Hamilton vill vinna tvö síðustu mótin 7. nóvember 2011 19:00 Lewis Hamilton, ökumaður McLaren. AP MYND: Eugene Hoshiko Lewis Hamilton hjá McLaren hefur unnið tvö Formúlu 1 mót á þessu keppnistímabili og vill ljúka því með því að vinna tvö síðustu mót ársins. Fyrra mótið er í Abu Dabí um næstu helgi, á Yas Marina-brautinni, en það síðara fer fram í Brasilíu. „Ég á nokkrar frábærar minningar frá Yas Marina. Ég ræsti fremstur af stað þar árið 2009 og hafði forystu í kappakstrinum þar til ég varð að hætta vegna vandamála í bremsukerfinu. Í fyrra varð ég í öðru sæti og náði besta tíma í einstökum hring, en ég vil umbreyta þessu í sigur," sagði Hamilton um þáttöku sína í mótinu í Abú Dabí í næstu helgi. „Ég tel að við höfum ástæðu til að vera sjálfsöruggir fyrir mótið í Abu Dabí. Þessi braut ætti að henta bíl okkar og við ættum að geta hámarkað það sem stillanlegur afturvængur færir okkur og KERS-kerfið. Hvoru tveggja er hluti af styrkleika bíls okkar." „Það kann að vera að Red Bull og Sebastian (Vettel) hafi tryggt sér báða meistaratitilanna, en ég er staðráðinn í að ljúka tímabilinu í sigurvímu. Ég hef unnið tvö mót ár þessu ári og ég hefði yndi af því að tvöfalda þann árangur í lok ársins. Það væri líka góð umbun fyrir alla hjá McLaren," sagði Hamilton. Formúla Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Lewis Hamilton hjá McLaren hefur unnið tvö Formúlu 1 mót á þessu keppnistímabili og vill ljúka því með því að vinna tvö síðustu mót ársins. Fyrra mótið er í Abu Dabí um næstu helgi, á Yas Marina-brautinni, en það síðara fer fram í Brasilíu. „Ég á nokkrar frábærar minningar frá Yas Marina. Ég ræsti fremstur af stað þar árið 2009 og hafði forystu í kappakstrinum þar til ég varð að hætta vegna vandamála í bremsukerfinu. Í fyrra varð ég í öðru sæti og náði besta tíma í einstökum hring, en ég vil umbreyta þessu í sigur," sagði Hamilton um þáttöku sína í mótinu í Abú Dabí í næstu helgi. „Ég tel að við höfum ástæðu til að vera sjálfsöruggir fyrir mótið í Abu Dabí. Þessi braut ætti að henta bíl okkar og við ættum að geta hámarkað það sem stillanlegur afturvængur færir okkur og KERS-kerfið. Hvoru tveggja er hluti af styrkleika bíls okkar." „Það kann að vera að Red Bull og Sebastian (Vettel) hafi tryggt sér báða meistaratitilanna, en ég er staðráðinn í að ljúka tímabilinu í sigurvímu. Ég hef unnið tvö mót ár þessu ári og ég hefði yndi af því að tvöfalda þann árangur í lok ársins. Það væri líka góð umbun fyrir alla hjá McLaren," sagði Hamilton.
Formúla Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira