Glæný Boltavakt fyrir handboltann á Vísi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. október 2011 14:30 Nordic Photos / Bongarts Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins hefur nú verið endurhönnuð og útfærð fyrir handboltaleiki og verður þremur leikjum í N1-deild karla lýst beint í kvöld. Boltavaktin er vel þekkt úr knattspyrnunni en öllum leikjum í efstu deild karla hefur verið lýst í henni undanfarin sumur. Nú bætist handboltinn við með formlegum hætti. Helsta nýbreytnin er hvernig tölfræðin er tekin saman fyrir hvern einasta leikmann. Hún uppfærist í sérstökum kassa efst í Boltavaktinni eftir því sem líður á leikinn. Þar er auðvelt að fá upplýsingar um frammistöðu bæði leikmanna og liða hverju sinni. Nýja útgáfan af Boltavaktinni var prufukeyrð á landsleik Íslands og Úkraínu um helgina og má sjá þá lýsingu hér fyrir neðan. Eins og sjá má er leiknum lýst með ítarlegum hætti en leiklýsingin er gerð aðgengileg með skýrri framsetningu og táknum með völdum atvikum leiksins. Þeir tölfræðiþættir sem eru teknir saman eru mörk, mörk úr vítum, hraðaupphlaupsmörk, skotnýting, fiskuð víti, varin skot, hlutfallsmarkvarsla og brottvísanir - svo eitthvað sé nefnt. Þá má ekki gleyma lýsingu blaðamanns Vísis á vellinum sem greinir frá því sem er að gerast í leiknum jafnt og þétt. Þessu er svo fylgt eftir með ítarlegri umfjöllun og viðtölum bæði við leikmenn og þjálfara. Leikirnir þrír í N1-deild karla hefjast allir klukkan 19.30 í kvöld. Þeir eru:Haukar - Valur // Grótta - Fram // Afturelding - FH Íslenski handboltinn Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Sjá meira
Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins hefur nú verið endurhönnuð og útfærð fyrir handboltaleiki og verður þremur leikjum í N1-deild karla lýst beint í kvöld. Boltavaktin er vel þekkt úr knattspyrnunni en öllum leikjum í efstu deild karla hefur verið lýst í henni undanfarin sumur. Nú bætist handboltinn við með formlegum hætti. Helsta nýbreytnin er hvernig tölfræðin er tekin saman fyrir hvern einasta leikmann. Hún uppfærist í sérstökum kassa efst í Boltavaktinni eftir því sem líður á leikinn. Þar er auðvelt að fá upplýsingar um frammistöðu bæði leikmanna og liða hverju sinni. Nýja útgáfan af Boltavaktinni var prufukeyrð á landsleik Íslands og Úkraínu um helgina og má sjá þá lýsingu hér fyrir neðan. Eins og sjá má er leiknum lýst með ítarlegum hætti en leiklýsingin er gerð aðgengileg með skýrri framsetningu og táknum með völdum atvikum leiksins. Þeir tölfræðiþættir sem eru teknir saman eru mörk, mörk úr vítum, hraðaupphlaupsmörk, skotnýting, fiskuð víti, varin skot, hlutfallsmarkvarsla og brottvísanir - svo eitthvað sé nefnt. Þá má ekki gleyma lýsingu blaðamanns Vísis á vellinum sem greinir frá því sem er að gerast í leiknum jafnt og þétt. Þessu er svo fylgt eftir með ítarlegri umfjöllun og viðtölum bæði við leikmenn og þjálfara. Leikirnir þrír í N1-deild karla hefjast allir klukkan 19.30 í kvöld. Þeir eru:Haukar - Valur // Grótta - Fram // Afturelding - FH
Íslenski handboltinn Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Sjá meira