Eyjólfur: Svekkjandi að gefa þeim þessi mörk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2011 21:56 Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari. MyndAnton Það var alls ekki slæmt hljóðið í Eyjólfi Sverrissyni, þjálfara íslenska 21 árs landsliðsins eftir 0-3 tap á móti Englandi í undankeppni EM 2013 á Laugardalsvellinum í kvöld. „Það er svekkjandi að gefa þeim þessi mörk og það var einbeitingaleysi og klaufaskapur hjá okkur. Ég er ánægður með marga kafla í leiknum, uppspilið var í fínu lagi hjá okkur og við vorum að spila boltanum vel. Okkur vantaði að fá þessi opnu færi og klára sóknirnar," sagði Eyjólfur. „Ég sé margt jákvætt í þessu og það er ekki neitt sem ég er í rauninni ósáttur við nema að fá þessi þrjú mörk á okkur. Ég var að heyra í strákunum áðan og þeim fannst þetta vera alltof auðveld mörk," sagði Eyjólfur. „Við verðum bara að taka það jákvæða út úr þessu. Við erum að reyna að bæta þetta lið og gera það betra. Við erum að spila við þá næst á útivelli og ekki verður það auðveldara. Þetta fer í reynsluboltann og liðið og einstaklingarnir læra mikið af þessum leik. Þeir sjá að þeir geta alveg spilað fótbolta á móti svona toppliði eins og við sjáum því þetta er gríðarlega öflugt lið. Ég vona að við bætum okkur sem lið og eigum þá eftir að eiga betri leiki í framtíðinni," sagði Eyjólfur og hann viðurkennir að vonin um að komast áfram sé veik. „Það er gríðarlega erfitt að komast í gegnum svona riðla hjá 21 árs liðunum og það er á brattann að sækja. Ég vona að við bætum okkur sem lið og það eru fullt af mikilvægum leikjum eftir. Það er fínt að hafa kröfur og við setjum þær á okkur sjálfir því við viljum ná langt. Við berjumst áfram þangað að það er tölfræðilega er ekki lengur hægt að komast áfram. Þetta snýst líka um það að þessi leikmenn séu að bæta sig og þetta séu framtíðarleikmenn fyrir íslenska A-landsliðið," sagði Eyjólfur og bætti við: „Það er partur af þessu og ég efast ekki um annað en að þeir hafi fengið mikið út úr þessum leik og átti sig á því að þeir geti alveg haldið út á móti svona liði. 21 árs liðið í fyrra óx gríðarlega hratt og liðið og leikmennirnir urðu alltaf betri og betri. Við erum lítið búnir að vera saman og við erum svolítið að þreifa okkur áfram," sagði Eyjólfur. „Mér fannst við vera góðir í þessum leik og vorum betri út á vellinum í þessum en leik en til dæmis á móti Belgum. Ég held að við séum á réttri leið og erum að bæta okkur. Við megum samt ekki fá svona klaufamörk á okkur," sagði Eyjólfur. Íslenski boltinn Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Það var alls ekki slæmt hljóðið í Eyjólfi Sverrissyni, þjálfara íslenska 21 árs landsliðsins eftir 0-3 tap á móti Englandi í undankeppni EM 2013 á Laugardalsvellinum í kvöld. „Það er svekkjandi að gefa þeim þessi mörk og það var einbeitingaleysi og klaufaskapur hjá okkur. Ég er ánægður með marga kafla í leiknum, uppspilið var í fínu lagi hjá okkur og við vorum að spila boltanum vel. Okkur vantaði að fá þessi opnu færi og klára sóknirnar," sagði Eyjólfur. „Ég sé margt jákvætt í þessu og það er ekki neitt sem ég er í rauninni ósáttur við nema að fá þessi þrjú mörk á okkur. Ég var að heyra í strákunum áðan og þeim fannst þetta vera alltof auðveld mörk," sagði Eyjólfur. „Við verðum bara að taka það jákvæða út úr þessu. Við erum að reyna að bæta þetta lið og gera það betra. Við erum að spila við þá næst á útivelli og ekki verður það auðveldara. Þetta fer í reynsluboltann og liðið og einstaklingarnir læra mikið af þessum leik. Þeir sjá að þeir geta alveg spilað fótbolta á móti svona toppliði eins og við sjáum því þetta er gríðarlega öflugt lið. Ég vona að við bætum okkur sem lið og eigum þá eftir að eiga betri leiki í framtíðinni," sagði Eyjólfur og hann viðurkennir að vonin um að komast áfram sé veik. „Það er gríðarlega erfitt að komast í gegnum svona riðla hjá 21 árs liðunum og það er á brattann að sækja. Ég vona að við bætum okkur sem lið og það eru fullt af mikilvægum leikjum eftir. Það er fínt að hafa kröfur og við setjum þær á okkur sjálfir því við viljum ná langt. Við berjumst áfram þangað að það er tölfræðilega er ekki lengur hægt að komast áfram. Þetta snýst líka um það að þessi leikmenn séu að bæta sig og þetta séu framtíðarleikmenn fyrir íslenska A-landsliðið," sagði Eyjólfur og bætti við: „Það er partur af þessu og ég efast ekki um annað en að þeir hafi fengið mikið út úr þessum leik og átti sig á því að þeir geti alveg haldið út á móti svona liði. 21 árs liðið í fyrra óx gríðarlega hratt og liðið og leikmennirnir urðu alltaf betri og betri. Við erum lítið búnir að vera saman og við erum svolítið að þreifa okkur áfram," sagði Eyjólfur. „Mér fannst við vera góðir í þessum leik og vorum betri út á vellinum í þessum en leik en til dæmis á móti Belgum. Ég held að við séum á réttri leið og erum að bæta okkur. Við megum samt ekki fá svona klaufamörk á okkur," sagði Eyjólfur.
Íslenski boltinn Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira