Formaður Vals svarar fyrir sig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. febrúar 2011 12:40 Handknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún fagnar ákvörðun Fram um að draga kæru sína til baka en lýsir um leið vanþóknun á vinnubrögðum Framara í málinu. Málið snerist um að Fram lagði fram kæru eftir sigur Vals í undanúrslitaleik liðanna í Eimskipsbikar karla um helgina sem Valsmenn unnu í framlengdum leik. Framarar sögðu að Markús Máni Michaelsson hafi verið ólöglegur en hann lék með Val í leiknum. Valsmenn neituðu því og sögðu hafa gengið frá samningamálum hans í tæka tíð. HSÍ gaf út í morgun að endurskoða þyrftu reglur hvað þetta varðar. Þá sendi Fram frá sér yfirlýsingu þar sem að félagið tilkynnti að kæran hefði verið dregin til baka. Yfirlýsingu handknattleiksdeildar Vals má lesa hér: „Yfirlýsing frá handknattleiksdeild Vals. Handknattleiksdeild Fram hefur dregið til baka kæru sína vegna úrslita í undanúrslitaleik Vals og Fram í bikarkeppni HSÍ en leikurinn fór fram s.l. sunnudag. Um leið og handknattleiksdeild Vals fagnar þeirri ákvörðun er lýst vanþóknun á vinnubrögðum handknattleiksdeildar Fram í máli þessu. Ljóst má vera að kæra þessi og málatilbúnaður var tilefnislaus og fól í sér vanvirðingu við þau félög sem í hlut áttu, leikmenn þeirra og handknattleiksíþróttina í heild sinni. Ekki bætti svo úr skák stóryrtar yfirlýsingar forráðamanna handknattleiksdeildar Fram um málið í fjölmiðlum með hliðsjón af því að sömu vinnubrögð sem gagnrýnd eru, voru viðhöfð af hálfu handknattleiksstjórnar Fram sólahring fyrr. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem af hálfu handknattleiksdeildar Fram er reitt hátt til höggs gagnvart Val vegna úrslita í leikjum í bikarkeppni HSÍ. Erindisleysan er nú sú sama og í fyrri málum. Um leið og ánægja með þessi málalok er ítrekuð er sú ósk látin í ljós að menn dragi þann lærdóm af málinu að þeir setji framvegis íþróttina sjálfa í forgrunninn og láti kappið ekki bera sig ofurliði. F.h. handknattleiksdeildar Vals, Sveinn Stefánsson, formaður" Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Valsmenn í bikarúrslitaleikinn fjórða árið í röð Valsmenn tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum fjórða árið röð eftir 33-31 sigur á Fram eftir framlengingu í undanúrslitaleik liðanna í Eimskipsbikar karla í Vodafonehöllinni í dag. Staðan var 25-25 eftir venjulegan leiktíma. Valsmenn voru þremur mörkum undir um miðja seinni hálfeiks en komu til baka og náðu síðan fjögurra marka forskoti í framlenginunni. 13. febrúar 2011 16:02 Fram fellur frá kærunni Fram hefur ákveðið að falla frá kæru sinni vegna leik liðsins gegn Val í undanúrslitum Eimskipsbikarkeppni karla. 17. febrúar 2011 10:05 Óskar plataði Markús Mána í skóna – Líklega eini leikur vetrarins Stórskyttan og fyrrverandi landsliðsmaðurinn Markús Máni Michaelson reif fram skónna og lék með Val gegn Fram í undanúrslitum Eimskipsbikarsins í handbolta í dag. Þetta var fyrsti leikur Markúsar með Val í vetur og líklega sá eini. 13. febrúar 2011 17:26 Framarar segja að Markús Máni hafi verið ólöglegur Framarar hafa ákveðið að gera lokatilraun til þess að komast í bikarúrslitaleik karla í handbolta. Fram hefur kært Val því félagið heldur því fram að Markús Máni Michaelsson hafi verið ólöglegur í undanúrslitaleiknum. Þetta kemur fram á mbl.is í kvöld. 14. febrúar 2011 22:41 Formaður Vals óttast tengsl Framara í HSÍ Formaður handknattleiksdeildar Vals furðar sig á að Fram hafi kært úrslitin í leik liðanna í undanúrslitum bikarkeppninnar og óttast tengsl Framara inn í handknattleikssamband Íslands. 15. febrúar 2011 12:45 Stjórnarmaður hjá Fram: Svipað mál kom upp 2009 Stjórn handknattleiksdeildar Fram hefur ákveðið að fylgja eftir kæru sinni á Val vegna leik liðanna í undanúrslitum Eimskipsbikarkeppni karla um helgina. 15. febrúar 2011 14:15 Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
Handknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún fagnar ákvörðun Fram um að draga kæru sína til baka en lýsir um leið vanþóknun á vinnubrögðum Framara í málinu. Málið snerist um að Fram lagði fram kæru eftir sigur Vals í undanúrslitaleik liðanna í Eimskipsbikar karla um helgina sem Valsmenn unnu í framlengdum leik. Framarar sögðu að Markús Máni Michaelsson hafi verið ólöglegur en hann lék með Val í leiknum. Valsmenn neituðu því og sögðu hafa gengið frá samningamálum hans í tæka tíð. HSÍ gaf út í morgun að endurskoða þyrftu reglur hvað þetta varðar. Þá sendi Fram frá sér yfirlýsingu þar sem að félagið tilkynnti að kæran hefði verið dregin til baka. Yfirlýsingu handknattleiksdeildar Vals má lesa hér: „Yfirlýsing frá handknattleiksdeild Vals. Handknattleiksdeild Fram hefur dregið til baka kæru sína vegna úrslita í undanúrslitaleik Vals og Fram í bikarkeppni HSÍ en leikurinn fór fram s.l. sunnudag. Um leið og handknattleiksdeild Vals fagnar þeirri ákvörðun er lýst vanþóknun á vinnubrögðum handknattleiksdeildar Fram í máli þessu. Ljóst má vera að kæra þessi og málatilbúnaður var tilefnislaus og fól í sér vanvirðingu við þau félög sem í hlut áttu, leikmenn þeirra og handknattleiksíþróttina í heild sinni. Ekki bætti svo úr skák stóryrtar yfirlýsingar forráðamanna handknattleiksdeildar Fram um málið í fjölmiðlum með hliðsjón af því að sömu vinnubrögð sem gagnrýnd eru, voru viðhöfð af hálfu handknattleiksstjórnar Fram sólahring fyrr. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem af hálfu handknattleiksdeildar Fram er reitt hátt til höggs gagnvart Val vegna úrslita í leikjum í bikarkeppni HSÍ. Erindisleysan er nú sú sama og í fyrri málum. Um leið og ánægja með þessi málalok er ítrekuð er sú ósk látin í ljós að menn dragi þann lærdóm af málinu að þeir setji framvegis íþróttina sjálfa í forgrunninn og láti kappið ekki bera sig ofurliði. F.h. handknattleiksdeildar Vals, Sveinn Stefánsson, formaður"
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Valsmenn í bikarúrslitaleikinn fjórða árið í röð Valsmenn tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum fjórða árið röð eftir 33-31 sigur á Fram eftir framlengingu í undanúrslitaleik liðanna í Eimskipsbikar karla í Vodafonehöllinni í dag. Staðan var 25-25 eftir venjulegan leiktíma. Valsmenn voru þremur mörkum undir um miðja seinni hálfeiks en komu til baka og náðu síðan fjögurra marka forskoti í framlenginunni. 13. febrúar 2011 16:02 Fram fellur frá kærunni Fram hefur ákveðið að falla frá kæru sinni vegna leik liðsins gegn Val í undanúrslitum Eimskipsbikarkeppni karla. 17. febrúar 2011 10:05 Óskar plataði Markús Mána í skóna – Líklega eini leikur vetrarins Stórskyttan og fyrrverandi landsliðsmaðurinn Markús Máni Michaelson reif fram skónna og lék með Val gegn Fram í undanúrslitum Eimskipsbikarsins í handbolta í dag. Þetta var fyrsti leikur Markúsar með Val í vetur og líklega sá eini. 13. febrúar 2011 17:26 Framarar segja að Markús Máni hafi verið ólöglegur Framarar hafa ákveðið að gera lokatilraun til þess að komast í bikarúrslitaleik karla í handbolta. Fram hefur kært Val því félagið heldur því fram að Markús Máni Michaelsson hafi verið ólöglegur í undanúrslitaleiknum. Þetta kemur fram á mbl.is í kvöld. 14. febrúar 2011 22:41 Formaður Vals óttast tengsl Framara í HSÍ Formaður handknattleiksdeildar Vals furðar sig á að Fram hafi kært úrslitin í leik liðanna í undanúrslitum bikarkeppninnar og óttast tengsl Framara inn í handknattleikssamband Íslands. 15. febrúar 2011 12:45 Stjórnarmaður hjá Fram: Svipað mál kom upp 2009 Stjórn handknattleiksdeildar Fram hefur ákveðið að fylgja eftir kæru sinni á Val vegna leik liðanna í undanúrslitum Eimskipsbikarkeppni karla um helgina. 15. febrúar 2011 14:15 Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
Valsmenn í bikarúrslitaleikinn fjórða árið í röð Valsmenn tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum fjórða árið röð eftir 33-31 sigur á Fram eftir framlengingu í undanúrslitaleik liðanna í Eimskipsbikar karla í Vodafonehöllinni í dag. Staðan var 25-25 eftir venjulegan leiktíma. Valsmenn voru þremur mörkum undir um miðja seinni hálfeiks en komu til baka og náðu síðan fjögurra marka forskoti í framlenginunni. 13. febrúar 2011 16:02
Fram fellur frá kærunni Fram hefur ákveðið að falla frá kæru sinni vegna leik liðsins gegn Val í undanúrslitum Eimskipsbikarkeppni karla. 17. febrúar 2011 10:05
Óskar plataði Markús Mána í skóna – Líklega eini leikur vetrarins Stórskyttan og fyrrverandi landsliðsmaðurinn Markús Máni Michaelson reif fram skónna og lék með Val gegn Fram í undanúrslitum Eimskipsbikarsins í handbolta í dag. Þetta var fyrsti leikur Markúsar með Val í vetur og líklega sá eini. 13. febrúar 2011 17:26
Framarar segja að Markús Máni hafi verið ólöglegur Framarar hafa ákveðið að gera lokatilraun til þess að komast í bikarúrslitaleik karla í handbolta. Fram hefur kært Val því félagið heldur því fram að Markús Máni Michaelsson hafi verið ólöglegur í undanúrslitaleiknum. Þetta kemur fram á mbl.is í kvöld. 14. febrúar 2011 22:41
Formaður Vals óttast tengsl Framara í HSÍ Formaður handknattleiksdeildar Vals furðar sig á að Fram hafi kært úrslitin í leik liðanna í undanúrslitum bikarkeppninnar og óttast tengsl Framara inn í handknattleikssamband Íslands. 15. febrúar 2011 12:45
Stjórnarmaður hjá Fram: Svipað mál kom upp 2009 Stjórn handknattleiksdeildar Fram hefur ákveðið að fylgja eftir kæru sinni á Val vegna leik liðanna í undanúrslitum Eimskipsbikarkeppni karla um helgina. 15. febrúar 2011 14:15