Meistarar Green Bay Packers eru hreinlega óstöðvandi í NFL-deildinni. Liðið vann sinn fimmta leik í röð í nótt og litlu breytti þó liðið hefði lent 14-0 undir. Það vann samt, 25-14.
Eftir fimm vikur eru flestir á því að Packers sé með besta liðið í deildinni. Packers er búið að vinna alla leiki sína og leikstjórnandinn Aaron Rodgers er í ótrúlega góðu formi. Hann átti enn einn stórleikinn í nótt og kláraði meðal annars sendingar á tólf mismunandi samherja. Það er jöfnun á félagsmeti og fáheyrður árangur.
Draumalið Philadelphia Eagles er ekki að standa sig eins vel og tapaði enn og aftur í gær. Liðið hefur nú aðeins unnið enn leik en tapað fjórum.
Packers er eina liðið sem hefur unnið alla fimm leiki sína í deildinni en Detroit Lions getur jafnað þann árangur með sigri á Chicago Bears í nótt.
Sá leikur er í beinni útsendingu á ESPN America sem hægt er að sjá a´Digital Ísland.
Úrslit gærdagsins:
Buffalo-Philadelphia 31-24
Carolina-New Orleans 27-30
Houston-Oakland 20-25
Indianapolis-Kansas City 24-28
Jacksonville-Cincinnati 20-30
Minnesota-Arizona 34-10
NY Giants-Seattle 25-36
Pittsburgh-Tennessee 38-17
San Francisco-Tampa Bay 48-3
Denver-San Diego 24-29
New England-NY Jets 30-21
Atlanta-Green Bay 14-25
Green Bay óstöðvandi - gengur ekkert hjá Eagles

Mest lesið

„Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“
Íslenski boltinn


Skelltu sér í jarðarför Hauka
Körfubolti



„Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“
Íslenski boltinn



