Körfubolti

Nonni Mæju tryggði Snæfell sigur í framlengingu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jón Ólafur, til hægri, í leik með Snæfelli.
Jón Ólafur, til hægri, í leik með Snæfelli. Mynd/Valli
Snæfell vann í kvöld nauman sigur á Tindastóli, 93-93, í framlengdum leik í Lengjubikar karla. Jón Ólafur Jónsson tryggði sigurinn af vítalínunni tveimur sekúndum fyrir leikslok.

Jafnræði var með liðunum allan leikinn en staðan að loknum venjulegum leiktíma var 83-83. Jón Ólafur og Quincy Hankins-Cole skoruðu báðir fjórtán stig í kvöld fyrir Snæfell en stigahæstur hjá liðinu var Marquis Hall með 30 stig. Trey Hampton skoraði 20 stig fyrir Tindastól og Friðrik Hreinsson átján.

Pálmi Freyr Sigurgeirsson sá til þess að leikurinn var framlengdur en hann jafnaði metin fyrir Snæfell þegar tvær sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma með sniðskoti.

Maurice Miller var þá nýbúinn að klikka á víti fyrir Stólana sem reyndist þeim ansi dýrkeypt.

Snæfell-Tindastóll 93-91 (26-22, 14-17, 20-23, 23-21, 10-8)

Snæfell: Marquis Sheldon Hall 30/7 stoðsendingar, Jón Ólafur Jónsson 14/4 fráköst, Quincy Hankins-Cole 14/11 fráköst, Davíð  Guðmundsson 11, Sveinn Arnar Davidsson 8, Ólafur Torfason 7/8 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 6/4 fráköst, Egill Egilsson 3.

Tindastóll: Trey Hampton 20/7 fráköst, Friðrik Hreinsson 18/5 stoðsendingar, Maurice Miller 13/6 fráköst/5 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 13, Helgi Rafn Viggósson 12/6 fráköst, Svavar Atli Birgisson 8, Pálmi Geir Jónsson 5, Helgi Freyr Margeirsson 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×