Fótbolti

Fabio Capello: Lét Zlatan að horfa á myndband með Van Basten

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fabio Capello, núverandi landsliðsþjálfari Englendinga, var þjálfari Juventus árið 2004 þegar liðið keypti sænska framherjann Zlatan Ibrahimović á sextrán milljónir evra frá Ajax.

Zlatan hefur síðan farið á kostum í ítalska boltanum og skoraði nýverið sitt hundraðasta mark í Seríu A. Capello segist hafa skipað Svíanum að horfa á myndband með hollensku goðsögninni Marco van Basten.

„Þegar Zlatan var hjá Juve þá sýndi ég honum myndband með Marco van Basten og sagði honum að svona ætti hann að spila," sagði Fabio Capello.

Marco van Basten skoraði 90 mörk í 147 leikjum með AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni frá 1987 til 1993 en hann varð að hætta aðeins 28 ára gamall vegna þráðlátra ökklameiðsla. Hér fyrir ofan má sjá mörg af flottustu mörkum Van Basten á ferlinum.

Zlatan er orðinn 30 ára en hann hefur skorað 101 mark í 194 leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni. Hann skoraði 16 mörk í 35 leikjum á sínu fyrsta tímabili og hefur síðan unnið ítalska titilinn öll sex tímabilin sín á Ítalíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×