NFL: Tebow tapaði - Denver réð ekki við Tom Brady og félaga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2011 09:12 Tom Brady og Tim Tebow. Mynd/AP Sigurganga Tim Tebow og liðsfélaga hans í Denver Broncos í ameríska fótboltanum endaði í gær þegar liðið tapaði 23-41 á heimavelli á móti New England Patriots. Topplið Green Bay Packers tapaði líka sínum fyrsta leik á tímabilinu. Denver Broncos hafði unnið sex leiki í röð þar af þá fjóra síðustu eftir að hafa komið til baka á ævintýralegan hátt í fjórða leikhluta. Tim Tebow, leikstjórnandi liðsins, var óvænt búinn að stela sviðsljósinu með einstökum sigurvilja og hann skoraði sjálfur snertimark í fyrstu sókn í leiknum í gær. Denver komst í 16-7 í byrjun leiks og allt leit vel út. New England Patriots liðið fór þá í gang og leit ekki til baka eftir það. Patriots vann þarna sinn sjötta leik í röð og tryggði sér með þessum sigri sigur í AFC Austur riðlinum og þar með sæti í úrslitakeppninni. „Þetta var mjög góður dagur fyrir okkur. Það var allt á öðrum endanum í byrjun en við sýndum mikinn andlegan styrk með að snúa þessu okkur í vil," sagði Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots. Green Bay Packers var búið að vinna þrettán fyrstu leiki sína á tímabilinu og höfðu ekki tapað leik síðan í desember 2010 þegar þeir heimsóttu Kansas City Chiefs sem var nýbúið að reka þjálfara sinn og hafði tapað 5 af síðustu 6 leikjum sínum. Kansas City Chiefs vann mjög óvæntan 19-14 sigur og endaði 19 leikja sigurgöngu Packers sem eru ríkjandi NFL-meistarar. Indianapolis Colts fagnaði líka sínum fyrsta sigri á tímabilinu þegar liðið vann Tennessee Titans 27-13. NFL Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Sigurganga Tim Tebow og liðsfélaga hans í Denver Broncos í ameríska fótboltanum endaði í gær þegar liðið tapaði 23-41 á heimavelli á móti New England Patriots. Topplið Green Bay Packers tapaði líka sínum fyrsta leik á tímabilinu. Denver Broncos hafði unnið sex leiki í röð þar af þá fjóra síðustu eftir að hafa komið til baka á ævintýralegan hátt í fjórða leikhluta. Tim Tebow, leikstjórnandi liðsins, var óvænt búinn að stela sviðsljósinu með einstökum sigurvilja og hann skoraði sjálfur snertimark í fyrstu sókn í leiknum í gær. Denver komst í 16-7 í byrjun leiks og allt leit vel út. New England Patriots liðið fór þá í gang og leit ekki til baka eftir það. Patriots vann þarna sinn sjötta leik í röð og tryggði sér með þessum sigri sigur í AFC Austur riðlinum og þar með sæti í úrslitakeppninni. „Þetta var mjög góður dagur fyrir okkur. Það var allt á öðrum endanum í byrjun en við sýndum mikinn andlegan styrk með að snúa þessu okkur í vil," sagði Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots. Green Bay Packers var búið að vinna þrettán fyrstu leiki sína á tímabilinu og höfðu ekki tapað leik síðan í desember 2010 þegar þeir heimsóttu Kansas City Chiefs sem var nýbúið að reka þjálfara sinn og hafði tapað 5 af síðustu 6 leikjum sínum. Kansas City Chiefs vann mjög óvæntan 19-14 sigur og endaði 19 leikja sigurgöngu Packers sem eru ríkjandi NFL-meistarar. Indianapolis Colts fagnaði líka sínum fyrsta sigri á tímabilinu þegar liðið vann Tennessee Titans 27-13.
NFL Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð Sjá meira