Alvarlegt atvik átti sér stað fyrir utan Qualcomm-völlinn í gær þegar leikur San Diego Chargers og Oakland Raiders í NFL-deildinni fór fram.
Þá var maður stunginn á bílastæðinu. Betur fór en á horfðist og er maðurinn ekki í lífshættu.
Fórnarlambið er augljóslega hrætt við árásarmanninn því hann neitaði að vinna með lögreglunni og gaf enga lýsingu á árásarmanninum.
Leikurinn sjálfur var þrælskemmtilegur og endaði hann með sigri Oakland, 24-17.
