Körfubolti

Íslenska landsliðið eina liðið í sjötta styrkleikaflokki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson, Logi Gunnarsson og Hlynur Bæringsson.
Jón Arnór Stefánsson, Logi Gunnarsson og Hlynur Bæringsson. Mynd/Hag
Það er búið að raða liðunum, sem taka þátt í undankeppni Evrópumótsins í körfubolta, niður í styrkleikaflokka en íslenska körfuboltalandsliðið tekur nú þátt á ný og mun berjast um það að komast á EM 2013 í Slóveníu. Það verður dregið í riðla í München 4. desember næstkomandi.

Styrkleikaflokkarnir eru sex talsins en átta lið eru örugg með sæti á næsta móti eftir síðasta EM í Litháen. Það eru Spánn, Frakkland, Rússland, Makedónía, Litháen, Grikkland, gestgjafar Slóveníu og Bretar.

31 þjóð mun berjast um hin sextán sætin sem er í boði en leikið verður heima og að heiman dagana 15. ágúst -11. september á næsta ári.

Eitt lið fer úr hverjum styrkleikaflokki í hvern riðil og þar sem Ísland er oddaþjóð og eina þjóðin í styrkleikaflokki 6 verður líklegast dregið síðast í hvaða riðil íslenska landsliðið lendir.

Íslenska landsliðið verður því í sex liða riðli og því mun liðið spila tíu leiki á tæpum mánuði næsta haust.

Ísland er eina þjóðin sem tekur þátt núna sem ekki var með í síðastu keppni. Dæmi um lönd sem ekki taka þátt núna eru Noregur, Danmörk og Írland, en þau voru heldur ekki með í síðustu keppni.

Styrkleikaflokkarnir eru eftirfarandi:

Stykleikaflokkur I: Serbía, Tyrkland, Þýskaland, Finnland, Georgía, Króatía.

Stykleikaflokkur II: Úkraína, Búlgaría, Pólland, Bosnía, Ísrael, Ítalía.

Stykleikaflokkur III: Svartfjallaland, Lettland, Belgía, Portúgal, Holland, Svíþjóð.

Stykleikaflokkur IV: Tékkland, Eistland, Holland, Sviss, Austurríki, Aserbaídsjan.

Stykleikaflokkur V: Hvíta Rússland, Slóvakía, Rúmenía, Albanía, Lúxemborg, Kýpur.

Stykleikaflokkur VI: Ísland




Fleiri fréttir

Sjá meira


×