Green Bay Packers komst aftur á sigurbraut með því að vinna 35-21 sigur á Chicago Bears í eina leiknum í ameríska fótboltanum í gær. Packers unnu þrettán fyrstu leiki sína en töpuðu síðan óvænt fyrir Kansas City um síðustu helgi.
Green Bay Packers liðið gulltryggði sér efsta sætið í Þjóðardeildinni með þessum sigri og jafnframt heimavallarrétt alla leið inn í Super Bowl. Chicago Bears á hinsvegar ekki möguleika lengur á því að komast í úrslitakeppnina og tap Chicago þýðir líka að Atlanta Falcons er komið í úrslitakeppnina.
Hinn frábæri leikstjórnandi Packers, Aaron Rodgers, setti persónulegt met með því að eiga fimm snertimarkssendingar á félaga sína í þessum leik. Rodgers vantar nú aðeins eina til þess að jafna met Tom Brady sem átti 46 snertimarkssendingar árið 2007 en hann býst sjálfur við því að vera hvíldur í lokaumferðinni um næstu helgi og sagði að metið hans Brady væri öruggt.
NFL: Green Bay Packers gulltryggði sér efsta sætið í Þjóðardeildinni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið
Íslenski boltinn

„Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“
Íslenski boltinn

Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum
Íslenski boltinn


Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki
Íslenski boltinn




