Viðskipti innlent

Lárus Welding úrskurðaður í gæsluvarðhald

Lárus Welding hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um afbrot þegar hann starfaði hjá Glitni samkvæmt frétt RÚV. Fulltrúar sérstaks saksóknara handtóku nokkra lykilstarfsmenn sem unnu hjá Glitni fyrir hrun í dag. Minnsta kosti þrír voru handteknir og tugur yfirheyrður.

Hinir grunuðu voru yfirheyrðir eftir hádegi en rannsókn embættisins snýr að lánveitingum Glitnis og viðskiptum með hlutabréf. Meðal annars Stím-málinu svokallaða.

Alls tóku um 60 starfsmenn embættisins þátt í aðgerðunum. Málin eru tíu sem eru til rannsóknar í tengslum við handtökurnar, og um háar fjárhæðir er að tefla, samkvæmt tilkynningu sem embætti sérstaks saksóknara sendu frá sér í dag.

Lárus var færður fyrir dómara og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðahald. Frétt RÚV um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×