Tiger langt frá sínu besta og tapaði fyrir áhugamanni Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 7. október 2011 11:30 Tiger Woods náði sér ekki á strik í gær en að venju var gríðarlegur fjöldi áhorfenda sem fylgdist með kappanum. AP Tiger Woods sýndi enga snilldartakta þegar hann mætti til leiks á ný á PGA mótaröðina í golfi eftir sjö vikna fjarveru vegna meiðsla. Hann lék fyrsta hringinn á Frys.com meistaramótinu á 2 höggum yfir pari eða 73 höggum. Hann er í stórhættu að komast ekki í gegnum niðurskurðin og ef það gerist verður það í fyrsta sinn sem Woods lýkur keppni á eftir tvo hringi á tveimur atvinnumótum í röð.Staðan á mótinu: Woods lék síðast á PGA meistaramótinu sem fram fór um miðjan ágúst og á því stórmóti komst hann ekki áfram eftir tvo hringi. Woods sagði við fréttamenn að hann hefði æft mikið að undanförnu – og leikið 36 holur á dag til þess að komast í leikæfingu. Áhugamaðurinn Patrick Cantlay sem keppir fyrir UCLA háskólann var með Woods í ráshóp og hafði hann betur gegn stórstjörnunni. Cantlay lék á 69 höggum. Fjórir bandarískir kylfingar deila efsta sætinu á fjórum höggum undir pari, 67 höggum. Brendan Steele, Briny Baird, Garrett Willis og Matt Bettencourt. Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods sýndi enga snilldartakta þegar hann mætti til leiks á ný á PGA mótaröðina í golfi eftir sjö vikna fjarveru vegna meiðsla. Hann lék fyrsta hringinn á Frys.com meistaramótinu á 2 höggum yfir pari eða 73 höggum. Hann er í stórhættu að komast ekki í gegnum niðurskurðin og ef það gerist verður það í fyrsta sinn sem Woods lýkur keppni á eftir tvo hringi á tveimur atvinnumótum í röð.Staðan á mótinu: Woods lék síðast á PGA meistaramótinu sem fram fór um miðjan ágúst og á því stórmóti komst hann ekki áfram eftir tvo hringi. Woods sagði við fréttamenn að hann hefði æft mikið að undanförnu – og leikið 36 holur á dag til þess að komast í leikæfingu. Áhugamaðurinn Patrick Cantlay sem keppir fyrir UCLA háskólann var með Woods í ráshóp og hafði hann betur gegn stórstjörnunni. Cantlay lék á 69 höggum. Fjórir bandarískir kylfingar deila efsta sætinu á fjórum höggum undir pari, 67 höggum. Brendan Steele, Briny Baird, Garrett Willis og Matt Bettencourt.
Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira