Menntun hent út með baðvatninu Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 3. febrúar 2011 06:00 Íslendingar hafa lengi búið við grunnskólakerfi þar sem jafnræði nemenda til náms, óháð efnahag og menntun foreldra, er tryggt með lögum. Sterk hefð er fyrir hverfisskólanum og það hefur sýnt sig að þrátt fyrir að foreldrar í Reykjavík eigi þann kost að velja barni sínu skóla óháð hverfi hafa þeir ekki nýtt sér þann kost að neinu marki. Eftir að sveitarfélög tóku við rekstri grunnskóla hafa skólar smám saman markað sér hver sína sérstöðu eins og kemur skýrt fram í mikilli grósku í skólastarfi. Skólastefna hvers skóla hefur orðið sýnilegri og er sett fram af metnaði. Þetta eykur gæði þeirrar menntunar sem börn fá á tíu ára grunnskólagöngu. Reykjavíkurborg lagði upp með að í hverju hverfi borgarinnar væri grunnskóli og útkoman hefur orðið sú að til urðu litlir skólar á mælikvarða borgar, skólar með nemendafjölda frá 150 til 600. Þessi mismunur gerir það að verkum að niðurskurður á kennslumagni bitnar mismikið á skólum. Sá niðurskurður sem nú er að fara í framkvæmd boðar stærri nemendahópa, fábreytt námsval og aukna samkennslu árganga. Hann mun leiða til ójafnræðis milli skóla. Það gefur til dæmis auga leið að nemandi í þrjátíu nemenda námshópi fær ekki sambærilega kennslu og sá sem er í sautján nemenda hópi. Íslenski grunnskólinn hefur skapað sér sérstöðu með öflugri kennslu í list- og verkgreinum og víða hlotið hrós fyrir; sú sérstaða er nú einnig í mikilli hættu. Verði nemendahópar stækkaðir í þessum greinum eins og allt útlit er fyrir er ljóst að börn munu fá verri kennslu. Samfélagssáttmálinn sem felst í grunnskólalögunum og sameiginlegur skilningur þjóðarinnar um að jafnræði skuli ríkja um menntun fyrir alla, óháð efnahag, búsetu og menntun foreldra, er í mikilli hættu. Foreldrar, kennarar og aðrir Íslendingar: Stöðvum þessa árás á menntun barnanna okkar. Strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa lengi búið við grunnskólakerfi þar sem jafnræði nemenda til náms, óháð efnahag og menntun foreldra, er tryggt með lögum. Sterk hefð er fyrir hverfisskólanum og það hefur sýnt sig að þrátt fyrir að foreldrar í Reykjavík eigi þann kost að velja barni sínu skóla óháð hverfi hafa þeir ekki nýtt sér þann kost að neinu marki. Eftir að sveitarfélög tóku við rekstri grunnskóla hafa skólar smám saman markað sér hver sína sérstöðu eins og kemur skýrt fram í mikilli grósku í skólastarfi. Skólastefna hvers skóla hefur orðið sýnilegri og er sett fram af metnaði. Þetta eykur gæði þeirrar menntunar sem börn fá á tíu ára grunnskólagöngu. Reykjavíkurborg lagði upp með að í hverju hverfi borgarinnar væri grunnskóli og útkoman hefur orðið sú að til urðu litlir skólar á mælikvarða borgar, skólar með nemendafjölda frá 150 til 600. Þessi mismunur gerir það að verkum að niðurskurður á kennslumagni bitnar mismikið á skólum. Sá niðurskurður sem nú er að fara í framkvæmd boðar stærri nemendahópa, fábreytt námsval og aukna samkennslu árganga. Hann mun leiða til ójafnræðis milli skóla. Það gefur til dæmis auga leið að nemandi í þrjátíu nemenda námshópi fær ekki sambærilega kennslu og sá sem er í sautján nemenda hópi. Íslenski grunnskólinn hefur skapað sér sérstöðu með öflugri kennslu í list- og verkgreinum og víða hlotið hrós fyrir; sú sérstaða er nú einnig í mikilli hættu. Verði nemendahópar stækkaðir í þessum greinum eins og allt útlit er fyrir er ljóst að börn munu fá verri kennslu. Samfélagssáttmálinn sem felst í grunnskólalögunum og sameiginlegur skilningur þjóðarinnar um að jafnræði skuli ríkja um menntun fyrir alla, óháð efnahag, búsetu og menntun foreldra, er í mikilli hættu. Foreldrar, kennarar og aðrir Íslendingar: Stöðvum þessa árás á menntun barnanna okkar. Strax.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun