Merritt keppir á ÓL í London þrátt fyrir skrautlegt lyfjamál Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 6. október 2011 12:15 Bandaríski hlauparinn LaShawn Merrittm hér fyrir miðju, féll á lyfjaprófi vegna notkunar á lyfi sem átti að stækka getnaðarlim hans. AP Bandaríski hlauparinn LaShawn Merritt getur mætt í titilvörnina í 400 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í London á næsta ári þrátt fyrir að hann hafi fallið á lyfjaprófi í apríl 2010. Í kjölfarið fékk hann tveggja ára keppnisbann og átti þar með einnig að fá sjálfkrafa keppnisbann á næstu ólympíuleikum. Meritt og bandaríska ólympíunefndin áfrýjuðu þeirri reglu til gerðardóms sem úrskurðaði Meritt í hag. Samkvæmt reglum sem tóku gildi árið 2008 geta íþróttamenn sem fá 6 mánaða keppnisbann eða lengra ekki tekið þátt á Ólympíuleikum. Með þessari reglu átti að senda skýr skilaboð til þeirra sem ætluðu sér að hafa rangt við með notkun á ólöglegum lyfjum. Lyfjamál Merritt er allt hið vandræðalegasta. Hann reyndist hafa tekið inn lyfið ExtenZe sem hann notaði í góðri trú að það myndi stækka getnarlim hans. Engum sögum fer af áhrifum lyfsins. Það inniheldur steralyfið dehydroepiandrosterone sem er á bannlista Alþjóða Ólympíunefndarinnar, IOC, og Meritt féll á lyfjaprófi í kjölfarið. Gerðardómur komst að þeirri niðurstöðu að hin umdeilda regla nr. 45 sem IOC setti árið 2008 standist ekki lög. Keppnisbann Merritt var stytt í 21 mánuð og lauk hann „afplánun“ fyrr á þessu ári. Helstu rök bandarísku ólympíunefndarinnar í málinu voru þau að Merritt hefði tekið út sína refsingu með tæplega tveggja ára keppnisbanni og að IOC væri að refsa honum á ný með því að banna honum að taka þátt á ÓL í London á næsta ári. Dómurinn mun eflaust hafa þau áhrif að fleiri íþróttamenn sem draga á eftir sér miður skemmtilega „lyfjasögu“ fái þrátt fyrir allt að taka þátt á ÓL 2012. Frá því að keppnsibanninu var aflétt hjá Merritt hefur hann tekið þátt á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Suður-Kóreu í ágúst. Þar var hann annar í 400 metra hlaupinu á eftir Kirani James frá Grenada. Merritt vann til gullverðlauna með bandarsku boðhlaupssveitinni í 4x400 m. Erlendar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Sjá meira
Bandaríski hlauparinn LaShawn Merritt getur mætt í titilvörnina í 400 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í London á næsta ári þrátt fyrir að hann hafi fallið á lyfjaprófi í apríl 2010. Í kjölfarið fékk hann tveggja ára keppnisbann og átti þar með einnig að fá sjálfkrafa keppnisbann á næstu ólympíuleikum. Meritt og bandaríska ólympíunefndin áfrýjuðu þeirri reglu til gerðardóms sem úrskurðaði Meritt í hag. Samkvæmt reglum sem tóku gildi árið 2008 geta íþróttamenn sem fá 6 mánaða keppnisbann eða lengra ekki tekið þátt á Ólympíuleikum. Með þessari reglu átti að senda skýr skilaboð til þeirra sem ætluðu sér að hafa rangt við með notkun á ólöglegum lyfjum. Lyfjamál Merritt er allt hið vandræðalegasta. Hann reyndist hafa tekið inn lyfið ExtenZe sem hann notaði í góðri trú að það myndi stækka getnarlim hans. Engum sögum fer af áhrifum lyfsins. Það inniheldur steralyfið dehydroepiandrosterone sem er á bannlista Alþjóða Ólympíunefndarinnar, IOC, og Meritt féll á lyfjaprófi í kjölfarið. Gerðardómur komst að þeirri niðurstöðu að hin umdeilda regla nr. 45 sem IOC setti árið 2008 standist ekki lög. Keppnisbann Merritt var stytt í 21 mánuð og lauk hann „afplánun“ fyrr á þessu ári. Helstu rök bandarísku ólympíunefndarinnar í málinu voru þau að Merritt hefði tekið út sína refsingu með tæplega tveggja ára keppnisbanni og að IOC væri að refsa honum á ný með því að banna honum að taka þátt á ÓL í London á næsta ári. Dómurinn mun eflaust hafa þau áhrif að fleiri íþróttamenn sem draga á eftir sér miður skemmtilega „lyfjasögu“ fái þrátt fyrir allt að taka þátt á ÓL 2012. Frá því að keppnsibanninu var aflétt hjá Merritt hefur hann tekið þátt á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Suður-Kóreu í ágúst. Þar var hann annar í 400 metra hlaupinu á eftir Kirani James frá Grenada. Merritt vann til gullverðlauna með bandarsku boðhlaupssveitinni í 4x400 m.
Erlendar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Sjá meira