Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Valur Páll Eiríksson skrifar 1. nóvember 2024 09:00 Theodór Elmar Bjarnason hefur lent í ýmsu á 20 ára ferli sínum sem telur sex lönd. Vísir/Vilhelm Hótanir liðsfélaga, partýstand og mannskæður jarðskjálfti er á meðal þess sem er eftirminnilegt frá 20 ára fótboltaferli Theodórs Elmar Bjarnasonar sem taldi sex lönd. Theodór Elmar á skrautlegan feril að baki og var víðförull. Atvinnumannaferillinn byrjaði þegar hann var aðeins 17 ára og hélt til Glasgow í Skotlandi til að spila með stórliði Celtic þar sem hann hitti miklar hetjur og litríka karaktera á við Roy Keane, Thomas Gravesen og Neil Lennon, sem varð síðar stjóri liðsins. „Ég man eitt skiptið þá klobbaði ég Neil Lennon á æfingu og hann hvíslaði að mér: Ef þú gerir þetta aftur brýt ég á þér fæturna,“ segir Theodór Elmar. Það voru engir smá karakterar sem Theodór Elmar æfði með hjá Celtic á sínum tíma. Roy Keane og Neil Lennon þar á meðal.Getty Mikið partýstand fyrstu árin Meiðsli settu strik í reikninginn í Skotlandi og þá gekk á ýmsu utan vallar. Sama var uppi á teningunum hjá Lyn í Osló. „Það var mjög mikið partýstand á manni á þessum tíma þegar maður var ungur. Það var bara jafn gaman í Osló og Glasgow fyrir mér. Það er kannski hluti af því að maður meikaði það ekki hjá Celtic, að það var of mikið líf og fjör utan vallar,“ segir Elmar. Það var mikið fjör á djamminu fyrstu árin, í Glasgow og Osló.Getty Launalaus í heimsfaraldri Hvað eftirminnilegast er þá strembinn tími í Tyrklandi. Theodór Elmar fékk þá ekki laun frá félagi sínu í miðjum heimsfaraldri þegar mannskæður jarðskjálfti skók borgina Izmir, hvar hann bjó með fjölskyldunni. „Það var áskorun að vera bæði í Tyrklandi og Grikklandi þegar Covid kom. Sonur minn mátti ekki fara í einhverjar sex vikur og við föst inni hjá okkur. Svo var ég ekki að fá laun á sama tíma. Það var alveg áskorun,“ „En saman komumst við í gegnum þetta. Svo horfir maður til baka hvað þetta var súrrealískt og eiginlega bara fyndið að hafa upplifað þetta,“ segir Elmar. Til að bæta gráu ofan á svart varð einn stærsti jarðskjálti síðari tíma í borginni Izmir þegar Elmar og fjölskylda bjó þar. Jarðskjálftinn varð fyrir sléttum fjórum árum, 30. október 2020, og dró 119 manns til bana. „Við lentum á sama tíma í einhverjum stærsta jarðskjálfta í Izmir, upp á 7,1. Það dó fullt af fólki í kringum mann. Þá var maður bara þakklátur að hafa haft efni á byggingu sem stóð þetta af sér. Það var ekkert grín að vera uppi á 23. hæð dúandi um í þvílíkum jarðskjálfta. Maður man alveg eftir því. Annars, fyrir utan það, hefur þetta eiginlega verið eins og draumur, allur ferillinn,“ segir Elmar. Fótbolti Íslenski boltinn KR Besta deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Sjá meira
Theodór Elmar á skrautlegan feril að baki og var víðförull. Atvinnumannaferillinn byrjaði þegar hann var aðeins 17 ára og hélt til Glasgow í Skotlandi til að spila með stórliði Celtic þar sem hann hitti miklar hetjur og litríka karaktera á við Roy Keane, Thomas Gravesen og Neil Lennon, sem varð síðar stjóri liðsins. „Ég man eitt skiptið þá klobbaði ég Neil Lennon á æfingu og hann hvíslaði að mér: Ef þú gerir þetta aftur brýt ég á þér fæturna,“ segir Theodór Elmar. Það voru engir smá karakterar sem Theodór Elmar æfði með hjá Celtic á sínum tíma. Roy Keane og Neil Lennon þar á meðal.Getty Mikið partýstand fyrstu árin Meiðsli settu strik í reikninginn í Skotlandi og þá gekk á ýmsu utan vallar. Sama var uppi á teningunum hjá Lyn í Osló. „Það var mjög mikið partýstand á manni á þessum tíma þegar maður var ungur. Það var bara jafn gaman í Osló og Glasgow fyrir mér. Það er kannski hluti af því að maður meikaði það ekki hjá Celtic, að það var of mikið líf og fjör utan vallar,“ segir Elmar. Það var mikið fjör á djamminu fyrstu árin, í Glasgow og Osló.Getty Launalaus í heimsfaraldri Hvað eftirminnilegast er þá strembinn tími í Tyrklandi. Theodór Elmar fékk þá ekki laun frá félagi sínu í miðjum heimsfaraldri þegar mannskæður jarðskjálfti skók borgina Izmir, hvar hann bjó með fjölskyldunni. „Það var áskorun að vera bæði í Tyrklandi og Grikklandi þegar Covid kom. Sonur minn mátti ekki fara í einhverjar sex vikur og við föst inni hjá okkur. Svo var ég ekki að fá laun á sama tíma. Það var alveg áskorun,“ „En saman komumst við í gegnum þetta. Svo horfir maður til baka hvað þetta var súrrealískt og eiginlega bara fyndið að hafa upplifað þetta,“ segir Elmar. Til að bæta gráu ofan á svart varð einn stærsti jarðskjálti síðari tíma í borginni Izmir þegar Elmar og fjölskylda bjó þar. Jarðskjálftinn varð fyrir sléttum fjórum árum, 30. október 2020, og dró 119 manns til bana. „Við lentum á sama tíma í einhverjum stærsta jarðskjálfta í Izmir, upp á 7,1. Það dó fullt af fólki í kringum mann. Þá var maður bara þakklátur að hafa haft efni á byggingu sem stóð þetta af sér. Það var ekkert grín að vera uppi á 23. hæð dúandi um í þvílíkum jarðskjálfta. Maður man alveg eftir því. Annars, fyrir utan það, hefur þetta eiginlega verið eins og draumur, allur ferillinn,“ segir Elmar.
Fótbolti Íslenski boltinn KR Besta deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Sjá meira