Buffett tæki Samherjabréfin fram yfir Real Magnús Halldórsson skrifar 18. október 2011 10:00 Hvort myndi fjárfestir velja að kaupa sér hlutabréf í Real Madrid eða Samherja ef honum stæði það til boða? Það er ekki gott að segja, enda áherslur fjárfesta oft ólíkar og markmið sömuleiðis. Horft er til skamms tíma, langs tíma og allt þar á milli. Ólíkar þarfir og ólíkar stefnur. Ein regla er þó gulls ígildi. Ekkert jafnast á við það að eiga hlutabréf í félögum sem eru með stöðugan og góðan rekstur sem gerir skilvísar arðgreiðslur til eigenda mögulegar. Þetta er meðal þess sem Warren Buffett hefur bak við eyrað í sínum fjárfestingum, að því er kemur fram í bókinni The Warren Buffett Way. Galdurinn er að einblína á viðskiptamódelið, reynslu og sögu, fremur en einstaka rekstrarárangur yfir skamman tíma. Sem gjarnan býr til nýjar tískusveiflur hjá fjárfestum. Verðið í upphafi skiptir vissulega máli, en ef það reynist of hátt, þá getur þolinmæðin unnið á móti því vegna sterks rekstrargrunns. Þannig er góður rekstrargrunnur ekki aðeins helsta ástæða fjárfestingarinnar hjá Buffett. Heldur er hann líka varnagli og áhættudreifing. Verðið skiptir ekki eins miklu í viðskiptunum, ef það er hægt að treysta á góðan rekstur. Efnahagsreikningar þessara tveggja ólíku fyrrnefndu félaga, annars vegar stærsta knattspyrnufélags í heimi og síðan langsamlega stærsta sjávarútvegsfyrirtækisins Íslands, eru um margt forvitnilegir í samanburði. Tvær stærðir gefa ágæta mynd af stöðu mála. Heildartekjur og hagnaður. Tekjur á ársgrundvelli eru á svipuðu bili; um 480 milljónir evra, tæplega 80 milljarðar króna, hjá Real Madrid en um 420 milljónir evra, um 70 milljarðar króna, hjá Samherja. Rekstur Real Madrid gekk framan vonum á síðasta reikningsári félagsins, samkvæmt tilkynningu á vefsíðu félagsins. Rekstrarhagnaður félagsins nam 31,6 milljónum evra, 5,1 milljarði króna. Það nemur um 6,5% af heildartekjum. Rekstur Samherja var betri en hjá Real í fyrra. Hagnaður félagsins nam 48 milljónum evra, tæplega átta milljörðum króna. Hagnaðurinn nam því um 11,4% af heildartekjum, þrátt fyrir að þær hafi verið um 60 milljónum evra minni en hjá Real Það stóð ekkert um arðgreiðslur í fréttatilkynningunni frá Real Madrid. Hjá Samherja fengu eigendur um sex milljónir evra, um milljarð króna, í sinn hlut. Eflaust er skemmtilegt að eiga og reka fótboltalið, kaupa og selja leikmenn og fleira. Dæmin úr ensku úrvalsdeildinni sanna að auðjöfrar virðast njóta þess horfa á lið sín spila. Fiskveiðarnar eru þó meira heillandi sem fjárfesting. Í það minnsta þegar kemur að rekstri Samherja. Ég veðja á að Buffett tæki bréfin í Samherja fram yfir bréfin í Real Madrid og myndi líta á þau sem langtímafjárfestingu. Hann myndi ekki sleppa þeim nema að tilboðið í þau væri of gott til þess að hafna því. „Stundum eru fjárfestar vitlausir og tilbúnir að gefa þér peninga, með því að kaupa eignir of dýrt. Þá er ekkert annað að gera en að selja," var eitt sinn haft eftir Buffett. Líklega myndi hann síðan stíga fram og gagnrýna kaup Real Madrid á leikmönnum. Svona aðeins til þess að strá salti í sárin hjá þeim sem voru að ota bréfunum að honum. Hann á það víst til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Hvort myndi fjárfestir velja að kaupa sér hlutabréf í Real Madrid eða Samherja ef honum stæði það til boða? Það er ekki gott að segja, enda áherslur fjárfesta oft ólíkar og markmið sömuleiðis. Horft er til skamms tíma, langs tíma og allt þar á milli. Ólíkar þarfir og ólíkar stefnur. Ein regla er þó gulls ígildi. Ekkert jafnast á við það að eiga hlutabréf í félögum sem eru með stöðugan og góðan rekstur sem gerir skilvísar arðgreiðslur til eigenda mögulegar. Þetta er meðal þess sem Warren Buffett hefur bak við eyrað í sínum fjárfestingum, að því er kemur fram í bókinni The Warren Buffett Way. Galdurinn er að einblína á viðskiptamódelið, reynslu og sögu, fremur en einstaka rekstrarárangur yfir skamman tíma. Sem gjarnan býr til nýjar tískusveiflur hjá fjárfestum. Verðið í upphafi skiptir vissulega máli, en ef það reynist of hátt, þá getur þolinmæðin unnið á móti því vegna sterks rekstrargrunns. Þannig er góður rekstrargrunnur ekki aðeins helsta ástæða fjárfestingarinnar hjá Buffett. Heldur er hann líka varnagli og áhættudreifing. Verðið skiptir ekki eins miklu í viðskiptunum, ef það er hægt að treysta á góðan rekstur. Efnahagsreikningar þessara tveggja ólíku fyrrnefndu félaga, annars vegar stærsta knattspyrnufélags í heimi og síðan langsamlega stærsta sjávarútvegsfyrirtækisins Íslands, eru um margt forvitnilegir í samanburði. Tvær stærðir gefa ágæta mynd af stöðu mála. Heildartekjur og hagnaður. Tekjur á ársgrundvelli eru á svipuðu bili; um 480 milljónir evra, tæplega 80 milljarðar króna, hjá Real Madrid en um 420 milljónir evra, um 70 milljarðar króna, hjá Samherja. Rekstur Real Madrid gekk framan vonum á síðasta reikningsári félagsins, samkvæmt tilkynningu á vefsíðu félagsins. Rekstrarhagnaður félagsins nam 31,6 milljónum evra, 5,1 milljarði króna. Það nemur um 6,5% af heildartekjum. Rekstur Samherja var betri en hjá Real í fyrra. Hagnaður félagsins nam 48 milljónum evra, tæplega átta milljörðum króna. Hagnaðurinn nam því um 11,4% af heildartekjum, þrátt fyrir að þær hafi verið um 60 milljónum evra minni en hjá Real Það stóð ekkert um arðgreiðslur í fréttatilkynningunni frá Real Madrid. Hjá Samherja fengu eigendur um sex milljónir evra, um milljarð króna, í sinn hlut. Eflaust er skemmtilegt að eiga og reka fótboltalið, kaupa og selja leikmenn og fleira. Dæmin úr ensku úrvalsdeildinni sanna að auðjöfrar virðast njóta þess horfa á lið sín spila. Fiskveiðarnar eru þó meira heillandi sem fjárfesting. Í það minnsta þegar kemur að rekstri Samherja. Ég veðja á að Buffett tæki bréfin í Samherja fram yfir bréfin í Real Madrid og myndi líta á þau sem langtímafjárfestingu. Hann myndi ekki sleppa þeim nema að tilboðið í þau væri of gott til þess að hafna því. „Stundum eru fjárfestar vitlausir og tilbúnir að gefa þér peninga, með því að kaupa eignir of dýrt. Þá er ekkert annað að gera en að selja," var eitt sinn haft eftir Buffett. Líklega myndi hann síðan stíga fram og gagnrýna kaup Real Madrid á leikmönnum. Svona aðeins til þess að strá salti í sárin hjá þeim sem voru að ota bréfunum að honum. Hann á það víst til.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun