Margrét Kara: Náðum að drepa þær í seinni hálfleik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2011 19:32 „Við kláruðum þetta í seinni hálfleik en mér fannst þetta opið í hálfleik. Við náðum að drepa þær í seinni,“ sagði Margrét Kara Sturludóttir sem átti frábæran leik í sigri KR á Keflavík í dag í Meistaraleik KKÍ. „Um leið og við förum að spila góða vörn falla hlutirnir með okkur. Við leggjum upp með að spila sem bestu og grimmustu vörnina og þá kemur hitt allt saman,“ sagði Kara sem 22 stig og tók 10 fráköst. KR-liðið hefur gengið í gegnum miklar breytingar frá því í fyrra. Mikilvægir leikmenn hafa yfirgefið félagið en nýir sterkir leikmenn komnir í stað þeirra. „Við erum stelpur úr öllum áttum og erum ennþá að pússa okkur saman. Þetta lítur bara vel út,“ sagði Kara. Reyana Colson, Bandaríkjamaðurinn í liði KR, átti frábæran leik og virðist falla vel inn í lið Vesturbæinga. „Hún spilaði virkilega vel í kvöld. Þetta er frábær varnarmaður og yndislegt að hafa hana fyrir framan sig að spila vörn. Þá getur maður verið að einbeita sér að stela boltum.“ Colson var afar dugleg fremst á vellinum að pressa unga dripplara Keflavíkur. „Hún (Colson) er auðvitað algjör varnarmaður fyrst og fremst. Þótt hún sé að skora helling er það allt úr stolnum boltum, svolítið eins og Marcus Walker í karlaliðinu í fyrra. Það er lottó að fá svona leikmann,“ sagði Kara sem telur að Keflavíkurstúlkur vanti afgerandi dripplara. Keflavík lagði KR-stúlkur í úrslitum Lengjubikarsins á dögunum. Í dag virkuðu liðin í tveimur gæðaflokkum því yfirburðir KR-stúlkna voru mjög miklir. „Okkur gekk ekki vel þá. Vorum engan ekki tilbúnar, spiluðum nánast enga vörn og tókum engin fráköst. Við komum líka sárar tilbaka og fengum að hefna.“ Kara segir sérstaklega skemmtilegt að leggja Keflavík að velli. „Já, það er náttúrulega gamla liðið mitt. Það er verra að tapa á móti þeim og skemmtilegra að vinna.“ Íslenski körfuboltinn Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Sjá meira
„Við kláruðum þetta í seinni hálfleik en mér fannst þetta opið í hálfleik. Við náðum að drepa þær í seinni,“ sagði Margrét Kara Sturludóttir sem átti frábæran leik í sigri KR á Keflavík í dag í Meistaraleik KKÍ. „Um leið og við förum að spila góða vörn falla hlutirnir með okkur. Við leggjum upp með að spila sem bestu og grimmustu vörnina og þá kemur hitt allt saman,“ sagði Kara sem 22 stig og tók 10 fráköst. KR-liðið hefur gengið í gegnum miklar breytingar frá því í fyrra. Mikilvægir leikmenn hafa yfirgefið félagið en nýir sterkir leikmenn komnir í stað þeirra. „Við erum stelpur úr öllum áttum og erum ennþá að pússa okkur saman. Þetta lítur bara vel út,“ sagði Kara. Reyana Colson, Bandaríkjamaðurinn í liði KR, átti frábæran leik og virðist falla vel inn í lið Vesturbæinga. „Hún spilaði virkilega vel í kvöld. Þetta er frábær varnarmaður og yndislegt að hafa hana fyrir framan sig að spila vörn. Þá getur maður verið að einbeita sér að stela boltum.“ Colson var afar dugleg fremst á vellinum að pressa unga dripplara Keflavíkur. „Hún (Colson) er auðvitað algjör varnarmaður fyrst og fremst. Þótt hún sé að skora helling er það allt úr stolnum boltum, svolítið eins og Marcus Walker í karlaliðinu í fyrra. Það er lottó að fá svona leikmann,“ sagði Kara sem telur að Keflavíkurstúlkur vanti afgerandi dripplara. Keflavík lagði KR-stúlkur í úrslitum Lengjubikarsins á dögunum. Í dag virkuðu liðin í tveimur gæðaflokkum því yfirburðir KR-stúlkna voru mjög miklir. „Okkur gekk ekki vel þá. Vorum engan ekki tilbúnar, spiluðum nánast enga vörn og tókum engin fráköst. Við komum líka sárar tilbaka og fengum að hefna.“ Kara segir sérstaklega skemmtilegt að leggja Keflavík að velli. „Já, það er náttúrulega gamla liðið mitt. Það er verra að tapa á móti þeim og skemmtilegra að vinna.“
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn