Mikil framleiðslugeta ástæða lítillar fjárfestingar Hafsteinn Hauksson skrifar 20. desember 2011 22:15 „Það er mikið rætt um að engin fjárfesting sé að eiga sér stað," segir Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, í nýjasta þætti Klinksins. „Atvinnuvegafjárfesting á fyrstu þremur fjórðungum ársins er að vaxa um 13 prósent frá fyrra ári. Ef við tökum í burt stóriðju, skip og flugvélar og horfum á kjarnaatvinnuvegafjárfestingu, þá er hún að vaxa um rúmleg 9 prósent á tímabilinu. Það er engin leið að segja að hér sé enginn bati eða að hann sé eingöngu drifinn af einkaneyslu - það stenst ekki." Þrátt fyrir þetta hafa bankastjórar stóru bankanna kvartað undan því að ekkert gangi að koma peningum í útlán, þrátt fyrir að raunvextir á lánum séu lágir á Íslandi. „Ein mikilvæg ástæða fyrir því að fjárfestingarviðbrögð fyrirtækja við aukinni einkaneyslu verða líklegast ekki sterk hér er sú að fyrir fjármálakreppuna var gríðarleg fjárfesting. Það er núna til staðar gríðarleg framleiðslugeta. Fyrirtækin eiga tiltölulega auðvelt með að mæta þessari eftirspurn án þess að fara út í viðbótarfjárfestingu," segir Þórarinn. Hann bætir við óvissu um efnahagsreikninga bæði fyrirtækja og fjármálafyrirtækja, skuldsetningu fyrirtækja og óvissu í efnahagslífinu, en allt sé þetta til þess fallið að draga úr vilja fyrirtækja til að fjárfesta. „Við erum samt að sjá hluti gerast, það er smám saman að rofa til í þessum málum." Hægt er að horfa á nýjasta þátt Klinksins í heild sinni hér. Klinkið Mest lesið Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pítsaostamálinu Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Viðskipti innlent Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Sjá meira
„Það er mikið rætt um að engin fjárfesting sé að eiga sér stað," segir Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, í nýjasta þætti Klinksins. „Atvinnuvegafjárfesting á fyrstu þremur fjórðungum ársins er að vaxa um 13 prósent frá fyrra ári. Ef við tökum í burt stóriðju, skip og flugvélar og horfum á kjarnaatvinnuvegafjárfestingu, þá er hún að vaxa um rúmleg 9 prósent á tímabilinu. Það er engin leið að segja að hér sé enginn bati eða að hann sé eingöngu drifinn af einkaneyslu - það stenst ekki." Þrátt fyrir þetta hafa bankastjórar stóru bankanna kvartað undan því að ekkert gangi að koma peningum í útlán, þrátt fyrir að raunvextir á lánum séu lágir á Íslandi. „Ein mikilvæg ástæða fyrir því að fjárfestingarviðbrögð fyrirtækja við aukinni einkaneyslu verða líklegast ekki sterk hér er sú að fyrir fjármálakreppuna var gríðarleg fjárfesting. Það er núna til staðar gríðarleg framleiðslugeta. Fyrirtækin eiga tiltölulega auðvelt með að mæta þessari eftirspurn án þess að fara út í viðbótarfjárfestingu," segir Þórarinn. Hann bætir við óvissu um efnahagsreikninga bæði fyrirtækja og fjármálafyrirtækja, skuldsetningu fyrirtækja og óvissu í efnahagslífinu, en allt sé þetta til þess fallið að draga úr vilja fyrirtækja til að fjárfesta. „Við erum samt að sjá hluti gerast, það er smám saman að rofa til í þessum málum." Hægt er að horfa á nýjasta þátt Klinksins í heild sinni hér.
Klinkið Mest lesið Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pítsaostamálinu Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Viðskipti innlent Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Sjá meira
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf