Pearce saknar leikmannanna sem voru valdir í A-landslið Englands Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. október 2011 22:30 Danny Welbeck var tekinn úr U-21 liðinu í A-landslið Englands. Nordic Photos / Getty Images Stuart Pearce, þjálfari U-21 liðs Englands, segist sakna þeirra leikmanna sem voru teknir inn í A-landslið Englands fyrir leik þess gegn Svartfjallalandi á föstudaginn. U-21 lið Íslands og Englands mætast á Laugardalsvelli á morgun og segist Pearce vera ánægður með þann hóp sem hann tók með sér til Íslands. „Maður vill alltaf hafa sína sterkustu leikmenn. Jack Wilshere er meiddur eins og er og þá voru þrír leikmenn sem ég valdi í mitt lið, þeir Phil Jones, Danny Welbeck og Kyle Walker, teknir inn í A-landsliðið.“ „Þetta eru því fjórir mjög sterkir leikmenn sem ég hef misst. En svona er þetta hjá öllum löndum. Sjálfsagt eru 1-2 leikmenn hjá Íslandi sem eiga við meiðsli að stríða og einhverjir sem eru í A-liðinu.“ „Ég tel því að ég sé ekki í annarri stöðu en aðrir kollegar mínir. Þetta gefur mér þar að auki tækifæri til að skoða leikmenn sem hafa verið að bíða þolinmóðir á hliðarlínunni hingað til.“ Pearce neitaði því þó ekki að sennilega eru þessir sterkustu leikmenn sem enn eru gjaldgengir í U-21 liðið fyrst og fremst orðnir A-landsliðsmenn. „Þeir eru það í dag. Maður vonast þó til þess að þessir leikmenn standi manni til boða á stórmótum eða í mjög mikilvægum leikjum. En þeir eru A-landsliðsmenn.“ Hann segir þó mikilvægt að halda vel utan um unga leikmenn. „Hvað gerist þegar þeir ná sér ekki á strik? Hættum við þá að nota þá? Við reynum frekar að veita þeim þann stuðning sem þeir þurfa hverju sinni.“ Íslenski boltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn „Það verða breytingar“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Sjá meira
Stuart Pearce, þjálfari U-21 liðs Englands, segist sakna þeirra leikmanna sem voru teknir inn í A-landslið Englands fyrir leik þess gegn Svartfjallalandi á föstudaginn. U-21 lið Íslands og Englands mætast á Laugardalsvelli á morgun og segist Pearce vera ánægður með þann hóp sem hann tók með sér til Íslands. „Maður vill alltaf hafa sína sterkustu leikmenn. Jack Wilshere er meiddur eins og er og þá voru þrír leikmenn sem ég valdi í mitt lið, þeir Phil Jones, Danny Welbeck og Kyle Walker, teknir inn í A-landsliðið.“ „Þetta eru því fjórir mjög sterkir leikmenn sem ég hef misst. En svona er þetta hjá öllum löndum. Sjálfsagt eru 1-2 leikmenn hjá Íslandi sem eiga við meiðsli að stríða og einhverjir sem eru í A-liðinu.“ „Ég tel því að ég sé ekki í annarri stöðu en aðrir kollegar mínir. Þetta gefur mér þar að auki tækifæri til að skoða leikmenn sem hafa verið að bíða þolinmóðir á hliðarlínunni hingað til.“ Pearce neitaði því þó ekki að sennilega eru þessir sterkustu leikmenn sem enn eru gjaldgengir í U-21 liðið fyrst og fremst orðnir A-landsliðsmenn. „Þeir eru það í dag. Maður vonast þó til þess að þessir leikmenn standi manni til boða á stórmótum eða í mjög mikilvægum leikjum. En þeir eru A-landsliðsmenn.“ Hann segir þó mikilvægt að halda vel utan um unga leikmenn. „Hvað gerist þegar þeir ná sér ekki á strik? Hættum við þá að nota þá? Við reynum frekar að veita þeim þann stuðning sem þeir þurfa hverju sinni.“
Íslenski boltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn „Það verða breytingar“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Sjá meira