Körfubolti

Viðureign Hauka og KFÍ frestað

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Emil Barja í leik með Haukum.
Emil Barja í leik með Haukum. Mynd/Stefán
KKÍ hefur ákveðið að fresta viðureign Hauka og KFÍ í Lengjubikar karla í kvöld þar sem ekki er flugfært á milli Ísafjarðar og Reykjavíkur.

Ákveðið hefur verið að leikurinn fari fram á morgun klukkan 20.00. Liðin spila í B-riðli en Haukar unnu Fjölni í fyrstu umferð riðlakeppninnar á meðan að Ísfirðingar töpuðu fyrir Grindavík á heimavelli.

Tveir aðrir leikir fara fram í Lengjubikarnum í kvöld. KR tekur á móti Þór frá Þorlákshöfn í A-riðli og þá mætir Snæfell liði Tindastóls á heimavelli í C-riðli. Báðir leikir hefjast klukkan 19.15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×