Íslenski boltinn

Málfríður Erna og Laufey í byrjunarliði Íslands - Edda á bekknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Svona leit byrjunarliðið út gegn Belgíu. Tvær breytingar voru gerðar fyrir leikinn gegn Ungverjalandi á morgun.
Svona leit byrjunarliðið út gegn Belgíu. Tvær breytingar voru gerðar fyrir leikinn gegn Ungverjalandi á morgun. Mynd/Vilhelm
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Íslands, hefur valið byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Ungverjalandi ytra á morgun en hann er liður í undankeppni EM 2013.

Athygli vekur að Edda Garðarsdóttir fær ekki sæti í byrjunarliðinu en hún hefur misst af síðustu landsleikjum vegna meiðsla. Þá er heldur ekki pláss á miðjunni fyrir Dóru Maríu Lárusdóttir og eru þær báðar á bekknum í dag.

Þess í stað koma þær Málfríður Erna Sigurðardóttir og Laufey Ólafsdóttir, báðar úr Val, í byrjunarliðið og spila á miðjunni ásamt Söru Björk Gunnarsdóttur.

Að öðru leyti er byrjunarliðið eins skipað og í síðasta leik liðsins - er Ísland gerði markalaust jafntefli við Belgíu á heimavelli í síðasta mánuði.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 12.00.

Ísland (4-3-3):

Þóra B. Helgdóttir

Ólína G. Viðarsdóttir

Sif Atladóttir

Katrín Jónsdóttir, fyrirliði

Hallbera Guðný Gísladóttir

Málfríður Erna Sigurðardóttir

Laufey Ólafsdóttir

Sara Björk Gunnarsdóttir

Fanndís Friðriksdóttir

Hólmfríður Magnúsdóttir

Margrét Lára Viðarsdóttir

Varamenn:

Edda Garðarsdóttir

Dóra María Lárusdóttir

Guðný B. Óðinsdóttir

Guðbjörg Gunnarsdóttir (m)

Dagný Brynjarsdóttir

Þórunn Helga Jónsdóttir

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×