Gunnar Rúnar kominn á Litla Hraun 14. október 2011 15:36 Gunnar Rúnar tekur nú út sína refsingu á Litla Hrauni mynd/Samsett Vísir.is Gunnar Rúnar Sigurþórsson var síðdegis í gær sóttur á réttargeðdeildina á Sogni og fluttur á Litla-Hraun eftir að Hæstiréttur dæmdi hann í sextán ára fangelsi fyrir að hafa ráðist að Hannesi Þór Helgasyni og veitt honum áverka með hnífi sem drógu hann til bana. Þá var Gunnar dæmdur til að greiða foreldrum Hannesar Þórs samtals tvær milljónir króna í skaðabætur. Honum var jafnframt gert að greiða sambýliskonu Hannesar Þórs 1,2 milljónir króna í miskabætur en þau höfðu búið saman í eitt og hálft ár. Héraðsdómur Reykjaness hafði fyrr á árinu dæmt Gunnar Rúnar ósakhæfan og til vistunar á viðeigandi stofnun. Gunnar Rúnar hafði játað að hafa orðið Hannesi Þór að bana á heimili hans í Hafnarfirði í ágúst á síðasta ári. Þegar aðalmeðferð málsins fór fram í héraði lá fyrir matsgerð og yfirmat þriggja dómkvaddra geðlækna sem allir komust að þeirri niðurstöðu að Gunnar Rúnar hefði verið haldinn geðveiki þegar hann stakk Hannes Þór margsinnis með hnífi, sem leiddi hann til dauða. Í vottorði geðlæknis og yfirlæknis á Sogni sagði hins vegar að Gunnar Rúnar væri ekki með formlegan geðsjúkdóm nú í þess orðs vanalegu merkingu. „Eins og rakið hefur verið fór sú hugsun að sækja á [Gunnar Rúnar] þegar vorið 2009 að hann þyrfti að ryðja [Hannesi Þór] úr vegi," segir í dómi Hæstaréttar. „Verður ekki annað ráðið af framburði ákærða en að hann hafi skipulagt verknaðinn í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann og í samræmi við það tók hann smátt og smátt að verða sér úti um hluti sem hann ætlaði að nota til verksins. Þegar á hólminn var komið gekk hann svo ákveðið og skipulega til verks. Einnig virðist ákærði eftir á hafa gert allt, sem í hans valdi stóð, til að aftra því að upp um hann kæmist, þar á meðal neitaði hann staðfastlega að hafa orðið Hannesi Þór að bana þar til böndin fóru æ meira að berast að honum við rannsókn málsins." Hæstiréttur segir að telja verði í ljós leitt að Gunnar Rúnar hafi borið skynbragð á eðli þess afbrots, sem hann er ákærður fyrir, og að hann hafi verið að því marki fær um að stjórna gerðum sínum þegar hann stakk Hannes Þór til ólífis að hann teljist sakhæfur. „Var ásetningur [Gunnars Rúnars] til að svipta [Hannes Þór] lífi einbeittur og á hann sér engar málsbætur," segir Hæstiréttur. jss@frettabladid.is Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Gunnar Rúnar Sigurþórsson var síðdegis í gær sóttur á réttargeðdeildina á Sogni og fluttur á Litla-Hraun eftir að Hæstiréttur dæmdi hann í sextán ára fangelsi fyrir að hafa ráðist að Hannesi Þór Helgasyni og veitt honum áverka með hnífi sem drógu hann til bana. Þá var Gunnar dæmdur til að greiða foreldrum Hannesar Þórs samtals tvær milljónir króna í skaðabætur. Honum var jafnframt gert að greiða sambýliskonu Hannesar Þórs 1,2 milljónir króna í miskabætur en þau höfðu búið saman í eitt og hálft ár. Héraðsdómur Reykjaness hafði fyrr á árinu dæmt Gunnar Rúnar ósakhæfan og til vistunar á viðeigandi stofnun. Gunnar Rúnar hafði játað að hafa orðið Hannesi Þór að bana á heimili hans í Hafnarfirði í ágúst á síðasta ári. Þegar aðalmeðferð málsins fór fram í héraði lá fyrir matsgerð og yfirmat þriggja dómkvaddra geðlækna sem allir komust að þeirri niðurstöðu að Gunnar Rúnar hefði verið haldinn geðveiki þegar hann stakk Hannes Þór margsinnis með hnífi, sem leiddi hann til dauða. Í vottorði geðlæknis og yfirlæknis á Sogni sagði hins vegar að Gunnar Rúnar væri ekki með formlegan geðsjúkdóm nú í þess orðs vanalegu merkingu. „Eins og rakið hefur verið fór sú hugsun að sækja á [Gunnar Rúnar] þegar vorið 2009 að hann þyrfti að ryðja [Hannesi Þór] úr vegi," segir í dómi Hæstaréttar. „Verður ekki annað ráðið af framburði ákærða en að hann hafi skipulagt verknaðinn í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann og í samræmi við það tók hann smátt og smátt að verða sér úti um hluti sem hann ætlaði að nota til verksins. Þegar á hólminn var komið gekk hann svo ákveðið og skipulega til verks. Einnig virðist ákærði eftir á hafa gert allt, sem í hans valdi stóð, til að aftra því að upp um hann kæmist, þar á meðal neitaði hann staðfastlega að hafa orðið Hannesi Þór að bana þar til böndin fóru æ meira að berast að honum við rannsókn málsins." Hæstiréttur segir að telja verði í ljós leitt að Gunnar Rúnar hafi borið skynbragð á eðli þess afbrots, sem hann er ákærður fyrir, og að hann hafi verið að því marki fær um að stjórna gerðum sínum þegar hann stakk Hannes Þór til ólífis að hann teljist sakhæfur. „Var ásetningur [Gunnars Rúnars] til að svipta [Hannes Þór] lífi einbeittur og á hann sér engar málsbætur," segir Hæstiréttur. jss@frettabladid.is
Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira