði svo mun betur í síðari hálfleik og var það aðeins markverðinum Diego Alves að þakka að Chelsea komst ekki yfir. Alves varði glæsilega í tvígang frá Fernando Torres sem og Ramires. En hann gat þó ekki komið í veg fyrir hnitmiðað skot Frank Lampard sem kom Chelsea yfir á 56. mínútu eftir fyrirgjöf Florent Malouda. Valencia sótti í sig veðrið eftir þetta og uppskáru sanngjarnt jöfnunarmark þegar að hendi var dæmd á varamanninn Salomon Kalou, sem var þá nýkominn inn á fyrir Frank Lampard. Roberto Soldado skoraði úr vítspyrnunni. Nicolas Anelka fékk svo dauðafæri til að tryggja Chelsea sigurinn en enn og aftur var markvörður Valencia, Diego Alves, vel á verði. Þegar dómari leiksins, Nicola Rizzoli frá Ítalíu, flautaði leikinn af voru leikmenn Chelsea afar ósáttir þar sem þeir áttu þá eftir að taka aukaspyrnu á vallarhelmingi Valencia. Fengu þeir Juan Mata, sem var að spila á sínum gamla heimavelli í kvöld, og Ashley Cole að líta gula spjaldið fyrir mótmæli sín. Arsenal vann nauman sigur á Olympiakos frá Grikklandi en öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. Alex Oxlade-Chamberlain kom liðinu yfir í upphafi leiks en André Santos tvöfaldaði forystuna stuttu síðar. Grikkirnir létu þó líka mikið að sér kveða en Mikel Arteta náði að verja á marklínu Arsenal í stöðunni 1-0. Þeir náðu svo að minnka muninn með marki David Fuster á 27. mínútu eftir slakan varnarleik hjá heimamönnum. Bæði lið héldu áfram að sækja eftir þetta en ekki urðu mörkin fleiri. Síðari hálfleikur reyndist ekki eins fjörlegur og var Arsene Wenger, stjóra Arsenal sem var í banni í kvöld, greinilega létt í leikslok. Zlatan Ibrahimovic lék með AC Milan á ný eftir meiðsli í kvöld og skoraði ásamt Antonio Cassano í 2-0 sigri á Viktoria Plzen. Þá fóru Börsungar hamförum í Hvíta-Rússlandi með 5-0 sigri á BATE Borisov þar sem Lionel Messi skoraði tvö mörk.Úrslit og markaskorarar kvöldsins:E-riðill:Valencia - Chelsea 1-1 0-1 Frank Lampard (56.), 1-1 Roberto Soldado, víti (87.).Bayer Leverkusen - Genk 2-0 1-0 Lars Bender (30.), 2-0 Michael Ballack (91.).F-riðill:Arsenal - Olympiacos 2-1 1-0 Alex Oxlade-Chamberlain (8.), 2-0 André Santos (20.), 2-1 David Fuster (27.).Marseille - Dortmund 3-0 1-0 André Ayew (20.), 2-0 Loïc Rémy (62.), 3-0 André Ayew, víti (69.).G-riðill:Zenit - Porto 3-1 0-1 James Rodriguez (10.), 1-1 Roman Shirokov (20.), 2-1 Roman Shirokov (63.), 3-1 Danny (72.).Shakhtar Donetsk - Apoel Nicosia 1-1 1-0 Ivan Trickovski (61.), 2-0 Jadson (64.)H-riðill:Bate Borisov - Barcelona 0-2 0-1 Aleksandr Volodko, sjálfsmark (19.), 0-2 Pedro (22.), 0-3 Lionel Messi (38.), 0-4 Lionel Messi (55.), 0-5 David Villa (90.).AC Milan - Viktoria Plzen 2-0 1-0 Zlatan Ibrahimovic, víti (53.), 2-0 Antonio Cassano (66.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira