Fyrrum bardagamaður í UFC, Kimbo Slice, tók þátt í öðrum bardaga sínum sem atvinnumaður í boxi í gærkvöldi.
Bardaginn stóð yfir í aðeins tuttugu sekúndur, en Kimbo Slice steinrotaði andstæðing sinn, Tay Bledsoe, með einum hægri krók og þá var bardaginn búinn.
Þetta var í annað skipti sem Slice stígur inn í hnefaleikahringinn, en fyrir stuttu mætti hann Glass Joe, en sá bardagi stóð aðeins yfir í 17 sekúndur. Kimbo Slice hefur því í raun aðeins náð tveimur höggum sem atvinnumaður í hnefaleikum og en það hefur reynst nóg til að sigra tvo bardaga.
Hér að ofan má sjá myndskeið frá rothögginu frá því í gær.
Kimbo Slice steinrotaði andstæðing sinn eftir tuttugu sekúndur
Stefán Árni Pálsson skrifar
Mest lesið






Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins
Enski boltinn



Jón Dagur í frystiklefa í Berlín
Fótbolti
