Brunkeppnin á heimsmeistaramótinu í Alpagreinum verður í beinni á Eurosport í dag en HM fer að þessu sinni fram í Garmisch-Partenkirchen í Þýskalandi. Þetta er önnur keppnin hjá körlunum á mótinu. Keppnin er hafin og er Eurosport á rás 40 í Fjölvarpinu.
Ítalinn Christof Innerhofer vann gull í stórsviginu í vikunni og þykir líklegur til afreka í dag enda varð hann fyrstur í fyrstu æfingaferðinni í brautinni. Innerhofer var tiltölulega óþekktur fyrir keppnina en greinilega í frábæru formi þessa dagana.
Kanadamaðurinn John Kucera vann brunkeppnina á HM í Val d'Isère fyrir tveimur árum en hann getur ekki keppt að þessu sinni vegna meiðsla. Svisslendingurinn Didier Cuche sem vann silfur fyrir tveimur árum er eini verðlaunahafinn frá því í brunkeppni HM frá 2009 sem er með að þessu sinni.
