Mennska S. Starri Hauksson skrifar 1. febrúar 2011 06:00 Við búum í samfélagi sem byggir á staðalímyndum, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Auglýsingar, bíómyndir, sjónvarpsseríur og hafsjór annarra miðla eru meira en til í að hjálpa okkur að finna kassann sem við tilheyrum og benda okkur á það þegar við erum annað hvort að stíga yfir línur eða standa okkur ekki. Ég er nýbakaður faðir lítillar stelpu, sem segir náttúrlega ekkert um mig, ég er það sem Gillz kallaði áður "trefil" sökum vöðvarýrðar og áhuga á evrópskri bíómyndagerð, ég held reyndar að hann kalli okkur pappakassa í dag. Við tökum öll þátt í þessu á einhvern máta, sem getur í eðli sínu verið saklaust, húmorískt og jafnvel skemmtilegt. En hvar liggur þessi ágæta lína og hver á að draga hana? Hvenær er ímyndin eða klisjan orðin skaðleg? Heimilisofbeldi, hvað er það fyrsta sem kemur upp í hugann? Blokk í Breiðholtinu, hún með glóðarauga, rifinn bol og krakkarnir vola uppi á fjórðu hæð. Hann tekur fálátlega á móti lögreglunni, sem verður frá að hverfa þar sem konan segist hafa dottið og friðhelgi heimilisins má ekki rjúfa. Þessi mynd er bæði úrelt og skaðleg. Margar birtingarmyndir ofbeldis skilja ekki eftir sig líkamlega áverka, ofbeldi er óháð efnahag, búsetu, húðlit eða kyni. Ég er ekki að gera lítið úr því ofbeldi sem konur verða fyrir af hálfu karla. En ég vil benda á að þegar fjallað er um ofbeldi þar sem karlmaðurinn er fórnarlamb af hálfu konu er það í flestum tilfellum vandræðalegt og í verstu tilfellum háðulegt þar sem fórnarlambið er málað sem gunga sem lætur valta yfir sig og hægt er að hlæja að yfir boltanum með strákunum. Vörumst samt að líta svo á að úr því að við viðurkennum að karlmenn séu beittir ofbeldi af hálfu kvenna sé hér komið einhvers konar ofbeldisjafnvægi. Það bætir ekkert að nauðga Jóni líka svona úr því að það var verið að nauðga Gunnu. Gefum skít í staðalímyndir, slökkvum á kven/karl skeytingunni og byrjum 2011 á mennsku. Gefum okkur ekki að við vitum hvernig nágranni okkar virkar út frá kynþætti, hárlit, fatasmekk, kynhneigð, samfélagsstöðu eða hvaða kynfærasett er á milli fótanna á henni eða honum. Umfram allt, verum reiðubúin að hjálpa fólki á fætur frekar en að horfa í hina áttina á meðan verið er að berja það niður. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Við búum í samfélagi sem byggir á staðalímyndum, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Auglýsingar, bíómyndir, sjónvarpsseríur og hafsjór annarra miðla eru meira en til í að hjálpa okkur að finna kassann sem við tilheyrum og benda okkur á það þegar við erum annað hvort að stíga yfir línur eða standa okkur ekki. Ég er nýbakaður faðir lítillar stelpu, sem segir náttúrlega ekkert um mig, ég er það sem Gillz kallaði áður "trefil" sökum vöðvarýrðar og áhuga á evrópskri bíómyndagerð, ég held reyndar að hann kalli okkur pappakassa í dag. Við tökum öll þátt í þessu á einhvern máta, sem getur í eðli sínu verið saklaust, húmorískt og jafnvel skemmtilegt. En hvar liggur þessi ágæta lína og hver á að draga hana? Hvenær er ímyndin eða klisjan orðin skaðleg? Heimilisofbeldi, hvað er það fyrsta sem kemur upp í hugann? Blokk í Breiðholtinu, hún með glóðarauga, rifinn bol og krakkarnir vola uppi á fjórðu hæð. Hann tekur fálátlega á móti lögreglunni, sem verður frá að hverfa þar sem konan segist hafa dottið og friðhelgi heimilisins má ekki rjúfa. Þessi mynd er bæði úrelt og skaðleg. Margar birtingarmyndir ofbeldis skilja ekki eftir sig líkamlega áverka, ofbeldi er óháð efnahag, búsetu, húðlit eða kyni. Ég er ekki að gera lítið úr því ofbeldi sem konur verða fyrir af hálfu karla. En ég vil benda á að þegar fjallað er um ofbeldi þar sem karlmaðurinn er fórnarlamb af hálfu konu er það í flestum tilfellum vandræðalegt og í verstu tilfellum háðulegt þar sem fórnarlambið er málað sem gunga sem lætur valta yfir sig og hægt er að hlæja að yfir boltanum með strákunum. Vörumst samt að líta svo á að úr því að við viðurkennum að karlmenn séu beittir ofbeldi af hálfu kvenna sé hér komið einhvers konar ofbeldisjafnvægi. Það bætir ekkert að nauðga Jóni líka svona úr því að það var verið að nauðga Gunnu. Gefum skít í staðalímyndir, slökkvum á kven/karl skeytingunni og byrjum 2011 á mennsku. Gefum okkur ekki að við vitum hvernig nágranni okkar virkar út frá kynþætti, hárlit, fatasmekk, kynhneigð, samfélagsstöðu eða hvaða kynfærasett er á milli fótanna á henni eða honum. Umfram allt, verum reiðubúin að hjálpa fólki á fætur frekar en að horfa í hina áttina á meðan verið er að berja það niður. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar