Íslenski boltinn

Ólafur gerir þriggja ára samning við Hauka

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Jóhannesson.
Ólafur Jóhannesson. Mynd/Anton
Ólafur Jóhannesson hefur gert þriggja ára samning við Hauka um að taka við meistaraflokksliði félagsins. Ólafur hefur verið landsliðsþjálfari undanfarin fjögur ár en þar á undan þjálfaði hann FH í fimm ár. Þetta kom fram á blaðamannafundi nú rétt áðan.

Sigurbjörn Hreiðarsson, fyrrum leikmaður Vals, verður spilandi aðstoðarþjálfari Hauka en hann kvaddi Valsmenn á dögunum eftir farsælan feril á Hlíðarenda.

Jón Stefán Jónsson var einnig kynntur á fundinum sem nýr þjálfari kvennaliðs Hauka en líkt og karlarnir þá spila stelpurnar í b-deildinni næsta sumar.

Ólafur Jóhannesson hefur þjálfað áður Haukanna en hann stýrði liðinu í C-deildinni sumarið 1993. Haukar unnu þá 6 af 18 leikjum og enduðu í 6. sæti. Ólafur spilaði meira að segja einn leik með liðinu það sumar en hann lék einnig með Haukum í efstu deild 1979.

Haukar urðu í þriðja sæti í b-deildinni í sumar á eftir ÍA og Selfoss en Haukarnir féllu úr Pepsi-deildinni sumarið á undan þegar þeir voru undir stjórn Andra Marteinssonar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×