Íslenski boltinn

Lagerbäck: Eiður Smári er besti leikmaður Íslands

Lars Lagerbäck var í dag ráðinn sem þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta. Svíinn tekur við starfinu með formlegum hætti í janúar en hann hefur náð góðum árangri me landslið Svía á undanförnum árum. Hann telur að Eiður Smári Guðjohnsen sé enn besti leikmaður Íslands en Lagerbäck telur að Ísland hafi verið tiltölulega heppið þegar dregið var í riðla fyrir undankeppni HM sem fram fer í Brasilíu árið 2014.


Tengdar fréttir

Geir og Þórir hittu Keane

Geir Þorsteinsson greindi frá því á blaðamannafundi KSÍ í dag að hann hafi, ásamt Þóri Hákonarsyni, framkvæmdarstjóra KSÍ, hitt Roy Keane að máli um starf landsliðsþjálfara.

Lagerbäck líklega klár í bátana - sagður fá 5,4 milljónir í mánaðarlaun

KSÍ hefur boðað til blaðamannafundar í hádeginu. Á fundinum verður kynntur til leiks nýr landsliðsþjálfari karla en fastlega má reikna með því að Svíinn Lars Lagerbäck verði staðfestur sem nýr landsliðsþjálfari á fundinum. KSÍ hefur verið í viðræðum við Sviann um nokkurt skeið og þær viðræður virðast loksins hafa borið árangur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×