Karlvæðing þjóðareigna Gunnar Hersveinn skrifar 21. janúar 2011 06:15 Margt er okkur hulið um kynbundið misrétti. Áratugum saman erum við slegin blindu - en svo bendir einhver á skekkjuna og misréttið verður óþægilega augljóst. Kynbundið misrétti blasir oft við þar sem völd og peningar koma við sögu. Völd karla eru stofnanabundin og þeim er viðhaldið á hinum ýmsu sviðum samfélagsins. Konur eru ekki aðeins útilokaðar frá samráði í yfirráðakerfi karla heldur einnig frá þýðingarmiklum stjórnum í viðskiptalífinu og nefndum í stjórnsýslunni. Lýsandi dæmi um þetta er Framkvæmdanefnd um einkavæðingu, en þar sátu einungis sérvaldir karlmenn í þau fimmtán ár sem tilgreind eru á heimasíðu forsætisráðuneytis, árin 1992-2007. Það er hrópandi kynbundið misrétti sem bitnaði á allri þjóðinni. Verkefni nefndarinnar voru einkavæðing, útboð rekstrarverkefna og sala ríkiseigna. Hún starfaði í umboði ráðherranefndar um einkavæðingu. Ráðherrar ríkisstjórna frá 1991 fólu henni mikilsverð verkefni, til dæmis sölu bankanna, Landsímans og HS Orku. Aðferðin við einkavæðingu bankanna er nú talin ein meginástæða hrunsins 2008 og einkavæðing HS Orku skapar ósætti um eignarhald og nýtingu auðlinda landsins. Verkefni þessarar einkavæðingarnefndar vörðuðu óhjákvæmilega þjóðina alla, konur jafnt sem karla. En kona mátti greinilega ekki eiga sæti í þessari merkisnefnd. Ekki einu sinni starfsmenn nefndarinnar voru konur nema í blálokin, þegar allt var búið, hlaut ein kona þann heiður. Einkavæðing íslenskra þjóðareigna má því með réttu kalla: einkavæðingu karla á eignum þjóðarinnar. Þetta er alvarlegt misrétti og sár móðgun gagnvart öllum sem unna jafnrétti og fyrri kynslóðum sem skópu þessar eignir. Hér var skefjalausa valdkúgun að ræða. Einkavæðing karla merkir greinilega einhæfni og útilokun sjónarmiða og kemur í veg fyrir samráð og jöfnuð í samfélaginu. Fimmtán ára einræði örfárra karla í Framkvæmdanefnd um einkavæðingu var greinilega ekki æskilegt, heldur ávísun á mistök, yfirsjónir, þröngsýni, spillingu og hrun. Jafnrétti er þjóðgildi sem tvívegis hefur verið valið af visku þjóðarinnar á þjóðfundum. Hlustum á þá visku! Aldrei aftur misrétti í boði ríkisins! Tengill: http://www.forsaetisraduneyti.is/raduneyti/verkefni/Einkavaeding/ +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Gunnar Hersveinn Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Margt er okkur hulið um kynbundið misrétti. Áratugum saman erum við slegin blindu - en svo bendir einhver á skekkjuna og misréttið verður óþægilega augljóst. Kynbundið misrétti blasir oft við þar sem völd og peningar koma við sögu. Völd karla eru stofnanabundin og þeim er viðhaldið á hinum ýmsu sviðum samfélagsins. Konur eru ekki aðeins útilokaðar frá samráði í yfirráðakerfi karla heldur einnig frá þýðingarmiklum stjórnum í viðskiptalífinu og nefndum í stjórnsýslunni. Lýsandi dæmi um þetta er Framkvæmdanefnd um einkavæðingu, en þar sátu einungis sérvaldir karlmenn í þau fimmtán ár sem tilgreind eru á heimasíðu forsætisráðuneytis, árin 1992-2007. Það er hrópandi kynbundið misrétti sem bitnaði á allri þjóðinni. Verkefni nefndarinnar voru einkavæðing, útboð rekstrarverkefna og sala ríkiseigna. Hún starfaði í umboði ráðherranefndar um einkavæðingu. Ráðherrar ríkisstjórna frá 1991 fólu henni mikilsverð verkefni, til dæmis sölu bankanna, Landsímans og HS Orku. Aðferðin við einkavæðingu bankanna er nú talin ein meginástæða hrunsins 2008 og einkavæðing HS Orku skapar ósætti um eignarhald og nýtingu auðlinda landsins. Verkefni þessarar einkavæðingarnefndar vörðuðu óhjákvæmilega þjóðina alla, konur jafnt sem karla. En kona mátti greinilega ekki eiga sæti í þessari merkisnefnd. Ekki einu sinni starfsmenn nefndarinnar voru konur nema í blálokin, þegar allt var búið, hlaut ein kona þann heiður. Einkavæðing íslenskra þjóðareigna má því með réttu kalla: einkavæðingu karla á eignum þjóðarinnar. Þetta er alvarlegt misrétti og sár móðgun gagnvart öllum sem unna jafnrétti og fyrri kynslóðum sem skópu þessar eignir. Hér var skefjalausa valdkúgun að ræða. Einkavæðing karla merkir greinilega einhæfni og útilokun sjónarmiða og kemur í veg fyrir samráð og jöfnuð í samfélaginu. Fimmtán ára einræði örfárra karla í Framkvæmdanefnd um einkavæðingu var greinilega ekki æskilegt, heldur ávísun á mistök, yfirsjónir, þröngsýni, spillingu og hrun. Jafnrétti er þjóðgildi sem tvívegis hefur verið valið af visku þjóðarinnar á þjóðfundum. Hlustum á þá visku! Aldrei aftur misrétti í boði ríkisins! Tengill: http://www.forsaetisraduneyti.is/raduneyti/verkefni/Einkavaeding/ +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun