Umfjöllun: FH er komið áfram í EHF-keppninni þrátt fyrir tap Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar 16. október 2011 21:08 mynd/vilhelm FH-ingar komust áfram í EHF keppni karla í handbolta eftir að liðið tapaði með einu marki, 27-28, gegn Inita Hasselt frá Belgíu í Kaplakrika og eru því komnir í 32-liða úrslit keppninnar. FH byrjaði leikinn vel og keyrðu í raun yfir gestina í fyrri hálfleik, en Belgarnir komu gríðarlega sterkir til baka og náðu að innbyrða eins mark sigur sem var ekki nóg. Örn Ingi Bjarkason var atkvæðamestur í liði FH með 5 mörk rétt eins og Baldvin Þorsteinsson. FH-ingar stóðu vel að vígi fyrir leikinn en liðin mættust í síðustu viku í Belgíu og þá vann FH eins marks sigur 29-28.Leikurinn hófst rólega og liðið voru lengi að komast í gang. Í þrígang var dæmt skref á gestina á fyrstu fjórum mínútum leiksins og þeir greinilega ekki alveg í takt við leikinn. FH-ingar tóku smá saman öll völd á vellinum og var forysta þeirra komin í fjögur mörk, 8-4, þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður. Heimamenn ætluðu greinilega að keyra vel upp hraðan gegn Hasselt og skoruðu mörg mörk eftir hraðar sóknir, en þegar fjórar mínútur voru eftir að fyrri hálfleik var staðan 14-7 fyrir FH og staðan virkilega vænleg fyrir heimamenn. Þegar leikmenn gengu til búningsherbergja var staðan 15-8. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn með látum og komust átta mörkum yfir 17-9. Þá var eins og að heimamenn héldu að þetta væri komið og fóru að hleypa Hasselt allt of mikið inn í leikinn á ný. FH-ingar voru kærulausir í sínum sóknaraðgerðum og á einu augabragði var munurinn aðeins orðin eitt mark, 21-20, og mikill spenna komin í leikinn. Þegar 11 mínútur voru eftir var staðan orðin 23-22 fyrir gestina. Þegar 45 sekúndur voru eftir af leiknum var staðan 27-28 fyrir Hasselt, gestirni með boltann og gríðarlega spenna í Kaplakrika. Hasselt náði ekki að skora og eins því nægði þessi úrslit FH-ingum til að komast áfram þar sem liðið skoraði fleiri mörk á útivelli.FH – Initia Hasselt 27-28 (15-8)Mörk FH: Baldvin Þorsteinsson 5, Örn Ingi Bjarkason 5, Hjalti Pálmason 4, Andri Berg Haraldsson 3, Halldór Guðjónsson 3,Ólafur Gústafsson 2, Atli Rúnar Steinþórsson 2, Magnús Óli Magnússon 1, Þorkell Magnússon 2.Varin skot: Daníel Andrésson 13Mörk Initia Hasselt: Geert Graf 9, Tim Houbrechts 7, Nicolas Havenith 3, Robert Bogaerts 3,Tom Robyns 2, Kristof Van Wesenmael 2, Bart Köhlen 2.Varin skot: Jef Lettens 13 Íslenski handboltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
FH-ingar komust áfram í EHF keppni karla í handbolta eftir að liðið tapaði með einu marki, 27-28, gegn Inita Hasselt frá Belgíu í Kaplakrika og eru því komnir í 32-liða úrslit keppninnar. FH byrjaði leikinn vel og keyrðu í raun yfir gestina í fyrri hálfleik, en Belgarnir komu gríðarlega sterkir til baka og náðu að innbyrða eins mark sigur sem var ekki nóg. Örn Ingi Bjarkason var atkvæðamestur í liði FH með 5 mörk rétt eins og Baldvin Þorsteinsson. FH-ingar stóðu vel að vígi fyrir leikinn en liðin mættust í síðustu viku í Belgíu og þá vann FH eins marks sigur 29-28.Leikurinn hófst rólega og liðið voru lengi að komast í gang. Í þrígang var dæmt skref á gestina á fyrstu fjórum mínútum leiksins og þeir greinilega ekki alveg í takt við leikinn. FH-ingar tóku smá saman öll völd á vellinum og var forysta þeirra komin í fjögur mörk, 8-4, þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður. Heimamenn ætluðu greinilega að keyra vel upp hraðan gegn Hasselt og skoruðu mörg mörk eftir hraðar sóknir, en þegar fjórar mínútur voru eftir að fyrri hálfleik var staðan 14-7 fyrir FH og staðan virkilega vænleg fyrir heimamenn. Þegar leikmenn gengu til búningsherbergja var staðan 15-8. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn með látum og komust átta mörkum yfir 17-9. Þá var eins og að heimamenn héldu að þetta væri komið og fóru að hleypa Hasselt allt of mikið inn í leikinn á ný. FH-ingar voru kærulausir í sínum sóknaraðgerðum og á einu augabragði var munurinn aðeins orðin eitt mark, 21-20, og mikill spenna komin í leikinn. Þegar 11 mínútur voru eftir var staðan orðin 23-22 fyrir gestina. Þegar 45 sekúndur voru eftir af leiknum var staðan 27-28 fyrir Hasselt, gestirni með boltann og gríðarlega spenna í Kaplakrika. Hasselt náði ekki að skora og eins því nægði þessi úrslit FH-ingum til að komast áfram þar sem liðið skoraði fleiri mörk á útivelli.FH – Initia Hasselt 27-28 (15-8)Mörk FH: Baldvin Þorsteinsson 5, Örn Ingi Bjarkason 5, Hjalti Pálmason 4, Andri Berg Haraldsson 3, Halldór Guðjónsson 3,Ólafur Gústafsson 2, Atli Rúnar Steinþórsson 2, Magnús Óli Magnússon 1, Þorkell Magnússon 2.Varin skot: Daníel Andrésson 13Mörk Initia Hasselt: Geert Graf 9, Tim Houbrechts 7, Nicolas Havenith 3, Robert Bogaerts 3,Tom Robyns 2, Kristof Van Wesenmael 2, Bart Köhlen 2.Varin skot: Jef Lettens 13
Íslenski handboltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira