Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 30-25 Kristinn Páll Teitsson í Strandgötu skrifar 28. desember 2011 13:11 Mynd/daníel Góður kafli í fyrri hálfleik tryggði Valsstúlkum deildarbikartitilinn annað árið í röð gegn Fram í Hafnafirðinum í kvöld en leiknum lauk með 30-25 sigri Valsstúklna. Eftir jafnræði meðal liða fyrstu mínúturnar fóru Framstúlkur að sigla fram úr um miðjan hálfleik og tók Stefán Arnarson, þjálfari Vals leikhlé. Valsstúlkur stigu á lagið eftir það og náðu góðum kafla þar sem þær skoruðu 10 mörk gegn 2 mörkum Fram og náðu þær 6 marka forystu inn í hálfleikinn, 16-10. Framarar reyndu að vinna sig aftur inn í leikinn í seinni háfleik en náðu aldrei að ógna forskoti Vals sem unnu að lokum öruggan 5 marka sigur. Dagný Skúladóttir var atkvæðamest í liði Vals en hún skoraði 7 mörk, þar af 6 hraðaupphlaup. Hrafnhildur Ósk og Þorgerður Anna voru einnig drjúgar í liði Vals en þær skoruðu 6 mörk hver. Í liði Fram var Stella Sigurðardóttir atkvæðamest með 7 mörk. Hrafnhildur: Alltaf gaman að lyfta dollu„Góður sigur og meiriháttar endir á góðu ári hjá okkur. Það er alltaf skemmtilegt að fá að lyfta svona dollu eftir leik," sagði Hrafnhildur Skúladóttir, leikmaður Vals eftir leikinn. „Helmingurinn af hópnum eru búnar að vera í Brasilíu og ég var ánægð hvernig við komum inn í þetta í dag. Ég hélt að við yrðum meira ryðgaðar en við sýndum fram á annað." „Þetta hefur verið einkennandi fyrir okkar leik, við höfum verið lengi í gang en eftir ákveðinn tíma förum við að sigla hægt og bítandi framundan og vinnum örugga sigra." „Það kom sjálfri mér á óvart hversu vel við spiluðum hérna í dag en kjarnin í þessu liði hefur verið saman núna í 3-4 ár og við þekkjum vel inn á hvora aðra," sagði Hrafnhildur Stella: Hata að tapa á móti Val„Það er alltaf leiðinlegt að tapa, við erum búnar að komast held ég alltaf í úrslit þessa móts en tapa núna tvisvar í röð gegn Val. Það sást að við þurfum að spila aðeins meira saman hérna í kvöld," sagði Stella Sigurðardóttir, leikmaður Fram eftir leikinn í kvöld. „Liðið er búið að æfa lítið saman síðustu vikur og það sást að það vantar meiri liðsæfingu í þetta. Ég náði aðeins einni æfingu fyrir þennan leik, varnarleikurinn var slakur og það þarf að stilla saman strengina." „Við höfum spilað nánast alla úrslitaleiki við Val síðustu þrjú ár, núna þurfum við að æfa meira og meira því ég ætla mér að gera betur í vor. Ég hata að tapa á móti Val og við ætlum okkur að vinna þær í úrslitakeppninni í vor." „Um leið og þær keyrðu á okkur þá virtist vera eins og alla trú vantaði, við vorum þunnskipaðar með aðeins tvo leikmenn á bekknum og það var erfitt. Núna kemur þétt leikjaprógram í janúar og við ætlum okkur að koma betur inn í það," sagði Stella. Guðný: Þessi lið þekkjast vel„Það er alltaf gaman að vinna þegar bikar er í húfi, þessi lið þekkjast vel enda búin að mætast í deild og bikar og margar hverjar að spila saman í landsliðinu," sagði Guðný Jenný Ásmundarsson, markmaður Vals eftir leikinn. „Þær þekkja okkur vel og við þekkjum þær vel, þetta er allt spurning um hugarfarið. Það lið sem mætir meira tilbúið í leikinn og er með meiri baráttu í sér tók sigurinn hér í kvöld." „Þetta small alveg þvílíkt í gang hjá okkur á kafla, vörnin tvíefldist og við það komu auðveldari boltar. Stella og Birna voru að setja þvílík skot hérna í byrjun en þegar vörnin gekk aðeins út þá varð þetta auðveldara fyrir mig." „Eftir það var þetta bara spurning um að halda áfram, halda þessum góða varnarleik og mér fannst við spila vel út leikinn," sagði Guðný. Íslenski handboltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar Sjá meira
Góður kafli í fyrri hálfleik tryggði Valsstúlkum deildarbikartitilinn annað árið í röð gegn Fram í Hafnafirðinum í kvöld en leiknum lauk með 30-25 sigri Valsstúklna. Eftir jafnræði meðal liða fyrstu mínúturnar fóru Framstúlkur að sigla fram úr um miðjan hálfleik og tók Stefán Arnarson, þjálfari Vals leikhlé. Valsstúlkur stigu á lagið eftir það og náðu góðum kafla þar sem þær skoruðu 10 mörk gegn 2 mörkum Fram og náðu þær 6 marka forystu inn í hálfleikinn, 16-10. Framarar reyndu að vinna sig aftur inn í leikinn í seinni háfleik en náðu aldrei að ógna forskoti Vals sem unnu að lokum öruggan 5 marka sigur. Dagný Skúladóttir var atkvæðamest í liði Vals en hún skoraði 7 mörk, þar af 6 hraðaupphlaup. Hrafnhildur Ósk og Þorgerður Anna voru einnig drjúgar í liði Vals en þær skoruðu 6 mörk hver. Í liði Fram var Stella Sigurðardóttir atkvæðamest með 7 mörk. Hrafnhildur: Alltaf gaman að lyfta dollu„Góður sigur og meiriháttar endir á góðu ári hjá okkur. Það er alltaf skemmtilegt að fá að lyfta svona dollu eftir leik," sagði Hrafnhildur Skúladóttir, leikmaður Vals eftir leikinn. „Helmingurinn af hópnum eru búnar að vera í Brasilíu og ég var ánægð hvernig við komum inn í þetta í dag. Ég hélt að við yrðum meira ryðgaðar en við sýndum fram á annað." „Þetta hefur verið einkennandi fyrir okkar leik, við höfum verið lengi í gang en eftir ákveðinn tíma förum við að sigla hægt og bítandi framundan og vinnum örugga sigra." „Það kom sjálfri mér á óvart hversu vel við spiluðum hérna í dag en kjarnin í þessu liði hefur verið saman núna í 3-4 ár og við þekkjum vel inn á hvora aðra," sagði Hrafnhildur Stella: Hata að tapa á móti Val„Það er alltaf leiðinlegt að tapa, við erum búnar að komast held ég alltaf í úrslit þessa móts en tapa núna tvisvar í röð gegn Val. Það sást að við þurfum að spila aðeins meira saman hérna í kvöld," sagði Stella Sigurðardóttir, leikmaður Fram eftir leikinn í kvöld. „Liðið er búið að æfa lítið saman síðustu vikur og það sást að það vantar meiri liðsæfingu í þetta. Ég náði aðeins einni æfingu fyrir þennan leik, varnarleikurinn var slakur og það þarf að stilla saman strengina." „Við höfum spilað nánast alla úrslitaleiki við Val síðustu þrjú ár, núna þurfum við að æfa meira og meira því ég ætla mér að gera betur í vor. Ég hata að tapa á móti Val og við ætlum okkur að vinna þær í úrslitakeppninni í vor." „Um leið og þær keyrðu á okkur þá virtist vera eins og alla trú vantaði, við vorum þunnskipaðar með aðeins tvo leikmenn á bekknum og það var erfitt. Núna kemur þétt leikjaprógram í janúar og við ætlum okkur að koma betur inn í það," sagði Stella. Guðný: Þessi lið þekkjast vel„Það er alltaf gaman að vinna þegar bikar er í húfi, þessi lið þekkjast vel enda búin að mætast í deild og bikar og margar hverjar að spila saman í landsliðinu," sagði Guðný Jenný Ásmundarsson, markmaður Vals eftir leikinn. „Þær þekkja okkur vel og við þekkjum þær vel, þetta er allt spurning um hugarfarið. Það lið sem mætir meira tilbúið í leikinn og er með meiri baráttu í sér tók sigurinn hér í kvöld." „Þetta small alveg þvílíkt í gang hjá okkur á kafla, vörnin tvíefldist og við það komu auðveldari boltar. Stella og Birna voru að setja þvílík skot hérna í byrjun en þegar vörnin gekk aðeins út þá varð þetta auðveldara fyrir mig." „Eftir það var þetta bara spurning um að halda áfram, halda þessum góða varnarleik og mér fannst við spila vel út leikinn," sagði Guðný.
Íslenski handboltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar Sjá meira