Formaður Vals svarar fyrir sig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. febrúar 2011 12:40 Handknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún fagnar ákvörðun Fram um að draga kæru sína til baka en lýsir um leið vanþóknun á vinnubrögðum Framara í málinu. Málið snerist um að Fram lagði fram kæru eftir sigur Vals í undanúrslitaleik liðanna í Eimskipsbikar karla um helgina sem Valsmenn unnu í framlengdum leik. Framarar sögðu að Markús Máni Michaelsson hafi verið ólöglegur en hann lék með Val í leiknum. Valsmenn neituðu því og sögðu hafa gengið frá samningamálum hans í tæka tíð. HSÍ gaf út í morgun að endurskoða þyrftu reglur hvað þetta varðar. Þá sendi Fram frá sér yfirlýsingu þar sem að félagið tilkynnti að kæran hefði verið dregin til baka. Yfirlýsingu handknattleiksdeildar Vals má lesa hér: „Yfirlýsing frá handknattleiksdeild Vals. Handknattleiksdeild Fram hefur dregið til baka kæru sína vegna úrslita í undanúrslitaleik Vals og Fram í bikarkeppni HSÍ en leikurinn fór fram s.l. sunnudag. Um leið og handknattleiksdeild Vals fagnar þeirri ákvörðun er lýst vanþóknun á vinnubrögðum handknattleiksdeildar Fram í máli þessu. Ljóst má vera að kæra þessi og málatilbúnaður var tilefnislaus og fól í sér vanvirðingu við þau félög sem í hlut áttu, leikmenn þeirra og handknattleiksíþróttina í heild sinni. Ekki bætti svo úr skák stóryrtar yfirlýsingar forráðamanna handknattleiksdeildar Fram um málið í fjölmiðlum með hliðsjón af því að sömu vinnubrögð sem gagnrýnd eru, voru viðhöfð af hálfu handknattleiksstjórnar Fram sólahring fyrr. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem af hálfu handknattleiksdeildar Fram er reitt hátt til höggs gagnvart Val vegna úrslita í leikjum í bikarkeppni HSÍ. Erindisleysan er nú sú sama og í fyrri málum. Um leið og ánægja með þessi málalok er ítrekuð er sú ósk látin í ljós að menn dragi þann lærdóm af málinu að þeir setji framvegis íþróttina sjálfa í forgrunninn og láti kappið ekki bera sig ofurliði. F.h. handknattleiksdeildar Vals, Sveinn Stefánsson, formaður" Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Valsmenn í bikarúrslitaleikinn fjórða árið í röð Valsmenn tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum fjórða árið röð eftir 33-31 sigur á Fram eftir framlengingu í undanúrslitaleik liðanna í Eimskipsbikar karla í Vodafonehöllinni í dag. Staðan var 25-25 eftir venjulegan leiktíma. Valsmenn voru þremur mörkum undir um miðja seinni hálfeiks en komu til baka og náðu síðan fjögurra marka forskoti í framlenginunni. 13. febrúar 2011 16:02 Fram fellur frá kærunni Fram hefur ákveðið að falla frá kæru sinni vegna leik liðsins gegn Val í undanúrslitum Eimskipsbikarkeppni karla. 17. febrúar 2011 10:05 Óskar plataði Markús Mána í skóna – Líklega eini leikur vetrarins Stórskyttan og fyrrverandi landsliðsmaðurinn Markús Máni Michaelson reif fram skónna og lék með Val gegn Fram í undanúrslitum Eimskipsbikarsins í handbolta í dag. Þetta var fyrsti leikur Markúsar með Val í vetur og líklega sá eini. 13. febrúar 2011 17:26 Framarar segja að Markús Máni hafi verið ólöglegur Framarar hafa ákveðið að gera lokatilraun til þess að komast í bikarúrslitaleik karla í handbolta. Fram hefur kært Val því félagið heldur því fram að Markús Máni Michaelsson hafi verið ólöglegur í undanúrslitaleiknum. Þetta kemur fram á mbl.is í kvöld. 14. febrúar 2011 22:41 Formaður Vals óttast tengsl Framara í HSÍ Formaður handknattleiksdeildar Vals furðar sig á að Fram hafi kært úrslitin í leik liðanna í undanúrslitum bikarkeppninnar og óttast tengsl Framara inn í handknattleikssamband Íslands. 15. febrúar 2011 12:45 Stjórnarmaður hjá Fram: Svipað mál kom upp 2009 Stjórn handknattleiksdeildar Fram hefur ákveðið að fylgja eftir kæru sinni á Val vegna leik liðanna í undanúrslitum Eimskipsbikarkeppni karla um helgina. 15. febrúar 2011 14:15 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Sjá meira
Handknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún fagnar ákvörðun Fram um að draga kæru sína til baka en lýsir um leið vanþóknun á vinnubrögðum Framara í málinu. Málið snerist um að Fram lagði fram kæru eftir sigur Vals í undanúrslitaleik liðanna í Eimskipsbikar karla um helgina sem Valsmenn unnu í framlengdum leik. Framarar sögðu að Markús Máni Michaelsson hafi verið ólöglegur en hann lék með Val í leiknum. Valsmenn neituðu því og sögðu hafa gengið frá samningamálum hans í tæka tíð. HSÍ gaf út í morgun að endurskoða þyrftu reglur hvað þetta varðar. Þá sendi Fram frá sér yfirlýsingu þar sem að félagið tilkynnti að kæran hefði verið dregin til baka. Yfirlýsingu handknattleiksdeildar Vals má lesa hér: „Yfirlýsing frá handknattleiksdeild Vals. Handknattleiksdeild Fram hefur dregið til baka kæru sína vegna úrslita í undanúrslitaleik Vals og Fram í bikarkeppni HSÍ en leikurinn fór fram s.l. sunnudag. Um leið og handknattleiksdeild Vals fagnar þeirri ákvörðun er lýst vanþóknun á vinnubrögðum handknattleiksdeildar Fram í máli þessu. Ljóst má vera að kæra þessi og málatilbúnaður var tilefnislaus og fól í sér vanvirðingu við þau félög sem í hlut áttu, leikmenn þeirra og handknattleiksíþróttina í heild sinni. Ekki bætti svo úr skák stóryrtar yfirlýsingar forráðamanna handknattleiksdeildar Fram um málið í fjölmiðlum með hliðsjón af því að sömu vinnubrögð sem gagnrýnd eru, voru viðhöfð af hálfu handknattleiksstjórnar Fram sólahring fyrr. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem af hálfu handknattleiksdeildar Fram er reitt hátt til höggs gagnvart Val vegna úrslita í leikjum í bikarkeppni HSÍ. Erindisleysan er nú sú sama og í fyrri málum. Um leið og ánægja með þessi málalok er ítrekuð er sú ósk látin í ljós að menn dragi þann lærdóm af málinu að þeir setji framvegis íþróttina sjálfa í forgrunninn og láti kappið ekki bera sig ofurliði. F.h. handknattleiksdeildar Vals, Sveinn Stefánsson, formaður"
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Valsmenn í bikarúrslitaleikinn fjórða árið í röð Valsmenn tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum fjórða árið röð eftir 33-31 sigur á Fram eftir framlengingu í undanúrslitaleik liðanna í Eimskipsbikar karla í Vodafonehöllinni í dag. Staðan var 25-25 eftir venjulegan leiktíma. Valsmenn voru þremur mörkum undir um miðja seinni hálfeiks en komu til baka og náðu síðan fjögurra marka forskoti í framlenginunni. 13. febrúar 2011 16:02 Fram fellur frá kærunni Fram hefur ákveðið að falla frá kæru sinni vegna leik liðsins gegn Val í undanúrslitum Eimskipsbikarkeppni karla. 17. febrúar 2011 10:05 Óskar plataði Markús Mána í skóna – Líklega eini leikur vetrarins Stórskyttan og fyrrverandi landsliðsmaðurinn Markús Máni Michaelson reif fram skónna og lék með Val gegn Fram í undanúrslitum Eimskipsbikarsins í handbolta í dag. Þetta var fyrsti leikur Markúsar með Val í vetur og líklega sá eini. 13. febrúar 2011 17:26 Framarar segja að Markús Máni hafi verið ólöglegur Framarar hafa ákveðið að gera lokatilraun til þess að komast í bikarúrslitaleik karla í handbolta. Fram hefur kært Val því félagið heldur því fram að Markús Máni Michaelsson hafi verið ólöglegur í undanúrslitaleiknum. Þetta kemur fram á mbl.is í kvöld. 14. febrúar 2011 22:41 Formaður Vals óttast tengsl Framara í HSÍ Formaður handknattleiksdeildar Vals furðar sig á að Fram hafi kært úrslitin í leik liðanna í undanúrslitum bikarkeppninnar og óttast tengsl Framara inn í handknattleikssamband Íslands. 15. febrúar 2011 12:45 Stjórnarmaður hjá Fram: Svipað mál kom upp 2009 Stjórn handknattleiksdeildar Fram hefur ákveðið að fylgja eftir kæru sinni á Val vegna leik liðanna í undanúrslitum Eimskipsbikarkeppni karla um helgina. 15. febrúar 2011 14:15 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Sjá meira
Valsmenn í bikarúrslitaleikinn fjórða árið í röð Valsmenn tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum fjórða árið röð eftir 33-31 sigur á Fram eftir framlengingu í undanúrslitaleik liðanna í Eimskipsbikar karla í Vodafonehöllinni í dag. Staðan var 25-25 eftir venjulegan leiktíma. Valsmenn voru þremur mörkum undir um miðja seinni hálfeiks en komu til baka og náðu síðan fjögurra marka forskoti í framlenginunni. 13. febrúar 2011 16:02
Fram fellur frá kærunni Fram hefur ákveðið að falla frá kæru sinni vegna leik liðsins gegn Val í undanúrslitum Eimskipsbikarkeppni karla. 17. febrúar 2011 10:05
Óskar plataði Markús Mána í skóna – Líklega eini leikur vetrarins Stórskyttan og fyrrverandi landsliðsmaðurinn Markús Máni Michaelson reif fram skónna og lék með Val gegn Fram í undanúrslitum Eimskipsbikarsins í handbolta í dag. Þetta var fyrsti leikur Markúsar með Val í vetur og líklega sá eini. 13. febrúar 2011 17:26
Framarar segja að Markús Máni hafi verið ólöglegur Framarar hafa ákveðið að gera lokatilraun til þess að komast í bikarúrslitaleik karla í handbolta. Fram hefur kært Val því félagið heldur því fram að Markús Máni Michaelsson hafi verið ólöglegur í undanúrslitaleiknum. Þetta kemur fram á mbl.is í kvöld. 14. febrúar 2011 22:41
Formaður Vals óttast tengsl Framara í HSÍ Formaður handknattleiksdeildar Vals furðar sig á að Fram hafi kært úrslitin í leik liðanna í undanúrslitum bikarkeppninnar og óttast tengsl Framara inn í handknattleikssamband Íslands. 15. febrúar 2011 12:45
Stjórnarmaður hjá Fram: Svipað mál kom upp 2009 Stjórn handknattleiksdeildar Fram hefur ákveðið að fylgja eftir kæru sinni á Val vegna leik liðanna í undanúrslitum Eimskipsbikarkeppni karla um helgina. 15. febrúar 2011 14:15