Íslenski boltinn

Það mun ekki vanta Lýsið í stelpurnar okkar í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði tvö mörk á móti Noregi á laugardaginn.
Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði tvö mörk á móti Noregi á laugardaginn. Mynd/Anton
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Belgum á Laugardalsvellinum í kvöld í undankeppni EM 2013 en þetta er þriðji leikur íslensku stelpnanna í riðlinum. Íslenska liðið hefur unnið Búlgaríu og Noreg í fyrstu tveimur leikjum sínum og markatalan er 9-1 Íslandi í vil.

KSÍ segir frá því á heimasíðu sinni í dag að stelpurnar hafi æft í Grindavík í gær og að eftir æfingu hafi allar stelpurnar í liðinu verið leystar út með kraftmikilli gjöf, flösku af Lýsi, sem vafalaust á eftir að koma sér vel fyrir leikinn gegn Belgíu í kvöld.

Leikurinn á Laugardalsvelli hefst kl. 19:30 en miðasala á Laugardalsvelli hefst kl. 16:00.  Það er einnig hægt að kaupa miða á www.midi.is og kostar þúsund krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir sextán ára og yngri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×