Íslenski boltinn

Lagerbäck tekur ekki við Austurríki - Marcel Koller ráðinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Marcel Koller.
Marcel Koller. Nordic Photos / Getty Images
Austurrískir fjölmiðlar greina frá því í dag að Marcel Koller verði síðar í dag formlega kynntur til sögunnar sem nýr þjálfari A-landsliðs karla þar í landi. Svíinn Lars Lagerbäck hafði verið sterklega orðaður við stöðuna.

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, staðfesti í gær að sambandið ætti í viðræðum við Lagerbäck um að taka að sér starf landsliðsþjálfara Íslands en sjálfur lýsti Lagerbäck yfir áhuga sínum á starfinu í viðtali við Fréttablaðið í síðasta mánuði.

Marcel Koller er Svisslendingur sem hefur áður þjálfað lið Groshoppers, Köln og Bochum.

Ísland mætir Portúgal á föstudagskvöldið og verður það síðasti leikur landsliðsins undir stjórn Ólafs Jóhannessonar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×